Fréttablaðið - 14.05.2008, Page 50
Það er óhætt að segja að leikmenn í Lands-
bankadeild karla hafi farið vel af stað í fyrstu
umferð tólf liða efstu deildar sem fór fram um
síðustu helgi. Öflugur sóknarleikur var þá í
fyrirrúmi hafður og alls voru skoruð 24 mörk í
leikjunum sex, eða 4 mörk að meðaltali í leik.
Íslandsmeistarar Vals fengu heldur óvæntan
skell gegn Keflavík í fyrstu umferðinni og töpuðu
5-3 í fjörugum leik í Keflavík en þetta var versta
byrjun Íslandsmeistara í 39 ár.
Jafntefliskóngar Breiðabliks, sem gerðu
níu jafntefli á síðustu leiktíð, urðu að
sætta sig við enn eitt jafnteflið þegar
þeir mættu ÍA.
KR-ingar stóðust pressuna
með 3-1 sigri gegn Grindavík,
þar sem tvö mörk þeirra-
komu á lokakafla
leiksins.
Fjölnir stimplaði sig hressilega inn í fyrsta leik í
sögu félagsins í efstu deild þegar Grafarvogsliðið
sigraði Þrótt örugglega 0-3 í nýliðaslag.
Nýju þjálfararnir, Þorvaldur Örlygsson hjá
Fram og Heimir Guðjónsson hjá FH stýrðu liðum
sínum til sigurs.
30 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Atvik umferðarinnar
Glæsimark Scotts McKenna Ramsay
hjá Grindavík í leik gegn KR á
KR-vellinum. Bæði markið sjálft og
spilamennskan í aðdraganda þess
var fyrsta flokks.
> Bestu ummælin
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, sá fulla ástæðu
til bjartsýni eftir 5-3 skell gegn Keflavík. „Ég er
virkilega stoltur af mínu liði. Við börðumst
allar níutíu mínúturnar, alveg sama hvað
á dundi, og það var nú nóg af því,“ sagði
Willum Þór í viðtali við Fréttablaðið í leiks-
lok í Keflavík.
TÖLURNAR TALA
Flest skot: 22, Fjölnir
Flest skot á mark: 13, Fjölnir
Fæst skot: 3, HK
Hæsta meðaleink.: 7,5, FH
Lægsta meðaleink.: 3,9, HK
Grófasta liðið: 25 brot, ÍA
Prúðasta liðið: 8 brot, Grindavík
Flestir áhorf.: KR-völlur, 2089
Fæstir áhorf.: Valbjarnarv., 769
Áhorfendur alls: 8730
> Besti dómarinn: Einar Örn Dan-
íelsson fékk hæstu einkunn dómara
í einkunnargjöf Fréttablaðsins eða 8
fyrir fyrstu umferð Landsbankadeild-
arinnar en hann dæmdi leik KR og
Grindavíkur á KR-vellinum.
Bjarki Freyr Guðmundsson
Sam Tillen Tommy Nielsen Kristján Hauksson
Arnar Grétarsson
Scott Ramsay
Tryggvi Guðmundsson
Paul McShane
Gunnar Már
Guðmundsson
Guðmundur Steinarsson
Guðjón Baldvinsson
1. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: VERSTA BYRJUN MEISTARA Í 39 ÁR
Aldrei fleiri mörk í fyrstu umferð
FÓTBOLTI Það kemur eflaust fáum á
óvart að Tryggvi Guðmundsson
hljóti nafnbótina leikmaður 1.
umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.
Tryggvi átti stjörnuleik á Kópa-
vogsvelli gegn þar sem hann lék
HK-vörnina grátt. Þrjár stoðsend-
ingar og eitt mark var uppskeran.
Tryggvi spilaði sitt fyrsta heila
tímabil í efstu deild árið 1993 en
hafði fengið smjörþefinn sumarið
áður. Hann skoraði sitt fyrsta
mark í efstu deild í fyrstu umferð-
inni 1993 í 2-1 tapi gegn Fram með
ÍBV. „Ég man vel eftir þessum
leik,“ sagði Tryggvi en áður hafði
hann spurt hvort það væri virki-
lega svona langt síðan.
En hverju sætir árangur hans í
fyrstu umferðinni? „Ég er greini-
lega klár þegar flautan gellur,“
sagði Tryggvi léttur. „Ég veit ekki
hvað þetta er. Ég tala reyndar oft
um að þetta felist í leikgleðinni,
mér finnst þetta svo gaman,“ sagði
hinn síungi Tryggvi sem er 33
ára.
Tryggvi lék lengi sem atvinnu-
maður erlendis og atvinnumennsk-
an er í fyrirrúmi heima á Íslandi
líka. „Ég æfi vel. Þó að ég sé kom-
inn á þennan aldur vil ég ekki
missa af æfingu. Ég bið líka sér-
staklega um að spila alla æfinga-
leiki, annað en kannski margir
leikmenn. Hungrið og leikgleðin
heldur mér ungum,“ segir hann og
bætir við að hann hugsi vel um
líkamann.
Tryggvi er, eins og allt FH-liðið,
greinilega tilbúinn fyrir átökin í
sumar. „Við erum með lengsta
undirbúningstímabil í heimi og
eftir átta mánuði af leiðindum þá
er upphafsflautan eitthvað sem
maður hefur beðið lengi eftir. Við
höfum æft vel í vetur og komum
tilbúnir til leiks.“
Reynslubanki Tryggva er greini-
lega drjúgur og hann virðist ekk-
ert vera að fyllast. Hann bendir á
að hækkandi aldri fylgi líka kostir,
ekki bara gallar. „Það er oft talað
um að menn séu að verða of gaml-
ir en eitt af því jákvæða við að eld-
ast er að maður verður reyndari
og klókari um leið. Hæfileikarnir
hverfa ekkert með aldrinum þrátt
fyrir að hraðinn detti kannski
niður,“ sagði Tryggvi sem hefur
enga tölu á því hversu mörg mörk
hann hefur lagt upp.
„Ég hef ekki hugmynd um hvað
ég hef lagt upp mörg mörk, það er
ómögulegt að vita. Þótt ég hafi
mikið álit á sjálfum mér þá hef ég
ekki haldið þessum tölum til
haga,“ sagði Tryggvi.
hjalti@frettabladid.is
Hungrið og leikgleðin halda mér ungum
Tryggvi Guðmundsson bar af í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla. Hann skoraði mark og lagði upp
þrjú gegn HK í 4-0 sigri FH en í átta leikjum hans í 1. umferð Íslandsmóts hefur hann skorað alls tólf mörk.
YFIRBURÐIR Tryggvi Guðmundsson var besti maður 1. umferðar Landsbankadeildar-
innar. Hann sýndi frábæra takta og var HK-ingum illviðráðanlegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
TRYGGVI Í 1. UMFERÐINNI:
Með ÍBV:
1993: 1-2 tap fyrir Fram – 1 mark
1994: Í leikbanni í 1. umferð
1995: 8-1 sigur á Val – 4 mörk
1996: 1-3 tap fyrir Leiftri – Ekkert mark
1997: 3-1 sigur á ÍA – 2 mörk
Með FH:
2005: 3-0 sigur á Keflavík – 1 mark
2006: 3-0 sigur á KR – 2 mörk
2007: 3-2 sigur á ÍA – 1 mark
2008: 4-0 sigur á HK – 1 mark
Samtals: Átta leikir og tólf mörk.
Landsbankadeild kvenna
Keflavík-KR 1-2
1-0 Vesna Smiljkovic (40.), 1-1 Hrefna Huld
Jóhannesdóttir (41.), 1-2 Katrín Ómarsdóttir (85.).
Fjölnir-Fylkir 0-2
0-1 Thelma Gylfad. (4.), 0-2 Lára Gunnarsd. (5.).
Afturelding-Breiðablik 1-3
0-1 Harpa Þorsteinsdóttir (19.), 1-1 Sigríður Þóra
Birgisdóttir (26.), 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir
(59.), 1-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (80.).
HK/Víkingur-Stjarnan 1-1
0-1 Björk Gunnarsdóttir, 1-1 Karel Sturludóttir (58).
1. deild karla
Þór-KS/Leiftur 3-2
1-0 Ármann Ævarsson (19.), 2-0 Ibra Jagne (26.),
2-1 Gabríel Reynisson (62.) 2-2 Gabríel Reynisson
(76.), 3-2 Alexander Linta (88.).
ÚRSLIT
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
Frumsýnd 7. maí
Sendu SMS JA PNV
á númerið 1900
Þú gætir unnið bíómiða!
Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir,
varningur tengdur myndinni og margt fleira!
Frumsýnd 14. maí
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM
3-4-3
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að rekstur
knattspyrnudeildar Fylkis hafi
gengið erfiðlega mun það ekki
bitna á leikmönnum liðsins. Þetta
sagði Örn Hafsteinsson fram-
kvæmdastjóri félagsins við
Fréttablaðið og neitaði því um leið
að leikmenn hafi verið beðnir um
að taka á sig tímabundna launa-
lækkun til að sporna við fjárhags-
vandanum eins og Stöð 2 greindi
frá í gær.
Bæði Kristján Valdimarsson og
Ian Jeffs, leikmenn Fylkis,
staðfestu að þeir hefðu fengið
greidd laun og að þeir hafi ekki
verið beðnir um að taka á sig
launalækkun. „Það er ekki búið að
lækka launin hjá einum né neinum
en ef það kæmi upp verður það
bara rætt,“ sagði Kristján og bætti
við að hann væri tilbúinn að hjálpa
uppeldisfélaginu sínu með því að
taka á sig tímabundna launalækk-
un ef uppeldisfélag sitt væri í
vanda. - hþh
Erfið fjárhagsstaða Fylkis:
Vandinn bitnar
ekki á liðinu
KRISTJÁN Er tilbúinn að taka á sig launa-
lækkun tímabundið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson
skoraði þrjú stig á þeim sautján
mínútum sem
hann spilaði í 75-
73 tapi Lottomati-
ca Roma gegn
Tisettanta Cantú
í öðrum leik
liðanna í
úrslitakeppni
ítölsku úrvals-
deildarinnar.
Roma vann
fyrsta leikinn í
einvíginu
örugglega. - óþ
Ítalski körfuboltinn:
Tap hjá RomaFÓTBOLTI KR sigraði Keflavík 1-2
og Breiðablik bar sigurorð af
Aftureldingu 1-3 þegar síðustu
leikirnir í 1. umferð Landsbanka-
deildar kvenna fóru fram í gær.
Vesna Smiljkovic kom Kefla-
víkurstúlkum yfir í lok fyrri
hálfleiks en Hrefna Huld Jóhann-
esdóttir jafnaði leikinn stuttu
síðar. Staðan var 1-1 alveg þang-
að til á 85. mínútu þegar Katrín
Ómarsdóttir skoraði og sá til
þess að öll stigin þrjú færu í
Vesturbæinn. Helena Ólafsdótt-
ir, þjálfari KR, var virkilega sátt
með sigurinn og hrósaði baráttu-
glöðu Keflavíkurliði.
„Þetta var baráttusigur hjá
okkur. Keflavíkurstúlkur mættu
gríðarlega grimmar til leiks en
sem betur fer náðum við að klára
dæmið. Ég er í raun mjög sátt
með sigurinn og sátt við að vera
búin að fara til Keflavíkur vegna
þess að ég er viss um að mörg lið
eiga eftir að lenda í erfiðleikum
þar,“ sagði Helena sem kvað
deildina virka jafnari í sumar.
„Þetta virðist vera jafnari
deild í sumar og það er það sem
allir vilja en ég hefði nú alveg
þegið að geta verið rólegri á hlið-
arlínunni í þessum leik,“ sagði
Helena á léttum nótum. - óþ
1. umferð Landsbankadeildar kvenna lauk í gær:
KR lenti í kröppum
dansi í Keflavík
BARÁTTA Keflavík veitti KR harða mótspyrnu á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í gær.
VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN