Fréttablaðið - 14.05.2008, Qupperneq 54
34 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GAMLA MYNDIN
LÁRÉTT
2. barnahjal 6. kusk 8. hamfletta 9.
tilvera 11. samanburðart. 12. frækorns
14. dans 16. tveir eins 17. nálægt 18.
drulla 20. horfði 21. könnun.
LÓÐRÉTT
1. ekki læs 3. frá 4. fugl 5. hamingja
7. ófreskja 10. röst 13. utan 15. rænu-
leysi 16. skaði 19. kyrrð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. babl, 6. ló, 8. flá, 9. ævi,
11. en, 12. sæðis, 14. tangó, 16. tt, 17.
nær, 18. aur, 20. sá, 21. próf.
LÓÐRÉTT: 1. ólæs, 3. af, 4. blesgæs,
5. lán, 7. óvættur, 10. iða, 13. inn, 15.
óráð, 16. tap, 19. ró.
„Ég hafði alltaf mjög gaman af
fötum og uppáhaldslitirnir voru
rauður og kóngablár. Ég var
ófeimin við undarlegar blöndur
í fatavali og var eflaust eins
og jólatré á köflum. Það hefur
aðeins dempast með árunum
en uppáhaldslitirnir eru þeir
sömu.“
Katrín Jakobsdóttir alþingismaður.
Myndin var tekin í maí 1996 þegar Katrín
varð dúx í MS.
Bubbi Morthens flutti ásamt fjöl-
skyldu sinni í nýja húsið við Með-
alfellsvatn á föstudaginn. „Það
er óhætt að segja að Kjósin sé
magnaður staður,“ segir Bubbi,
„og það er ekki leiðinlegt að
labba um landareignina þar sem
maríuerlur og þrestir standa
syngjandi í lóðaúthlutunum,
býflugur suða og kryddjurtir
ilma. Það er bara eitt orð yfir
þetta: Sveitasæla.“
Þó stutt sé í bæinn segist Bubbi
helst vilja dvelja við Meðalfellið.
„Það er mokveiði í vatninu, sem
er eins og gler í logni og fjallið er
freistandi. Maður gengur samt
ekki upp á fjöll heldur hleypur
upp á þau. Ég er ekki enn búinn
að hlaupa upp á það en trúðu mér,
það kemur að því. Þótt það sé
hrikalega erfitt.“
Nýja Bubba-platan Fjórir nagl-
ar kemur út á afmælisdegi Bubba,
6. júní. Titillagið er komið í spilun
og þar kveður við sálarlegan tón.
Bubbi segir lagið alls ekki ein-
kennandi fyrir plötuna. „Nei, það
ægir öllu saman á þessari plötu.
Það eru alls konar stílar á henni,
pönk, soul, þjóðlagatónlist og tón-
list sem var í tísku rétt eftir alda-
mótin 1900. Það er samt ákveðinn
hljómur sem bindur hana saman
og má lýsa sem töffaragítar.“
Fjórir naglar er fyrsta sólóplata
Bubba með nýju efni síðan 2005,
þegar hann gerði skilnaðarplötu-
tvennuna Ást og Í 6 skrefa fjar-
lægð frá paradís. - glh
Bubbi Morthens fluttur í Kjósina
„Var þetta ekki bara næsta skref?
Ég held að það sé tími til kominn
að fá raunsæja mynd af íslensk-
um lögfræðingum. Við erum ekki
eins leiðinlegir og menn kynnu
að halda,“ segir Brynjar Níelson
hæstaréttarlögmaður.
Í farvatninu er Réttur, ný
íslensk sjónvarpsþáttaröð í átta
þáttum um líf og störf íslenskra
lögfræðinga. Handritshöfundar
eru þau Sigurjón Kjartansson,
Kristinn Þórðarson og Margrét
Örnólfsdóttir og hefur Brynjar
átt fundi með þeim. „Menn eiga
það til að rugla saman hugtökum
hér á landi. Oft koma þeir með
ranghugmyndir frá Bandaríkjun-
um hvernig þetta virkar og ég
var bara að útskýra fyrir þeim
hvernig tungumál væri talað
fyrir dómi hér á landi,“ útskýrir
Brynjar en hann hefur ekki mikið
álit á þeim lögfræðingaþáttum
sem hafa flætt yfir íslenskt sjón-
varp undanfarin ár. Eða ekki
síðan Perry Mason vann hvert
málið af fætur öðru. „Ég
hef þó haft gaman af Bos-
ton Legal, finnst skemmti-
legt hvernig þeir taka á
málefnum líðandi stundar
og setja þá í lögfræðilegt
samhengi. Vonandi verða
þessir þættir eitthvað í
líkingu við þá,“ segir
Brynjar.
Sigurjón
sagði í samtali
við Frétta-
blaðið að þetta væri vissulega
lögfræðidrama þar sem einkalíf
lögfræðinga yrði ekkert síður í
kastljósinu en dómsmál þeirra.
„Hver og einn þáttur er sjálfstæð
saga og þar er fylgt eftir einu
máli frá a til ö. Hins vegar verður
einkalíf lögfræðinganna í fram-
haldsþáttastíl,“ útskýrir Sigurjón
sem var að vonum sáttur við sam-
starfið við Brynjar. „Maður vill
ekki láta hanka sig á einhverjum
lögfræðilegum smáatriðum,“
útskýrir hann. Ekki liggur fyrir
hvenær hafist verði handa við
tökur á þáttunum, hverjir skipi
aðalhlutverkin né hver leikstýri,
en Sigurjón sagði þau mál eiga að
skýrast á næstunni.
- fgg
Brynjar vill íslenskt Boston Legal
GOTT SAMSTARF Brynjar Níels-
son sér til þess að menn tali
rétt lögfræðitungumál í
nýjum sjónvarpsþáttum
sem Sigurjón Kjartans-
son á hugmyndina að.
Ekki væsir um þau Friðrik Ómar og
Regínu Ósk í Serbíu. Þau eru hvort
með sína svítuna á hótelinu í Serbíu.
„Hér er allt í toppklassa og okkur
gæti ekki liðið betur. Vinnufundirn-
ir eru haldnir inni á herbergjunum
okkar enda eru þau með glæsileg-
asta móti,“ segja Friðrik Ómar og
Regína.
Fyrsta æfing hópsins var í gær-
morgun og bæði Friðrik og Regína
eru sammála um að hún hafi gengið
vel. „Okkur leið alveg ofsalega vel á
sviðinu,“ segir Regína og Friðrik
skýtur því inn í að tæknihliðin hafi
verið á heimsmælikvarða.
Regína og Friðrik voru ekki í
neinum feluleik á fyrstu æfingunni
og frumsýndu búningana sem þau
klæðast á undanúrslitakvöldinu.
„Við ákváðum frá fyrsta degi að
æfa atriðið með öllu og það má ekki
gleyma því að við þurfum ekki að
koma Íslendingum á óvart. Við
þurfum að koma Evrópu á óvart og
vildum því breyta út af vananum,“
útskýrir Friðrik. Regína bætir við
að auðvitað eigi eitthvað eftir að
breytast þegar nær dregur en þetta
sé grunnurinn.
Mikla athygli vakti hér heima
að Friðrik Ómar nýtti sér þjón-
ustu Ingibjargar Gunnarsdóttur
sem notaði dáleiðsluaðferð til að
ná fram hámarksárangri í Smára-
lindinni. Ingibjörg kemur til Ser-
bíu á föstudaginn en Friðrik sjálf-
ur segist vera fullur sjálfstrausts
og telur sig jafnvel ekki þurfa
þjónustu hennar þegar að stóru
stundinni kemur.
Og það er kannski ekki að undra
að þeim Friðriki og Regínu skuli
líða vel. Eins og komið hefur fram
í fjölmiðlum hafa þau verið dug-
leg í ræktinni og hún verður ekki
látin sitja á hakanum þrátt fyrir
að út fyrir landsteinana sé komið.
„Við vorum vöknuð klukkan
fjögur í morgun, fórum þá í rækt-
ina og svo í förðun,” segja Friðrik
og Regína sem gefst lítið færi á
að taka því rólega enda fram
undan blaðaviðtöl og blaðamanna-
fundir.
freyrgigja@frettabladid.is
FRIÐRIK ÓMAR OG REGÍNA ÓSK: MEÐ EINKASVÍTUR Á HÓTELINU Í SERBÍU
Í ræktina um miðja nótt
MEÐ BLEIKU ÍVAFI Svart og bleikt er meginþemað í búningum þeirra Friðriks og Regínu sem voru ekkert að halda þeim leyndum
heldur frumsýndu strax á fyrstu æfingu.
NÝTT HÚS OG NÝ PLATA Bubbi Morthens
er kominn í sveitasæluna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Great minds think alike,” er stund-
um sagt upp á engilsaxnesku og
gaman að fylgjast með því hversu
samstiga samherjarnir og sjónvarps-
stjörnurnar Sigmundur Ernir og
Jón Ársæll eru þegar viðmælendur
eru annars vegar. Þannig
var Bjarni Haukur gam-
anleikari viðmæl-
andi Sigmundar í
Mannamáli nýverið
og hefur einnig
verið auglýstur
sem viðfang
Jóns Ársæls
í Sjálfstæðu
fólki. Um helgina
ræddi Sigmundur Ernir við Jakob
Frímann sem einnig verður efniviður
Jóns Ársæls í næsta þætti. Þannig
að viðtalshaukar Stöðvar 2 kunna að
læsa klónum saman í þá þar sem
safinn er.
Árni Matthíasson og þeir Mogga-
menn eiga í stökustu vandræðum
með bloggsvæði sitt en þar togast á
anarkisminn sem hlýtur að vera for-
senda þess hversu netið blómstrar
og svo þess að vilja viðhalda virð-
ingu sinni – eða firra sig kvörtunum.
Enn einni síðunni
hefur verið lokað á
moggablogginu:
hebbi.blog.is. Þar
hefur Herbert Fr.
Stefánsson skrifað og
þykir í skrifum sínum
að mörgu leyti
líkjast ofur-
bloggaranum
Stefáni Fr. Stefánssyni. Herbert
kvartaði í síðasta bloggi sínu undan
árásum á sig og í athugasemda-
kerfinu lýsti kona hans, Sigurlaug
Helgadóttir Eggerz, eftir honum:
Sagði hann ekki hafa komið
heim síðan á föstudag. Við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að engan
Herbert Fr. né nafn konu hans er að
finna í þjóðskrá.
Vogar á Vatnsleysuströnd er fallegt
bæjarfélag um 1.300 íbúa, en það
hefur helst verið í fréttum að undan-
förnu vegna ýmissa fíkniefna- og
ofbeldismála. Nýverið gaf bæjar-
félagið út glæsilegan litprentaðan
„hér-er-gott-að-búa” bækling, en
heldur þótti friðsömum bæjarbúum
sumum skjóta skökku við að húsið á
forsíðu bæklingsins er hús einhvers
frægasta íbúa Voga: Annþórs
Kristjáns Karlssonar dæmds
handrukkara með meiru. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Taka allt að 4 mm vír. Handhægar
- aðeins um 5 kg. Flott verð.
Hátíðni
rafsuðuvélar
Auglýsingasími
– Mest lesið