Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2008, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.05.2008, Qupperneq 2
2 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR Svandís, eru þessi vinnubrögð í takt við tímann? „Allt er best í hófi, það er okkar trú.“ Minnihluti borgarstjórnar hefur gagnrýnt ráðningu Jakobs Frímanns Magnússonar í starf framkvæmdastjóra miðborgar og segja hana af pólitískum toga. Svandís Svavarsdóttir er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. LÖGREGLUMÁL Jón bóndi Gunnarsson leitaði í gær til ofbeldisdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu og lagði fram kæru þess efnis, að hann hefði orðið fyrir barsmíðum af hendi Magnúsar Vers Magnússonar. Þetta staðfesti lögregla við Frétta- blaðið, en kvaðst ekki vilja veita neinar upplýsing- ar um efnisatriði málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttblaðsins átti atburðurinn sér stað á heimili Jóns í Reykjavík í fyrradag. Magnús Ver taldi sig eiga harma að hefna, tók hús á Jóni og réðst á hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var lögregla kvödd á staðinn, þar sem hún skakkaði leikinn. Jón fór á slysadeild til aðhlynningar, en hann mun hafa hlotið verulega áverka í árásinni, sem flokkast undir alvarlega líkamsárás er varðar við 218. grein almennra hegningalaga. Bæði Jón og Magnús Ver neituðu því í samtali við Fréttablaðið í gær að atvik af þessu tagi hefði átt sér stað. Lögregla staðfesti það hins vegar tvívegis í samtali við blaðið, líkamsárásin hefði átt sér stað og hún hefði verið kærð til lögreglu. - jss MAGNÚS VER MAGNÚSSON Hefur verið kærður vegna líkamsárásar. JÓN „BÓNDI“ GUNNARSSON Hefur lagt fram kæru vegna líkamsárásar. Lögreglan kvödd á vettvang þar sem tveir kraftajötnar tókust á: Jón bóndi kærir Magnús Ver til lögreglu fyrir líkamsárás Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK AKRANES Sjálfstæðismenn mynduðu í gær hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Akraness þegar Karen Emil- ía Jónsdóttir, F-lista, og Gísli S. Ein- arsson bæjarstjóri gengu til liðs við flokkinn. Unnið verður unnið á grunni málefnasamnings fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokks og F- lista og mun Karen áfram verða for- maður bæjarráðs og Gunnar Sig- urðsson áfram forseti bæjarstjórnar en á mánudag verður kosið að nýju í allar nefndir bæjarins. Breytingarnar koma í kjölfar greinagerðar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og fráfarandi formanns félagsmálanefndar bæj- arfélagsins, en Magnús leggst gegn því að bæjarfélagið taki á móti flóttamönnum. Magnús Þór telur ótal spurning- um vegna móttöku flóttamannanna ósvarað og nefnir hann atvinnumál og húsnæðismál sem dæmi. „Á sama tíma erum við að upplifa að álag á alla velferðarþjónustu á Akranesi er að aukast mjög mikið,“ segir Magnús sem telur fjölda flótta- manna mjög mikinn. „Það hefur aldrei verið á stefnuskrá neins flokks í bæjarfélaginu að taka á móti flóttafólki. Þetta er stórpólit- ískt grundvallarmál og stefnubreyt- ing á velferðarsviðinu.“ Magnús átti ekki von á að afstaða hans ylli meiri- hlutaslitum en sér ekki eftir henni. Gísli og Karen Emilía staðfesta að afstaða Magnúsar Þórs hafi vald- ið meirihlutaslitunum. Segja þau alla aðra kjörna fulltrúa vera sam- mála því að taka á móti flóttamönn- unum. „Ég tel að Skagamenn séu ekki það eigingjarnir að þeir geti ekki hleypt hingað tíu einstæðum mæðrum með tuttugu börn án þess að allt verði vitlaust,“ segir Karen Emilía. „Þessi andstaða Magnúsar við gjörðir okkar er dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Gísli. Hann segir Magnús hafa tekið málið af dagskrá félagsmálaráðs vitandi að bærinn væri kominn í tímaþröng með að svara félagsmálaráðuneytinu. „Þegar það var upplýst hvernig umfjöllun hefði verið á bæjarmála- fundi Frjálslynda flokksins þá áttum við enga kosti aðra en að þessu sam- starfi yrði slitið svona,“ segir Gísli. Magnús Þór verður áfram vara- bæjarfulltrúi Karenar, sem hefur ekki áhyggjur af því þótt varamað- ur hennar styðji ekki þann meiri- hluta sem hún stendur að. „Ég er fullkomlega sátt við það sem ég er búin að gera.“ Um möguleikann á að Magnús Þór taki sæti hennar á bæjarstjórnarfundi segir Karen: „Sá möguleiki er fyrir hendi og þá tökum við á því, ef og þá þegar að því kemur.“ Þrír bæjarfulltrúar á Akranesi hafa hætt á kjörtímabilinu og þrír varamenn tekið við. „Það eru meira og minna pólitískir viðvaningar,“ segir Magnús og bætir við að nú skapist algert umsátursástand. Hann segir erfitt að segja til um hvort hann muni fella meirihlutann ef hann taki sæti Karenar „Það yrði bara að ráðast.“ Frjálslyndi flokk- urinn myndar hvergi meirihluta í bæjar- eða sveitarstjórn eftir meiri- hlutaslitin á Akranesi í gær. olav@frettabladid.is Gátu ekki unað við afstöðu Magnúsar Nýr meirihluti tók við bæjarstjórn Akraness í gær þegar bæjarfulltrúi Frjáls- lyndra og óháðra gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Ástæðan er afstaða Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins til móttöku flóttamanna. UMHVERFISMÁL Árlegur vorleiðang- ur Hafrannsóknastofnunarinnar á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni hófst í gær. Í leiðangrinum verður unnið að verkefnum sem lúta að langtíma- vöktun á ástandi sjávar, næringar- efnum, gróðri og átu á hafsvæðun- um við Ísland. Athuganir verða gerðar allt í kringum landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Rannsóknir verða gerðar á hita og seltu sjávar, næringarefnum í sjó, svifþörungum og dýrasvifi. Leiðangursstjóri er Sólveig R. Ólafsdóttir, sérfræðingur á sjó- og vistfræðisviði, og skipstjóri er Ásmundur Sveinsson. - shá Hafrannsóknastofnunin: Árlegur vorleið- angur hafinn BÆJARRÁÐSFUNDUR Þrjúþúsundasti bæjarráðsfundur Akranesbæjar var haldinn hátíðlegur í gær sama dag og tilkynnt var að nýr meirihluti Sjálfstæðismanna tæki við af fráfarandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra. MYND/SKESSUHORN BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton ætlar að berjast til þrautar í kosn- ingaslag Demókrataflokksins, þar sem hún tekst á við Barack Obama um að verða forsetaefni flokksins í haust. „Veljið þann sem þið teljið að verði sigurstranglegasta forseta- efnið í haust,“ sagði Clinton á fundi í Charleston, og beindi máli sínu greinilega til forystumanna flokks- ins sem geta enn haft áhrif á afstöðu fjölmargra ofurkjörmanna. „Sigur í forsetakosningum vinnst í ríkjum þar sem kjósendafylgið sveiflast, og ég hef verið að sigra í slíkum ríkjum.“ Hillary sigraði í prófkjörinu í Vestur-Virginíu á þriðjudag, hlaut tuttugu kjörmenn en Obama fékk aðeins átta. Þessir tólf kjörmenn duga henni þó engan veginn til að saxa á forskot Obamas, sem í gær var kominn með meira en 1.880 kjörmenn en Clinton aðeins með 1.710. Nærri 550 af tæplega 800 „ofur- kjörmennum“ hafa þegar gefið upp afstöðu sína, og hafa 281 þeirra lýst yfir stuðningi við Obama en 165 við Clinton. Ofurkjörmennirnir eru þingmenn, ríkisstjórar og aðrir for- ystumenn flokksins, sem hafa frjálsar hendur þegar til atkvæða- greiðslu kemur á landsþingi í lok ágúst. Þeir ráða því úrslitum og geta enn skipt um skoðun og flykkt sér að baki Clinton, gerist eitthvað óvænt sem gefur þeim ástæðu til þess. - gb Hillary Clinton biðlar til „ofurkjörmanna“ og ætlar að berjast til þrautar: Segist sigurstranglegri en McCain HILLARY CLINTON Ætlar að halda áfram þar til síðasta prófkjörinu lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚRMA, AP Óttast var í gær að ný bylgja hamfara skylli á Búrma með enn fleiri dauðsföllum, þar sem nýr fellibylur virtist í mótun og virtist ætla að stefna yfir sömu óseyra- svæði og fellibylurinn Nargis fór yfir fyrir nærri tveimur vikum. Búrmastjórn segir að Nargis hafi til þessa kostað nærri 35 þúsund manns lífið, svo vitað sé, en að auki sé nærri 28 þúsund manns saknað. Talið er að 1,5 til 2 milljónir manna þurfi á neyðarað- stoð að halda, en Sameinuðu þjóðirnar og aðrar hjálparstofnan- ir hafa til þessa ekki náð að veita nema 270 þúsund manns aðstoð. - gb Óttast fellibyl að nýju í Búrma: Ný hrina ham- fara á leiðinni HELLIDEMBA Í BOGALAY Börnin skýldu sér fyrir úrhellis rigningu með því að breiða yfir sig dúk. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN „Það er fróðlegt fyrir vini og vandamenn að reka inn nefið,“ segir Edda Huld Sigurðar- dóttir, skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar en í dag, föstudag er opið hús í skólanum. Er þá vinum og velunnurum skólans boðið að ganga um skólann og fylgjast með skólastarfinu. Dagskráin hefst klukkan 8.30 með söng nemenda og að honum loknum eru atriði í salnum fram eftir degi. Edda Huld segir nemendur hafa unnið með einkunnarorð skólans sem eru starf, háttvísi, þroski og hamingja. „Afrakstur þessarar vinnu er sýnilegur á veggjum skólans og í ræðu og riti í salnum.“ Hún segir einkunarorðin þau sömu nú og í upphafi skólans árið 1926 og þau enn vera í fullu gildi. - ovd Opið hús í Ísaksskóla: Fróðlegt að reka inn nefið Á SAL Starf, háttvísi, þroski og hamingja hafa frá upphafi verið einkunnarorð skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Svíþjóð hefur handtekið um þrjátíu manns fyrir barnaklám. Talið er að um klám- hring sé að ræða sem dreifist um alla Svíþjóð, að sögn Aftonbladet. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa dreift og tekið á móti barnaklámi á netinu og rætt kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum á umræðuvefjum. Nokkrir í hópnum eru grunaðir um að hafa nauðgað börnum. - ghs Sænska lögreglan: Fjöldahandtaka fyrir barnaklám DÓMSMÁL Gæsluvarðhaldsúrskurð- ur yfir háskólakennara sem grunaður er um ítrekuð kynferðis- brot gegn börnum var í gær framlengdur til 13. ágúst. Maðurinn hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í tvo mánuði en hann er grunaður um kynferðis- brot, meðal annars gegn sínum eigin börnum. Meint brot ná yfir langt tímabil og eru gegn mörgum börnum. Eru nokkur brotanna talin fyrnd. Þar til nýlega var maðurinn kennari við Háskólann í Reykjavík en áður starfaði hann við grunnskóla. - ovd Grunaður um kynferðisbrot: Þriggja mánaða gæsluvarðhald SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.