Fréttablaðið - 15.05.2008, Síða 16

Fréttablaðið - 15.05.2008, Síða 16
16 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR ÍSRAEL, AP George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði í Jerúsalem í gær að sextíu ár lýðræðis í Ísrael gæfu tilefni til bjartsýni á lýð- ræðisþróun um öll Mið-Austur- lönd. „Það sem gerðist hér er mögulegt alls staðar,“ sagði hann við upphaf ferðar um Mið- Austurlönd í tilraun til að blása lífi í friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna. „Markmið Bandaríkjanna verð- ur að vera að styðja okkar helsta bandamann og vinaþjóð í Mið- Austurlöndum ... og tala jafnframt um framtíð sem lofar góðu,“ sagði hann eftir viðræður við Shimon Peres, forseta Ísraels. Bush hefur sagst vongóður um að mögulegt sé að ná samkomu- lagi um frið milli Ísraela og Palestínumanna og stofnun pal- estínsks ríkis áður en forsetatíð hans lýkur í janúar næstkom- andi. Bandaríski utanríkisráð- herrann Condoleezza Rice lýsti því yfir fyrr í vikunni að það væri „ósennilegt, en ekki ómögulegt“ að ná slíku samkomulagi á næstu átta mánuðum. Tveir óbreyttir palestínskir borgarar og þrír skæruliðar voru í gær drepnir af ísraelskum her- mönnum á Gaza-ströndinni. Sprengiflaug sem varpað var frá Gaza sprakk í verslunarmiðstöð í ísraelska bænum Ashkelon. Fjórtán manns særðust. - aa BANDAMENN Olmert, Bush og Peres snúa bökum saman í Jerúsalem í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bush Bandaríkjaforseti tjáir sig um friðarhorfur á ferð um Mið-Austurlönd: Segir Ísrael fordæmi lýðræðisþróunar DÓMSMÁL Ólafur Páll Sigurðsson var í Héraðsdómi Austurlands sýknaður af því að hafa slegið í lögreglubíl. Framburður lögreglu- manna þess efnis dugði ekki til sakfellingar þar sem ekki lágu aðrar sannanir fyrir. Fjórir lögregluþjónar voru á eftirlitsferð við Snæfellsskála. Þeir báru allir að drifið hefði að þeim fólk sem látið hefði illilega. Ólafur Páll hefði verið sýnu æst- astur og þegar bílnum var ekið hægt að hópnum hefði hann lamið nokkrum sinnum á vélarhlífina, sparkað í hlið bifreiðarinnar og lamið í hliðarrúðu við aftursæti. Þá hefði hann tekið upp stein, en lögreglumennirnir yfirgefið vett- vanginn við svo búið. Ólafur Páll sagði allt aðra sögu af atvikinu. Hann hefði staðið á móts við bifreiðina, sem allt í einu hefði farið á fleygiferð og hann kútvelst upp á vélarhlífina. Þar hafi hann náð að bera hendurnar fyrir sig. Lögreglumennirnir báru að skemmdir hefðu verið á vélarhlíf- inni og af þeim hefðu verið teknar myndir. Þær voru ekki lagðar fram fyrir dómi, né heldur var rætt við önnur vitni á staðnum. Þá var ekki lagður fram sundurliðað- ur verkstæðiskostnaður fyrir við- gerðum á meintum skemmdum. Héraðsdómur sýknaði því Ólaf Pál af ákærunum. Málsvarnarlaun hans greiðast úr ríkissjóði. - kóp Mótmælandi við Kárahnjúka sem ákærður var fyrir að berja utan í lögreglubíl: Sýknaður af ákærum lögreglunnar SÝKNAÐUR Ólafur Páll er stofnandi Saving Iceland. Hann segir lögreglu hafa keyrt vísvitandi á sig. NEYTENDUR Talsmaður neytenda hefur boðað fulltrúa Símans og Vodafone á fund sinn. Farið verður yfir nýleg tilmæli um tilkynningar til neytenda um verðhækkanir og hvernig þau hafa verið, eða verða, uppfyllt. Fyrirtækjunum ber að tilkynna viðskiptavinum sínum um verðhækkanir með mánaðar fyrirvara, samkvæmt tilmælun- um. Fulltrúar þeirra beggja féllust á að fylgja tilmælunum. Viðræður hafa staðið yfir um hvernig form tilkynninganna skuli vera. Verði farið eftir tilmælunum hyggst talsmaður neytenda ekkert aðhafast frekar. - kóp Talsmaður neytenda: Boðar símafyr- irtæki á fund Allir velkomnir í Bása! Kaupþing og Pro Golf bjóða landsmönnum öllum frítt í Bása laugardaginn 17. maí frá klukkan 10.00-18.00. Mætið snemma því fyrstir koma, fyrstir fá. Dagurinn er fyrir alla fjölskylduna og verður Grafarkotsvöllur fullur af skemmtilegum þrautum fyrir hressa krakka. Á staðnum verða golfkennarar frá Pro Golf ásamt kynningu og spennandi tilboðum frá: PROGOLF PERÚSKUR SKÆRADANS Þessi bóndi frá Ayacucho í Perú sýndi mikla fimi þegar hann á þriðjudag dansaði hefð- bundinn skæradans í Lima, höfuð borg Perú. ERNESTO BEAVIDES/AFP PHOTOS ÍTALÍA, AP Eiginkona egypsks múslimaklerks, sem var rænt af götu í Mílanó í febrúar 2003, lýsti fyrir rétti þar í borg í gær pyntingunum sem hún segir mann sinn hafa mátt þola í fangelsi í Egyptalandi sem fangi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Réttarhöldin eru hluti af málaferlum gegn 26 liðsmönnum CIA og ítölskum samverkamönn- um sem ítalskir saksóknarar hafa efnt til í því skyni að upplýsa mál Osama Mustafa Hassan Nasr, sem hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa rænt og látið pynta í leynilegu varðhaldi í fjórtán mánuði, í nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum“. Dómari hefur ákveðið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, skuli stefnt sem vitni fyrir réttinn. - aa Réttarhöld í Mílanó: Meðferð meints CIA-fanga lýst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.