Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.05.2008, Qupperneq 18
18 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er nóg að gera enda er ég hálfgerður alltmúligmann, mér leiðist að hjakka í sama farinu,“ segir Friðrik Karls- son tónlistamaður sem hefur verið búsettur í Lundúnum í 12 ár. „Þessa dagana er ég að vinna í upptökum á nýjustu plötu Garðars Thors Cortes. Ég er sem sagt upptökustjóri. Það var afskaplega ánægjulegt að hann skildi vera tilnefndur til verðlauna hér í Bretlandi fyrir síðustu plötu og ég vona að þessi verði ekkert síðri, en Íslendingar munu geta dæmt um það þegar hún kemur út í haust. Svo hef ég lengi verið að vinna fyrir Simon Cowell, sem flestir þekkja sem hinn harða dómara í Idol þáttunum í Bandaríkjun- um. Það má reyndar segja að þar komi hann til dyranna eins og hann er klæddur, hann er ósköp líkur sjálfum sér þegar hann er að hella sér yfir fólk í Idolinu. Þannig að hann lætur menn heyra það ef honum mislíkar eitthvað, en ég hef verið að vinna með honum í mörg ár svo eitthvað hlýt ég að vera að gera sem stenst kröfur hans. Nú er ég að spila í nýju þáttunum hans, Britain’s Got Talent. Þar spila ég undir hjá þeim sem komast í úrslit.“ Það getur verið stressandi að vinna með þessum miður geðþekka dómara. Það kemur sér afar illa fyrir Friðrik sem hefur undanfarin ár samið og gefið út slökunartónlist. „Ég á hús í Almer- íu á Spáni og ég fer þangað annað slagið til að semja slökunartónlist, þar er ró og friður.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FRIÐRIK KARLSSON TÓNLISTARMAÐUR Spilar fyrir Simon Cowell hinn hrjúfa Magnús Þór Hafsteinsson, varabæj- arfulltrúi Frjálslyndra á Akranesi og formaður félagsmálaráðs, telur að Akranesbær sé ekki í stakk búinn að taka við 30 palestínskum flóttamönnum eins og lagt hafði verið til. Af þeim sökum hefur hann lagst gegn hugmyndinni og það hefur vakið sterk viðbrögð í þjóðfélaginu. Hvað segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar? „Mér þykir það nokkuð undarlegt að við í allsnægtaþjóðfélaginu getum ekki tekið við fólki sem býr við bágar aðstæður,“ segir hann. En er þetta ekki rökrétt hjá Magnúsi ef hann telur bæinn ekki í stakk búinn að taka við fólkinu? „Ég held ekki að hann sé að hugsa um hag fólksins. Því miður held ég að hann sé hrein- lega þeirrar skoðunar að hann vilji ekki fá það.“ Fengi fólkið aðrar viðtökur í Hafnar- firði? „Við erum alltaf til í að taka við fólki sem vil búa hjá okkur. Nú þegar búa hér á annað þúsund manns sem er af erlendu bergi brotið og það er mikill fengur í því.“ SJÓNARHÓLL MAGNÚS ÞÓR HAFNAR KOMU FLÓTTAMANNA TIL AKRANESS Eru velkomin í Hafnarfjörð LÚÐVÍK GEIRSSON BÆJARSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI Haldið verður Hamfara- hlaup á næsta ári þar sem hlaupnir verða 206 kíló- metrar frá Herðubreið meðfram Jökulsánni í Ásbyrgi á þremur dögum og gist í tjöldum. Talið er að erlendir hlauparar verði mjög spenntir fyrir hug- myndinni. Stefnt er að því að halda Hamfara- hlaup, lengsta hlaup sem haldið hefur verið á Íslandi, á næsta ári. Hlaupið yrði frá rótum Vatnajök- uls norður að brúnni við Gríms- staði á Fjöllum og þaðan vestan- megin meðfram Jökulsá á Fjöllum niður í Ásbyrgi, alls 206 kílómetra leið, á þremur dögum, eða tæpa 70 kílómetra á dag. Gist verður í tvær nætur á hálendinu, líklega í tjöldum. „Þetta yrði kallað Hamfara- hlaup því að það yrði hamfara- hlaup í Jökulsánni ef Vatnajökull myndi gjósa og hraunið rynni í norður en ekki suður. Þess vegna notum við sama orð,“ segir Soffía Gísladóttir, hlaupari á Akureyri, sem vinnur að því að skipuleggja hlaupið ásamt öðru góðu fólki. Hlaupið yrði haldið samhliða Jökulsárhlaupinu sem haldið er síðustu helgina í júlí ár hvert. Þátt- takendur í Hamfarahlaupinu yrðu ræstir tveimur dögum fyrr þannig að þriðja daginn í Hamfarahlaup- inu væru allir að koma í mark á sama tíma, hvort sem þeir hefðu hlaupið 206 kílómetra í Hamfara- hlaupinu eða í Jökulsárhlaupinu; 32 kílómetra frá Dettifossi, 21 kílómetra frá Hólms ártungum eða 13 kílómetra frá Hljóðaklettum í Ásbyrgi. Soffía telur ekki óraunhæft að halda fyrsta Hamfarahlaupið á næsta ári. „Þetta krefst gríðarlegs undirbúnings og við þurfum fjár- mögnun og mikinn starfsmanna- fjölda í kringum öryggismál. Svo þurfum við að auglýsa erlendis því að það er ekki svo stór hópur innanlands sem hleypur svona vegalengd,“ segir hún. Hlaupaleiðin liggur um hálend- ið þar sem veður getur breyst skyndilega og umhverfið er mjög gróft með stórgrýti og klettum. Fylgjast þarf með hlaupurunum alla leiðina, hvort sem það yrði gert á hjólum, bílum eða með þyrlu. „Við eigum eftir að finna út úr því,“ segir hún. Soffía bendir á að hlaupið yrði mjög sérstakt, ekki bara innan- lands heldur líka erlendis, ekki síst vegna þess að hlaupið er í ein- stökum þjóðgarði langt inni á öræfum og hlaupaleiðin lægi meðfram hinni stórkostlegu Jök- ulsá og Jökulsárgljúfrum. Fara þyrfti um háan klettavegg og klifra í klettum þannig að hlaup- ararnir þyrftu að vera í góðu líkamlegu formi. „Við erum góð ef við fáum tíu til fimmtán hlaupara í fyrsta hlaupið en svo fer þessi hópur hratt stækkandi sem hleypur 100 kíló- metra og lengra svo þátttakend- um fer örugglega ört fjölgandi.“ ghs@frettabladid.is Þriggja daga Hamfarahlaup TÍU TIL FIMMTÁN FYRST „Við erum góð ef við fáum tíu til fimmtán hlaupara í fyrsta hlaupið,“ segir Soffía Gísladóttir, hlaupari á Akureyri, um þátttökuna til að byrja með. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS ■ Eitt mest tilvitnaða ártal 20. aldar er árið 1968 en fyrir réttum 40 árum, í maí 1968, náði stúdentauppreisn í Frakklandi hámarki. Við aðgerðir námsmanna bættust verkföll sem nánast lömuðu samfélagið og það ástand sem við það skapaðist komst nærri því að fella frönsku ríkisstjórnina og forsetann, Charles de Gaulle. Sú hugmyndafræðilega hreyfing sem kennd er við 1968 og þykir einkenna kynslóðina sem var fædd á fimmta áratugnum var alþjóðleg og átti sér ýmsar birtingar- myndir eftir löndum. Sameiginlegir drættir voru meðal annars andstaða við valdboð og höfnun svart-hvítrar tvískiptingar heimsins. UMTALAÐ ÁRTAL 1968 Mikil uppbygging er fyrirhuguð hjá fyrirtæk- inu Kjarnabúð í Bolungarvík og var í síðustu viku skrifað undir 700 milljón króna samning við þýsku ferðaskrifstofuna Kingfisher Reise. Fyrirhugað er að reisa tuttugu hús til gistingar, smíða tuttugu báta til sjóstang- veiða, bryggju fyrir bátana, torgi, verslun og fleiru. Framkvæmdir munu kosta 300 milljónir og að auki tekur ferðaskrifstofan frá fjórtán vikur á ári fyrir viðskiptavini sína. Fyrstu tíu hús og bátar eiga að vera tilbúin næsta sumar, en afgangurinn árið 2010. Soffía Vagnsdóttir er einn forsvarsmanna Kjarnabúðar. „Þetta er stór dagur í Bolungar- vík. Það er stórkostlegt að geta stuðlað að nýsköpun með erlendu fjármagni,“ segir Soffía, en ítrekar að eftir eigi að afgreiða lóðaumsókn fyrirtækisins. Kingfisher Reise er virt ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í sjóstangveiðiferðum. Soffía segir að fulltrúar hennar séu mjög spenntir yfir uppbyggingunni í Bolungarvík. Soffía segir að vonast sé til að heimamenn fái vinnu við uppbygginguna. „Við erum að vinna í að bæði bátar og hús verði smíðuð hér. Það ætti að geta skapað þó nokkur störf. Þar að auki verða til störf í þjónustu þegar uppbyggingu er lokið.“ - kóp Nýsköpun í ferðaþjónustu í Bolungarvík: Ný gistihús, bátar og bryggja ÞJÓÐLEGT Húsin munu verða í þjóðlegum stíl. 700 MILLJ- ÓNIR Skrifað var undir 700 milljóna króna samning í Bolungarvík í gær. Stór samvinnusjóður „Við látum ekkert uppi um þetta en Samvinnusjóðurinn verður mjög stór.“ KRISTINN HALLGRÍMSSON FORMAÐ- UR SKILANEFNDAR EIGNARHALDS- FÉLAGS SAMVINNUTRYGGINGA Markaðurinn 14. maí 2008 Lögfræðidrama „Við erum ekki eins leiðinleg- ir og menn kynnu að halda.“ BRYNJAR NÍELSSON LÖGMAÐUR Fréttablaðið 14. maí 2008 HLAUPALEIÐIN Kortið sýnir hlaupaleið- ina frá rótum Jökulsár á Fjöllum yfir Jökulsána við Grímsstaði og norður í Ásbyrgi. Ásbyrgi Herðubreiðarfjöll Herðubreiðarlindir Ód áð ah rau n Öxarfjörður Vatnajökull HLAUPALEIÐIN Flugöryggisfundur Fimmtudaginn. 15. maí 2008 Hótel Loftleiðum kl. 20:00 DAGSKRÁ Fundarstjóri: Matthías Sveinbjörnsson 20:05 - 20:10 Opnun 20:10 - 21:00 Alvarleg fl ugatvik árið 2007 - Rannsóknarnefnd fl ugslysa [Þorkell Ágústsson / Bragi Baldursson] 21:00 - 21:15 Kaffi hlé 21:15 - 21:40 Viðhald einkafl ugvéla - breytingar [Sigurjón Sigurjónsson] 21:40 - 22:05 Mannlegi þátturinn og einkafl ug [Hlín Hólm] 22:05 Stutt kvikmynd Fyrirspurnir í lok hvers dagskrárliðar. Kaffi veitingar í boði Flugmálastjórnar Íslands Allt áhugafólk um fl ugmál velkomið. Flugvélaeigendur og einkafl ugmenn eru hvattir til að mæta. Flugmálafélag Íslands Flugmálastjórn Íslands Flugstoðir Rannsóknarnefnd fl ugslysa www.fl ugmal.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.