Fréttablaðið - 15.05.2008, Page 47

Fréttablaðið - 15.05.2008, Page 47
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 7landið mitt ● fréttablaðið ● Víkingaskipin setja sinn svip á setrið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sögusetrið á Hvolsvelli er sígildur viðkomustaður þegar ferðast er um Suður- land. Þar er hin víðfræga Njálssaga í öndvegi og um helgar er þar boðið upp á erindi um einhvern af hinum mörgu þáttum þeirrar sögu. Í einum sal Sögusetursins er sýning helguð kaupfélögunum og samvinnuhreyfingunni. Í öðrum er einatt boðið upp á myndlistarsýningar og í anddyrinu er upplýsingamiðstöð ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra. Sagan lifir á Suðurlandi Ýmsir munir úr fornöld skreyta Njálusýn- inguna, svo sem þetta tignarlega sæti. Silfurskart með fornu mynstri er til sölu í Sögusetrinu. Gestir eru leiddir gegnum heim víkinganna. Á kaupfélagssafninu eru margir munir sem nútímafólk á miðjum aldri kannast vel við.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.