Fréttablaðið - 15.05.2008, Side 57

Fréttablaðið - 15.05.2008, Side 57
FIMMTUDAGUR 15. maí 2008 37 UMRÆÐAN Ari Arnórsson skrifar um samgöngumál Eigi almenningssam-göngur að virka þarf að fá almenning í þær. En hvernig? Þannig vill til að almenningur á Íslandi, þau Jón og Gunna, eru í ágætri vinnu og hafa það fínt. Sá almenningur mun kannski aldrei stíga upp í „strætó,“ svona gula díselkassa sem allir þekkja – utanfrá. Líf almennings snýst svo sterkt um ímynd og aðrar viður- kenndar birtingarmyndir hégóm- ans, að jafnvel peningar nægja ekki til að draga Jón og Gunnu út úr einsemd sinni í einkabílnum. Ókeypis í Strætó er sjálfsagt skref, en dugar ekki. Jaðarhópasamgöngur „Strætó“ er ekki kúl. „Feisum“ það. „Strætó“ er jaðarhópasam- göngumáti á Íslandi, ekki almenn- ingssamgöngumáti. Enginn gerir það sem ekki er kúl nema þeir sem ekki eru kúl. Próflausir (vegna æsku, elli eða lögbrota) og bíllausir (jaðarfólk þjóðfélagsins) er ekki almenning- ur, og við skulum bara, jaðarfólk sem peningaspírur, kyngja því. Almenningssamgöngur þurfa að græja sig upp í að vera kúl. Hefðbundnar almenningssam- göngur verða aldrei það sama og að eiga Golf 2,0 og Cruiser 4,5 við dyrnar. Hinsvegar má nálgast kúlheit gljálakkaðs einkabílism- ans án þess að sukka burt milljón- um tonna af innfluttri olíu í nafni „þæginda“ eða sjálfsímyndar. Án þess að tapa meira rými í malbiksauðn. Sitja í umferðarteppu. Eða pól- itískt sukka í „létt- lestir“. Margvíslegar tilraun- ir hafa verið gerðar víða um hinn vestræna heim til að gera Jóni og Gunnu kleift að spara tíma og peninga milli staða án þess að tapa andlitinu. Í hnot- skurn mætti kalla þetta tilraunir til að láta strætó og leigubíl renna saman. Í kring eru tölvukerfi sem veita almenningi aðgang að fari nánast hvaðan í borginni sem er nánast hvert sem er, í rauntíma. Raunhæft er að ætla að neytand- inn hafi að mestu samskipti við kerfið með farsímanum sínum, og tölvulíkan stýrir „bílunum“ á máta sem hámarkar nýtni og þjónustugæði. Þessi kerfi nýta að mestu núverandi samgöngumann- virki og rauntækni dagsins í dag, ekki gærdagsins og ekki morgun- dagsins. Samt myndu Jón og Gunna þrjóskast gegn því að nota slíkt kerfi ef það þætti ekki kúl. Næð- ist Bubbi úr B&L-jeppanum á Miklubrautinni? Sömu þægindi og leigubíll Hér á Íslandi hefur hjá litlu sprotafyrirtæki verið unnið að kerfi á þessum nótum, og sérstak- lega hönnun hentugri farartækja en nú fást. Farartækin eru ekki strætóar, ekki gulir, ekki skrölt- andi, en veita hverjum einstakl- ingi prívatrými þar sem hægt er að lesa, skoða sjónvarp, net, eða lygna augum. Þessi tæki veita sömu þægindi og leigubíll – raunar talsvert meiri – og er markmið þessara áætlana að ná tímanum frá því einstakl- ingur vill fara af stað þar til hann er kominn á áfangastað niður um 40-80 prósent miðað við núver- andi almenningssamgöngur. Kostnaður við að ná þeim mark- miðum er væntanlega meiri en í núverandi kerfi, en notkunin yrði meiri. Kostnaður á farþegakíló- metra virðist geta verið svipaður og nú er í Strætókefinu en þjón- ustan margfalt betri – og jafnvel kúl að nota hana. Ekkert innflutt eldsneyti þarf á flotann, og útflutningsmöguleikar eru afar spennandi. Við sæjum kannski fjárhallirn- ar í Borgartúni fyllast af fólki sem er ópirrað yfir bílastæðum en hefur milli Salahverfis og skrif- borðs tekið stöðuna á OMX. Og sparað tíma. Háskólarnir gætu breytt mal- biksökrum þöktum stúdentajagú- örum í gagnleg hús – eða peninga. Nemar gera heimaverkefnin á leiðinni. Þessi lausn er ekki eins falleg framtíðarmúsík eins og „léttlest- ir“ yfir þökum eða neðanjarðar- hraðbrautir, en raunhæf. Núna. Framtíðin byrjar í dag. Frestum ekki nauðsynlegri neysluhátta- breytingu fyrsta heimsins mörg ár enn fram yfir síðasta söludag. Eigi einkabílismi borgarinnar ekki að mæta kvalafullum dauð- daga innan skamms verður að styðja við hann með öðrum sam- göngum fyrir almenning. Já, almenning. Höfundur starfar við farartækjahönnun. Almenningssamgöngur í stað Strætó og umferðarhnúta ARI ARNÓRSSON UMRÆÐAN Toshiki Toma skrifar um Mannréttindaskrif- stofu Reykjavíkur Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn árið 2006. Í framhaldi af því var mannréttindastjóri ráðinn og Mannréttindaskrifstofa borgar- innar stofnuð til þess að sinna fram- kvæmd samþykktrar stefnu í mannréttindamálum. Mannrétt- indastefna borgarinnar snertir fjöl- mörg málefni þ.á m. jafnréttismál, innflytjendamál, málefni fatlaðra, réttindi samkynhneigðra o.fl. Því má segja að verkefnin sem falla undir umrædda stefnu varði mjög hagsmuni minnihlutahópa borgar- búa. Það var augljóst frá upphafi að mannréttindastjóri gat ekki einn sinnt öllum verkefnunum og síðasta vetur var ákveðið að bæta skyldi þremur starfsmönnum við á skrif- stofuna. Skömmu eftir þessa ákvörðun kom núverandi borgar- stjóri til starfa. Hann virðist frem- ur hafa hagræðingu í borgarkerfinu í huga en mikilvægi þess að hafa virka framkvæmd á mannréttinda- stefnunni, sem hans eigin flokkur samþykkti fyrir tveimur árum, stefnu sem á að tryggja mannrétt- indi sem flestra borgarbúa. Mér þykir mjög leitt að mannréttinda- stjóri gafst upp í aðstæðunum og sagði starfi sínu lausu. Tímabund- inn mannréttindastjóri var ráðinn loksins 6. maí, en ekki þrír starfs- menn sem áttu að bætast við. Það er vissulega mikilvægt að hver borgarstjórnarflokkur ræði þetta mál í sínum hópi og sjálfur er ég ekki hlutlaus þegar kemur að flokkspólitík. En fyrir utan það langar mig að leggja sérstaka áherslu á eitt í þessu sambandi: „Hagsmunir okkar minni- hlutahópa í borginni eru ekki boltinn í leik sem borg- arfulltrúarnir spila!“ Það gerist gjarnan að íhaldssinn- aður meirihluti reynir að skera niður fjármagn til málefna minnihlutahópa, t.d. inn- flytjenda. Ein af ástæðum þess er kannski sú staðreynd að innflytj- endur eða fólk í öðrum minnihluta- hópum á enga sterka rödd í borgar- stjórn sem stendur vörð um þessi mikilvægu málefni. En einmitt vegna þeirrar stað- reyndar, að minnihlutahópar eiga ekki sterka rödd í Ráðhúsi Reykja- víkur, eiga þá borgarfulltrúarnir ekki að hlusta á rödd okkar sér- staklega og heyra okkar sjónar- mið? Eiga borgarfulltrúar ekki að minnast þess að þeir eru einnig fulltrúar minnihlutahópa? Mannréttindastefna borgarinn- ar var samþykkt til þess að tryggja meira jafnrétti meðal allra borg- arbúa. Mannréttindaskrifstofan var stofnuð til þess að þessi trygg- ing réttinda væri í hávegum höfð meðal borgarbúa. Það var rétt leið og sú besta, a.m.k. þangað til önnur betri hugmynd mótast og tekur yfir verkefni Mannréttindaskrif- stofunnar. Nú er borgarstjórinn ekki tilbú- inn að halda áfram á þeirri braut sem áður var samþykkt en hefur heldur ekki sýnt fram á hvað taki við. Slíkt er ekki breyting á stefnu, heldur er það ekkert annað en afturför frá því sem verið hefur. Höfundur er prestur og stjórn- málafræðingur. Hverjir þurfa Mann- réttindaskrifstofu? TOSHIKI TOMA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.