Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 66
46 15. maí 2008 FIMMTUDAGUR Sýningin List mót bygg- ingarlist verður opnuð á morgun í Listasafni Íslands. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna er viðfang hennar tök myndlistar á byggingarlist, en ákveðin togstreita hefur löngum ríkt á milli þessara tveggja greina. Fimm listamenn, erlendir sem innlendir, hafa verið fengnir til þess að vinna verk fyrir sýninguna og gera þeir það hver með sínu nefi. Listamennirnir eru þau Monica Bonvinici, Finnbogi Pétursson, Elín Hansdóttir, Steina og Franz West, en þau eiga það sameigin- legt að hafa talsvert unnið með rými og rýmisskynjun í verkum sínum. Sýningarstjóri er Halldór Björn Runólfsson, en hann er jafnframt safnstjóri Listasafns Íslands. „Listamennirnir umbreyta umhverfi safnsins og takast þannig á við sjálfa bygginguna,“ útskýrir Halldór. „Verkin eru þó innbyrðis afar ólík. Elín Hans- dóttir setur upp völundarhús í einum salnum, Monica Bonvicini ræðst á karllæga byggingarlist með ögrandi verki sínu, Franz West gerir opinbert rými félags- legt og aðgengilegt, Finnbogi Pétursson gerir tilraun með opinn eld og Steina býður upp á afar áhrifaríkt myndbandsverk. Rými safnsins verður því undirlagt og má segja að byggingin þurfi hálf- partinn að hopa fyrir þessum listamönnum.“ Síðasta sýning Listasafns Íslands, Streymið, var samsýning þriggja ungra listakvenna og segir Halldór nýju sýninguna vera rökrétt framhald af þeirri sem á undan fór. „Á sýningunni Streymið var rauði þráðurinn tím- inn og því liggur heldur beint við að takast nú á við rýmið. Fleira tengir þessar sýningar; Streymið sýndi verk þriggja kvenna sem tilheyra sömu kynslóð, en nú höfum við leitt saman fimm lista- menn sem tilheyra hver sinni kyn- slóð og eru fæddir yfir fjörutíu ára tímabil. Það verður því afar áhugavert að sjá hvernig þessar kynslóðir nálgast rými hver á sinn hátt.“ Það hefur vart farið framhjá neinum að byggingarlist og skipu- lagsmál hafa verið talsvert í umræð- unni hérlendis undanfarið. Því má með sanni segja að Listasafn Íslands hafi puttann á púlsinum. „Bygging- arlist, hönnun og myndlist hafa runnið dálítið saman á undanförn- um árum og að mörgu leyti er orðið erfitt að draga skýr mörk á milli þessara greina. Þessi samruni hefur leitt til mikillar grósku og því er tímabært að efna til stórrar sýning- ar á þessari þróun,“ segir Halldór. List mót byggingarlist er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin stendur til 29. júní. vigdis@frettabladid.is Rými safns endurskapað ANDSTÆÐA KARLLÆGRAR BYGGINGARLISTAR Verk eftir ítölsku listakonuna Monicu Bonvicini. Gallerí Dvergur, Grundar- stíg 21, tekur þátt í Listahá- tíð í Reykjavík líkt og flest önnur sýningarrými borgarinnar. Þar verður opnuð í kvöld kl. 20 sýning Helgu Óskarsdóttur, en hún hefur nokkuð gert af því að draga fram og stækka upp smáatriði og þannig fangað falda fegurð í umhverfi okkar. Í sýningarýminu Gallerí Dvergur sýnir Helga nýtt staðbundið verk. Í þessari sýningu nálgast hún viðfangsefni sitt frá nokkuð nýju sjónarhorni þar sem hún smækkar viðfangsefni sitt og horfir á það utan frá. - vþ Minnkað viðfang í Galleríi Dvergi UMHVERFI OKKAR Hluti af verki Helgu Óskarsdóttur í Galleríi Dvergi. Sýning sem heitir hinu hressilega og frakka nafni „Hvaða Eldfjöll?“ verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun kl. 17, en á henni má sjá verk eftir listamennina Halldór Ásgeirsson og Paul Armand Gette. Varla þarf að taka það fram að sýningin er hluti af dagskrá hinn- ar yfirgripsmiklu Listahátíðar í Reykjavík. Verkin á sýningunni eru inn- blásin af hinum fjölmörgu eld- fjöllum Íslands. Í verkum sínum notar Halldór logsuðutæki til að umbreyta grófgerðu hrauni í undursamlega fíngerða glerfugla, en Gette leitar að hinu kvenlega í náttúrunni. Listamennirnir hafa báðir unnið talsvert áður með eldfjöll og frum- kraft þeirra og það er því nokkuð snjöll hugmynd að leiða þá saman á sýningu sem þessari. Paul Arm- and Gette er fæddur í Lyon í Frakklandi 13. maí árið 1927 og hefur haft áhuga á eldfjöllum frá því að hann gekk upp á Vesúvíus tólf ára gamall. Síðan þá hefur hann starfað markvisst að list- sköpun sinni og unnið talsvert með minni úr náttúrunni. Halldór Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann hóf tilraunir með hraunbræðslu snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur síðan þá skapað ótrúlega fínleg verk úr þessum grófa og hrjúfa efnivið. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga og er aðgangur að því ókeypis. Sýningin „Hvaða Eldfjöll?“ stendur til 15. júní. - vþ Hrjúf og fínleg náttúran HRAUN OG BLÓM Verk eftir Halldór Ásgeirsson. Færri komust að en vildu síðast þegar tónlistarmúsin Maxímús Músíkús tróð upp með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. En nú gefst annað tækifæri; Maxímús snýr aftur ásamt hljómsveitinni nú á laugardag og enn eru fáanlegir miðar á tónleikana. Bókin Maxímús Músíkús heim- sækir hljómsveitina hefur selst eins og heitar lummur undanfarn- ar vikur. Í henni segir af kynnum Maxímúsar af heimi tónlistarinn- ar og hljóðfæranna, en höfundar bókarinnar eru tveir meðlimir Sinfóníunnar, þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórar- inn Már Baldursson víóluleikari. Tónleikarnir á laugardag byggja á söguþræði bókarinnar og fá áhorf- endur að upplifa ævintýri Maxí- músar bæði í leik og tónum. Leikarinn Valur Freyr Einars- son flytur söguna og hljómsveitin sér um að búa til viðeigandi leik- hljóð. Trúðurinn Barbara lítur við í heim- sókn, sem og sjálfur heiðurs- gesturinn Maxímús. Stjórn- andi er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir fara fram í Háskóla- bíói og hefjast kl. 14 á laugardag. - vþ Vinsæl og tónelsk mús MAXÍMÚS MÚSÍKÚS Mætir til leiks í Háskóla- bíói, hress og kátur, á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.