Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 2

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 2
2 18. maí 2008 SUNNUDAGUR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 EFNAHAGSMÁL Afkoma íslenskra sveitarfélaga versnar verulega á árinu vegna efnahagsástandsins. Afkoma Reykjavíkurborgar versnar um í það minnsta 1,5 til 2 milljarða á þessu ári. Sveitarfélögin skiluðu ágætu búi á síðasta ári en hræringar í efnahagslífinu undanfarið setja fjárhagsáætlanir í uppnám, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hagsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur margt til; aukin verðbólga, gengisfall krónunnar, kulnun á byggingamarkaði og fleira. Sigurður Snævar, borgarhag- fræðingur, hefur reiknað út tap borgarinnar vegna aukinnar verð- bólgu og einnig vegna lækkandi útsvarstekna. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um fjögurra prósenta verð- bólgu milli áranna 2007 og 2008. Nú stefnir í að hún verði yfir tíu prósent, segir Sigurður. Það eykur kostnað borgarinnar um 1 til 1,5 milljarð króna, þar sem kaup- máttur fjárhagsáætlunarinnar hefur minnkað. Þá virðist sem útsvarstekjur verði umtalsvert lægri en ráð var fyrir gert. Ástæðan fyrir því er sú að þó ekki sé spáð meira atvinnu- leysi en reiknað var með megi gera ráð fyrir því að fólk missi vinnuna og þurfi að taka verr launuð störf. Sigurður gerir ráð fyrir því að útsvarstekjur borgarinnar verði um hálfum milljarði króna lægri en reiknað var með vegna þessa. Fjárhagsáætlun borgarinnar hljóðar upp á um 60 milljarða króna, og 1,5 til 2 milljarða sam- dráttur því 2,5 til 3,3 prósent af fjárhagsáætluninni. Þá er ótalið tekjutap vegna sam- dráttar í sölu á lóðum og bygging- arrétti og samdráttur í fasteigna- sköttum, sem Sigurður segir ekki hafa verið reiknað út. Ekki er hægt að heimfæra þessa útreikninga beint á önnur sveitar- félög, en þó er ljóst að fjárhags- áætlanir þeirra eru einnig í upp- námi vegna verðbólguskotsins. Gunnlaugur Júlíusson segir erf- itt að meta kostnað sveitarfélaga landsins með sama hætti og í Reykjavík, enda margir óvissu- þættir sem hafi áhrif. Þó gefi nið- urstöðurnar í Reykjavík ákveðna vísbendingu fyrir önnur sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu hafa burði til að taka á sig skerðinguna, þó líklega þurfi þau að draga úr útgjöldum til annars en lögbundinna verk- efna. brjann@frettabladid.is Kólnun kostar sveit- arfélögin milljarða Slæmt efnahagsástand rýrir afkomu Reykjavíkurborgar um 1,5 til 2 milljarða króna. Þó er ótalinn samdráttur í sölu á byggingarrétti og lóðum. Útreikning- arnir gefa vísbendingu um stöðu annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. SAMDRÁTTUR Verðbólga og samdráttur í útsvarstekjum mun rýra tekjur borgarinnar um allt að tvo milljarða á árinu. Við það mun bætast tekjusamdráttur vegna minni lóðasölu og lægri fasteignaskatta, segir borgarhagfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞJÓÐASAMSKIPTI Sendiherra Breta á Íslandi fór á föstudag í sérstaka kveðjuferð til Húsavíkur áður en hann lætur af störfum. Á heimasíðu Norðurþings segir að Alp Mehmet hafi tengst Húsavík sérstökum vináttuböndum. „Það lýsir sér kannski best í því að hann skuli gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kveðja formlega. Mehmet mun án efa verða fulltrúi okkar á erlendum vettvangi og kynna okkar ágæta samfélag. Við þökkum honum fyrir komuna og óskum honum og eiginkonu hans alls hins besta í framtíðinni.“ - gar Breski sendiherrann hættir: Fór í kveðjuför til Húsavíkur ALP OG ELAEINE MEHMET Bresku sendiherrahjónin með Guðbjarti Ellert Jónssyni, fjármálastjóra Norðurþings. AFMÆLI „Þetta er besti hestur sem við höfum átt,“ segir Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir, eigandi hestsins Seifs en hún hélt honum veislu í hesthúsahverfi Mosfellsbæjar í gær til að minnast þess að í ár eru þrjátíu ár frá því hann leit dagsins ljós á Breiðavaði í Húnavatns- sýslu. Seif hefur Ósk átt í 25 ár. Hún segir hann enn við hestaheilsu og bregði hún sér enn á bak á honum annað slagið. „Hann þjónar samt börnum sem eru óvön hestum best nú,“ segir Ósk. Fáir hestar ná jafnháum aldri og Seifur sem enn lítur vel út þótt hann sé aðeins farin að grána. Margir færðu honum gjafir í til- efni dagsins en einkum var það svokallað hestanammi sem vakti lukku hjá fáknum aldna. - kdk Fjölskylda í Mosfellsbæ bauð til afmælisveislu aldurhnigins gæðings: Fögnuðu þrítugsafmæli fáksins Seifs ÁSTSÆLL SEIFUR Í hestahúsahverfinu í Mosfellsbæ var fjöldi vina Seifs mættur til að minnast þess að á þessu ári eru þrjátíu ár síðan hann kom í heiminn. Um tauminn heldur eigandi hans Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir en Seif hefur hún átt í 25 ár. Seifur hefur á langri ævi farið um allt land nema Vestfirði og Austfirðina. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA BÚRMA, AP Talsmenn herforingja- stjórnarinnar í Búrma segja að búið sé að veita neyðaraðstoð á svæðum sem verst urðu úti í felli- byl í byrjun maí, og að nú taki upp- byggingarstarf við. Alþjóðlegar hjálparstofnanir draga yfirlýsing- una stórlega í efa. Alþjóða Rauði krossinn telur að um 128 þúsund hafi látist vegna fellibylsins, og að dauðsföllum muni fjölga verulega fái alþjóð- legar hjálparstofnanir ekki að dreifa neyðaraðstoð til um 2,5 milljóna íbúa sem lifðu hamfar- irnar af. Hópar indverskra og taílenskra björgunarmanna komu í gær til höfuðborgar Búrma. Talsmaður taílenska hópsins segir hann hafa fengið leyfi til að fara til hamfara- svæðanna. Indverski hópurinn hefur ekki fengið slík vilyrði. Neyðaraðstoð er farin að berast til íbúa nærri borginni Yangon. Fjær borginni eru enn stór svæði þar sem ástandið er sagt hörmu- legt. Stjórnvöld hafna enn öllum beiðnum alþjóðlegra hjálparsam- taka um leyfi til að dreifa neyðar- aðstoð á hamfarasvæðunum. Franskt herskip kom í gær að strönd Búrma með um 1.000 tonn af mat, vatni og lyfjum. Ekki hefur enn fengist leyfi til að ferja birgð- irnar með bátum og þyrlum beint til hamfarasvæðanna og er nú beðið frekari fyrirmæla. - bj Alþjóða Rauði krossinn telur að 128 þúsund hafi látist í hamförunum í Búrma: Um 2,5 milljónir þurfa aðstoð SLÆMT ÁSTAND Neyðaraðstoð berst nú íbúum nærri borginni Yangon í Búrma, en óttast er að ástandið sé afar slæmt víða á hamfarasvæðinu. NORDICPHOTOS/AFP Sigurður, viltu veðja á úrslitin? „Já það vil ég, og veðja á sigur.“ Gefin hefur verið út ákæra á hendur veðmálafyrirtækinu Betsson. Um nokk- urra ára skeið hefur fyrirtækið auglýst fjárhættuspil og veðmál á vefsíðu sinni í íslenskum fjölmiðlum. Sigurður G. Guð- jónsson er lögmaður Betsson hér landi. KÍNA, AP Eftirskjálfti sem mældist sex á Richter-skala skók Beichu- an-sýslu í suðvestur Kína í gær. Þúsundir íbúa flúðu svæðið þegar fór að rigna þar sem óttast var að Qingzhu-áin myndi flæða yfir bakka sína eftir að skriður stífluðu hana að hluta. Stjórnvöld í Kína töldu í gær að um 29 þúsund manns hefðu látist í skjálftanum, en gera ráð fyrir að talan geti farið yfir 50 þúsund þegar öll kurl verða komin til grafar. Enn finnst fólk á lífi í rústunum, og í gær var 31 árs gamalli konu bjargað eftir að hafa verið grafin í rústunum í 124 klukkustundir. - bj Annar eftirskjálfti í Kína: Fólk flúði vegna flóðahættu FLÓÐAHÆTTA Hermaður ber litla stúlku burt af hættusvæði í Beichuan í gær. NORDICPHOTOS/AFP NAÍRÓBÍ, AP Sómalískir sjóræn- ingjar rændu í gærmorgun jórdönsku skipi sem var á leið til Mógadisjú, höfuðborgar Sómalíu, með hjálpargögn. Áhöfn jórdanska skipsins er í haldi sjóræningjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið. Þetta er í annað sinn sem jórdanska skipinu er rænt en það var einnig gert á síðasta ári. Mörg sjórán hafa verið framin á þessu ári undan ströndum Sómalíu. Sómalísk stjórnvöld kenna Vesturlöndum um tíðni sjórána, þar sem þau láti undan kröfum ræningjanna um lausnar- gjald. - mmr Sjórán algeng við Sómalíu: Skipi með hjálp- argögnum rænt SHARM EL-SHEIK, AP George Bush Bandaríkjaforseti sagði það einbeittan vilja sinn að koma á sáttum milli Ísrael og Palestínu og að gengið yrði frá friðarsáttmála fyrir lok árs. Þetta sagði hann eftir að hafa átt fund með Mahoud Abbas, forseta Palestínu í gær, en Bush var á svæðinu til að taka þátt í 60 ára afmæli Ísraelsríkis. Bush sagði jafnframt að honum rynni til rifja að sjá aðbúnað fólks í Palestínu og vildi ráða bót á högum þeirra. Margir gerðu lítið úr ummælum Bush og heimsókn hans til Palestínu vegna þátttöku hans í 60 ára afmæli Ísraelsríkis. - mmr Deilur Ísrael og Palestínu: Bush vill sættir fyrir lok árs Féll af baki í miðborginni Kona féll af hestbaki við Hafnarhúsið í Tryggvagötu um hádegi í gær. Við fallið meiddist hún á baki og höfði. Konan var með meðvitund þegar sjúkraliðar komu á staðinn og var hún flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. LÖGREGLAN Lúinn ökumaður ók á staur Átján ára ökumaður sofnaði undir stýri á Drottningarbraut á Akureyri í gær með þeim afleiðingum að hann ók á rafmagnsstaur. Háspennulína slitnaði við höggið en ökumanninum var ekið á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Fíkniefnaakstur á Hvolsvelli Tveir ökumenn voru teknir við eftirlit lögreglunnar á Hvolsvelli í gærdag. Við athugun reyndust mennirnir undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.