Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 4
4 18. maí 2008 SUNNUDAGUR 10 tíma lúxusnámskeið í tennis Innifalið: • Öll undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar kennd • Skemmtilegir tennisleikir og reglur kenndar • Fjórir á hverjum velli með einum tennisþjálfara • Hádegisverðarhlaðborð á veitingastaðnum Nítjándu Árangursrík og skemmtileg leið til að læra tennis Verð kr. 24.900 á mann. Verð með sumarkorti í tennis kr. 37.900. Verð með gistingu á Hótel Smára kr. 39.900 Í boði allar helgar í sumar Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á tennishollin.is LÆRÐU TENNIS Á EINNI HELGI UMHVERFISMÁL Þeir sem leigja sér íbúðar- húsnæði geta ekki orðið sér úti um hina umhverfisvænu bláu tunnu frá Reykjavík- urborg. Gjaldið fyrir tunnuna er bundið í fasteignagjöld, eins og önnur sorphirðugjöld. Heildarfjöldi leigjenda í Reykjavík liggur ekki fyrir, en tæplega 6.000 manns þiggja húsaleigubætur. Magn dagblaða, tímarita og markpósts hefur aukist mjög undanfarið, um 76 prósent frá árinu 2003. Til að sporna við því býður borgin upp á bláa sorptunnu. Í hana fer pappír til endurvinnslu og starfsmenn borgarinnar tæma hana reglulega, gegn 7.400 króna gjaldi á ári. Þar sem sorphirðugjald er bundið í fasteignagjöld eru það einungis húseigendur sem hafa með það að segja hvort pappírstunn- an er fengin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborg- ar, segir að ennþá séu sorphirðu- gjöld bundin fasteignagjöldin. Ekki sé því hægt að fjölga eða fækka tunnum nema beiðni komi um það frá eiganda. Innheimtumálin séu til skoðunar hjá Reykjavík. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, segir að á meðan staðan sé svona verði menn einfaldlega að semja við sína leigusala og greiða þeim gjaldið beint. - kóp Bláa pappírstunnan er aðeins fyrir húseigendur: Leigjendur eru undanskildir BLÁA TUNNAN frá Reykjavíkurborg. DÓMSMÁL Fjögur rétthafasamtök hafa á ný höfðað mál gegn eigendum vefsíðunnar Istorrent, þar sem þess er krafist að lögbann á síðuna verði staðfest. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Istorrent. Hæstiréttur vísaði nýverið frá fyrri málshöfðun samtakanna. Á Istorrent gátu notendur skipst á kvikmyndum, tölvuleikj- um og öðrum skrám. Síðan hefur verið lokuð frá því í nóvember vegna lögbannsins. Forsvarsmaður Istorrent segir að krafist verði skaðabóta vegna tjóns sem hlotist hefur af lögbanninu. - bj Lögbann á Istorrent stendur: Nýtt mál höfð- að eftir frávísun UMHVERFISMÁL „Þetta er bara sorglegt,“ segir Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, íbúi við Egilsgötu sem mótmælt hefur því að um fjörtíu stór reynitré á lóð gömlu Heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg voru felld. Halldóra spyr sig hvernig það megi vera að leyfi fáist til að fella tugi trjáa við íbúðagötu án þess að íbúarnir fái að vita að slíkt standi til. Hún segir engan geta sagt sér hvers vegna trén voru felld. „Þá er þetta bara til að gera umhverfið ljótara og eyðileggja,“ segir Halldóra sem telur að trén hefðu náð sex metra hæð í sumar. Sérstakt leyfi yfirvalda þarf til að fella tré sem eru hærri en átta metrar eða eru eldri en 60 ára. - ovd Ósáttir íbúar við Egilsgötu: Trén felld og kurluð niður ENGAR SKÝRINGAR Á FELLDUM TRJÁM Sunna Styrmisdóttir sér mikið eftir trján- um við gömlu heilsuverndarstöðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR JÓHANNESARBORG, AP Forsetafram- bjóðandinn Morgan Tsvangirai frestaði heimkomu sinni til Simbabve í gær vegna hótana um banatilræði. Áætlað er að seinni umferð forsetakosninganna fari fram 27. júní og ætlaði Tsvangirai að hefja kosningabaráttuna gegn Robert Mugabe, núverandi forseta landsins. Tsvangirai hefur dvalist erlendis að undanförnu og var væntanlegur til landsins í gær en vegna hótananna var hætt við. - mmr Forsetakosningar í Simbabve: Tsvangirai kom ekki heim í gær MENNTAMÁL Kennara við Borga- skóla hefur verið vikið frá störf- um vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart stúlkum í 9. og 10. bekk skólans. Brottvikningin tók gildi í byrjun mars. Kvörtuðu nemendurnir undan óþægilegri hegðun kennarans gagnvart þeim og hafði hann meðal annars mynd af stúlku sem hann kenndi á skjáhvílu í tölvunni sinni. Í bréfi sem Inga Þ. Halldórs- dóttir, skólastjóri Borgaskóla, rit- aði foreldrum barna við skólann segir að málið hafi fyrst komið á borð umsjónakennara 11. janúar síðastliðinn. Var þá rætt við kenn- arann og hann beðinn að breyta hegðun sinni en einnig var sál- fræðingi skólans og fleirum greint frá málinu. „Tíminn sem líður frá því þegar fyrstu stúlkurnar sögðu umsjón- arkennara sínum frá líðan sinni til þess tíma er annað mál kemur upp er of langur,“ segir í bréfi skóla- stjórans. Þann tíma hefði kennar- inn fengið til að breyta hegðun sinni en réttum mánuði síðar hafi móðir stúlku í 10. bekk komið með dóttur sinni til fundar við umsjón- arkennara vegna atviks í lok kennslustundar vikunni áður. Í bréfinu segir að stúlkan hafi þegið viðtöl við sálfræðing skólans. Einnig hafi málið verið kynnt í ráðum skólans og reynt að finna leiðir til úrbóta. Í bréfi skólastjórans segir að málið hafi verið þolendum mjög erfitt og að málsmeðferð hafi tekið lengri tíma en allir aðilar vildu. „Engin fordæmi eru til á Menntasviði um mál af þessu tagi og því er enginn ferill til að fara eftir við málsmeðferð. Það ásamt töfum við athugun á málinu varð til þess að málið dróst úr hömlu.“ Þá segir að í kjölfar málsins hafi sviðsstjóri Menntasviðs ákveðið að ferill verði mótaður hjá sviðinu ef mál af þessu tagi koma upp í framtíðinni. Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri segir þá vinnu í bígerð og verið sé að mynda starfshóp sem í munu sitja fulltrúar Menntasviðs, barna- verndar Reykjavíkur, þjónustu- miðstöðvanna í Reykjavík og full- trúi skólastjóra. „Þessi vinna hefst í sumar undir stjórn lög- fræðings Menntasviðs og verður vonandi unnin hratt og örugglega þannig að henni megi ljúka í ágúst eða september,“ segir Ragnar. Inga Þ. Halldórsdóttir skóla- stjóri segir málinu lokið og að hún viti ekki annað en að það sé í fullri sátt. Kennarinn hafi ekki verið kærður vegna málsins. olav@frettabladid.is Kennari sýndi af sér óviðeigandi hegðun Kennara við Borgaskóla hefur verið vikið frá störfum vegna óviðunandi hegð- unar gagnvart stúlkum í skólanum. Engin fordæmi eru fyrir málinu og því eng- inn ferill til að fara eftir. Stefnt er að því að starfshópur skili tillögum í haust. FRÁ BORGASKÓLA Nemendur við skólann kvörtuðu undan óþægilegri hegðun kennara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NOREGUR Axel Stoltenberg, sonur Jens Stoltenbergs, forsætisráð- herra Noregs, er sakaður um að hafa ráðist á nema sem var að dimitera með félögum sínum, eins og hann sjálfur var að gera. Hóparnir höfðu lagt rútum sínum við Fornebu- flugvöll við Ósló þegar meint árás átti sér stað. Stoltenberg neitar ásökuninni. Dimissjón stendur yfir í Noregi þessa dagana og aka stúdentar um í fagurlega skreyttum rútum og skemmta sér. Á norskum vefmiðl- um kemur fram að einn stúdenta- hópurinn haldi því fram að sonur forsætisráðherrans hafi ráðist á rútu og lagt hana í rúst. Málið er til rannsóknar. - ghs Sonur Stoltenbergs: Ásakaður um árás á nema JENS STOLTENBERG Engin fordæmi eru til á Menntasviði um mál af þessu tagi og því er enginn ferill til að fara eftir við málsmeðferð. INGA Þ, HALLDÓRSSDÓTTIR SKÓLASTJÓRI BORGASKÓLA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 14° 12° 7° 12° 14° 14° 17° 11° 18° 23° 28° 16° 21° 19° 33° 19° 15° Á MORGUN Hæg breytileg átt um allt land MIÐVIKUDAGUR Austlæg eða norðaustlæg átt 8 7 7 9 9 9 9 10 9 5 6 7 6 7 8 8 8 9 8 10 6 4 5 4 5 2 2 3 4 2 3 2 MILT EN SKÝJAÐ á öllu landinu með rigningu eða skúrum norðan til. Styttir upp í kvöld og nótt, hægur vindur um allt land og hiti á bilinu 6-10 stig. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur FÉLAGSMÁL Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, var í gær kjörin nýr formaður Rauða kross Íslands. Hún tekur við af Ómari H. Krist- mundssyni, sem var formaður síðastliðin tvö ár. „Ég hef sérstak- an áhuga á því að efla starf Rauða krossins með ungu fólki sem hefur flust til landsins,“ segir Anna. Hún segist ekki hafa mótað nýjar áherslur, en farið verði yfir stöðuna með nýrri stjórn á næstunni. Anna hefur setið í stjórn RKÍ frá 2002, og verið varaformaður frá 2006. - bj Nýr formaður Rauða krossins: Anna Stefáns- dóttir kjörin ANNA STEFÁNS- DÓTTIR GENGIÐ 16.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,7172 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 73,88 74,24 143,94 144,64 114,22 114,86 15,307 15,397 14,518 14,604 12,224 12,296 0,7047 0,7089 119,44 120,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.