Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 7
Nú þegar við fögnum hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, er okkur sönn ánægja að
taka í notkun Íbúagátt Hafnarfjarðar, gagnvirkan þjónustuvef sem staðsettur er á heimasíðu
Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is.
Með opnun Íbúagáttarinnar er m. a. hægt að sækja um þjónustu bæjarins, senda inn formleg
erindi, fylgjast með ferli þeirra í stjórnkerfi nu og koma skoðunum á ýmsum málefnum bæjar-
félagsins á framfæri – hvenær sem er.
Íbúagáttin er framtíðartæki í gagnvirkri þjónustu og nútímalegum sam skiptum. Ég vona að
sem fl estir hafi gagn af þessu nýja tæki og nýti sér það til hins ýtrasta.
á www.hafnarfjordur.is
www.hafnarfjordur.is
Íbúagátt Hafnarfjarðar
Innskráningarsíða 3.
F
A
B
R
I
K
A
N
1.
2.
Mín síða
Málin mín
Umsóknir
Gjöld
Samráð
Hjálp
…
Bylting í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar:
Stiklað á stóru í notkun á Íbúagáttinni:
Upphafi ð
Aðgangur að íbúagáttinni er bundinn kennitölu
notanda. Þú sækir um aðgang og færð sent lykilorð
í heimabankann þinn. Þú ferð inn á Íbúagáttina með
því að smella á hnapp eða fl ipa á www.hafnarfjordur.
is. Þá kemstu inn á forsíðu Íbúagáttarinnar þar sem
þú skráir þig inn með kennitölu og lykilorði.
Öryggið
Íbúagátt Hafnarfjarðar er varin með SSL og öll
samskipti á vefnum eru því dulkóðuð. Nánari
upplýsingar um öryggismál Íbúagáttarinnar eru
á innskráningarsíðunni.
Valmyndin
Aðalvalmynd Íbúagáttarinnar byggist upp af sex
fl ipum; Mín síða, Málin mín, Umsóknir, Gjöld,
Samráð og Hjálp:
Mín síða
Þegar þú hefur skráð þig inn á forsíðu
Íbúagáttarinnar kemstu inn á Mína síðu. Þessa
síðu getur þú sérsniðið að þínum áhugasviðum
með því að breyta stillingum. Eftir að hafa breytt
stillingum birtast t.d. eingöngu þeir tenglar sem
þú vilt sjá á þessari síðu, og þér berast eingöngu
fréttir og fundargerðir sem tengjast þínum
áhugasviðum.
Á Mín síða er einnig hægt að fara beint inn
á einstaka þætti vefsins, t.d. Málin mín og
Gjöld. Þú færð upplýsingar um það hvort þín
bíði skilaboð frá Hafnarfjarðarbæ og getur
fengið beint samband við þjónustufulltrúa hjá
Þjónustuveri Hafnar fjarðar eða átt netsamtal við
bæjarstjóra (á auglýstum samtalstímum). Einnig
getur barnafólk tengst beint inn á Mentor.is og
Leikskóli.is.
Málin mín
Hér færðu yfi rlit yfi r þau mál sem þú ert með í
úrvinnslu og fylgist með framgangi þeirra innan
bæjarkerfi sins.
Umsóknir
Hér getur þú sótt rafrænt um þjónustu á vegum
Hafnarfjarðarbæjar.
Gjöld
Á þessari síðu færðu yfi rlit yfi r þau gjöld sem þú
greiðir til Hafnarfjarðarbæjar.
Samráð
Á þessari síðu hafa bæjarbúar tækifæri til að
tjá sig um einstök mál sem stofnað hefur verið
til af starfsmönnum bæjarins eða pólitískum
fulltrúum.
Gjöld
Hér fi nnur þú hjálpartexta við innihald
Íbúagáttarinnar. Einnig má leita til Þjónustuvers
Hafnarfjarðar ef aðstoðar er þörf eða spurningar
vakna.
ÍBÚAGÁTT
HAFNARFJARÐAR
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
Farðu inn á www.hafnarfjordur.is
og skráðu þig inn á
Íbúagátt Hafnarfjarðar.
Gangi þér vel!