Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 8

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 8
8 18. maí 2008 SUNNUDAGUR Miðvikudaginn 14. maí á Hótel KEA, Akureyri Fimmtudaginn 15. maí í Víkinni, Hafnargötu 80, Reykjanesbæ Mánudaginn 19. maí í Gistihúsinu, Egilsstöðum Þriðjudaginn 20. maí í Skrúðgarðinum, Akranesi Þriðjudaginn 27. maí í Tryggvaskála, Selfossi Fundirnir hefjast kl. 20 – Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á www.samfylking.is SVEITARSTJÓRNARMÁL Þátttaka íslenskra sveitarfélaga í Evrópu- samstarfi hefur stóraukist á síð- ustu árum, enda eiga þau mikilla hagsmuna að gæta í því. Þetta segja Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, og Anna Margrét Guðjóns- dóttir, forstöðumaður Brussel- skrifstofu sambandsins sem opnuð var fyrir tveimur árum. Í samtali við Fréttablaðið nefna þau þessu til vitnis að það er verk- efni sveitarfélaga að framfylgja minnst helmingi allra EES-gerða sem innleiddar eru á Íslandi. Þau segja opnun Brusselskrif- stofunnar hafa breytt miklu í hagsmunagæslustarfinu gagn- vart löggjafarferli Evrópusam- bandsins og EES. En það hamli því starfi að í EES-samningnum er ekki gert ráð fyrir neinni aðkomu sveitarfélaga að því ferli. Unnið sé að því að ráða bót á þessu með því meðal annars að fá EFTA-ríkin til að koma á fót eigin vettvangi fyrir sveitarstjórnar- stigið, sem speglað gæti Héraða- nefnd Evrópusambandsins sem er sú stofnun þess sem gætir hagsmuna sveitar- og héraðs- stjórnarstigsins innan ESB. Nú fer hagsmunagæslustarf íslenskra og norskra sveitarfé- laga, það er sveitarfélaga EFTA- ríkjanna í EES, að mestu fram í gegnum Evrópusamtök sveitarfé- laga, CEMR, en stefnumótunar- nefnd þeirra samtaka fundaði nýlega í fyrsta sinn á Íslandi. Þetta starf fer að sögn Önnu Mar- grétar einnig fram með persónu- legum tengslum við meðlimi við- eigandi fagnefnda Evrópuþingsins og Héraðanefndar ESB, en þeir eru flestir sjálfir sveitarstjórnar- menn, tilefndir af landssamtök- um sveitarfélaga í aðildarríkjun- um. Þá sé líka mikilvægt að vera í tengslum við þá stjórnsýsludeild framkvæmdastjórnar ESB sem sinnir þessum málum („DG Regio“). Aðspurður segir Halldór að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sem slíkt ekki tekið afstöðu til þess hvort það telji hagsmun- um íslenskra sveitarfélaga betur borgið með fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu, en full ástæða sé að hans dómi til að sam- bandið kanni betur þá kosti og galla sem aðild myndu fylgja. Með þeim aðgangi að byggðaá- ætlunum og uppbyggingarsjóð- um sambandsins sem aðild myndi fylgja gæti vissulega verið eftir miklu að slægjast fyrir íslensk sveitarfélög, einkum þau sem liggja fjarri höfuðborgarsvæð- inu, en þar sem skipuleg úttekt á því hefur ekki farið fram væri lítið hægt að segja um það á þessu stigi. Halldór bendir á að íslensk stjórnvöld hafi „keypt sig inn í“ eina af byggðaáætlunum ESB og til skoðunar sé að taka þátt í fleir- um. Þessar áætlanir opni íslensk- um sveitarfélögum möguleika á margvíslegu samstarfi við sveit- arfélög í ESB-löndum. Norðmenn hafi keypt sig inn í fjölda þeirra. audunn@frettabladid.is Ekki gert ráð fyrir sveitar- félögum í EES Íslensk sveitarfélög hafa margvíslegra hagsmuna að gæta í Evrópusamstarfi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill skoða betur kosti og galla Evrópusambandsaðildar fyrir sveitarfélögin. MIKLIR HAGSMUNIR Í HÚFI Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu sambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRETLAND, AP Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, er að reyna að ná vopnum sínum á ný, meðal annars með því að íhuga í alvöru að taka þátt í raunveruleika- sjónvarpsþætti. „Þurri Skotinn“ eins og Brown er stundum kallaður leiddi Verka- mannaflokkinn til sögulegs ósigurs í sveitarstjórnarkosningum í Eng- landi og Wales á dögunum og trú- verðugleiki stefnu hans í efnahags- málum hefur beðið hnekki vegna lánsfjárkreppunnar og óvinsælla skattabreytinga. Þetta hefur orðið til þess að málsmetandi samflokks- maður hans hefur sagt að Brown muni líklega verða að víkja fyrir nýjum flokksleiðtoga fljótlega. Gegn þessum mótbyr teflir Brown fram ýmsum tillögum sem líklegar eru til vinsælda. Í vikunni staðfesti hann að ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka 2,7 milljarða punda að láni sem varið verður til að bæta tekjulágu fólki upp afnám lægsta tekjuskattsþrepsins, sem Brown viðurkennir að hafi verið mistök. Að auki hefur það lekið út að Brown sé að íhuga að taka þátt sem dómari í nýjum hæfileikaleitar- þætti í breska ríkissjónvarpinu BBC. Vinnutitill þáttarins kvað vera „Junior P.M.“ eða ungdóms- forsætisráðherra. - aa Gordon Brown íhugar þátttöku í raunveruleikaþætti: Reynir að auka vinsældir BROSANDI BROWN „Þurri Skotinn“ reynir að fríska upp á ímyndina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÉLAGSMÁL Bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra verða endurskoð- aðir þegar styrkirnir færast undir félags- málaráðuneytið á næstunni. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra í ávarpi hennar á fundi Sjálfsbjargar á föstudag. Uppbætur og styrkir hafa ekki hækkað í mörg ár, og endurskoða þarf þann tíma sem líður milli úthlutana, sagði Jóhanna. Hún sagðist einnig til viðræðu um hvort breyta þurfi skilyrðum fyrir styrkveitingum, og óskaði eftir sjónarmiðum hreyfihaml- aðra um málið. - bj Ráðherra á fundi Sjálfsbjargar: Bifreiðastyrkir endurskoðaðir JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR MENNTAMÁL Háskólinn á Akureyri býður nú í haust, fyrstur háskóla í heiminum, upp á nám í heim- skautarétti. Heimskautaréttur tekur til þeirra lagareglna sem gilda um heimskautasvæðin tvö. Að því er fram kemur í kynningarefni á hinni nýju námsbraut er áhersla lögð á viðeigandi svið alþjóðarétt- ar, svo sem umhverfisrétt, haf- rétt, auðlindarétt og á réttindi frumbyggjaþjóða. Þá nær hann einnig til fullveldismála og ágrein- ings um lögsögumörk á landi og sjó, ásamt fleiru. Stjórnandi nýju námsbrautar- innar er Guðmundur Alfreðsson, prófessor í alþjóðarétti við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð, en meðal samstarfsaðila Háskólans á Akur- eyri í þessu verkefni eru Fróðskap- arsetrið í Færeyjum, háskólinn í Nuuk á Grænlandi og í Rovaniemi í Finnlandi. Þá verður einnig haft samstarf við háskóla í Kanada, Alaska, Rússlandi og Noregi. Margt veldur því að heimskauta- svæðin eru nú æ meir í brenni- depli alþjóðamála. Bráðnun heim- skautaíssins getur opnað nýjar siglingaleiðir og aðgang að nátt- úruauðlindum. „Þetta veldur snar- aukinni eftirspurn eftir fólki með sérfræðiþekkingu á málefnum heimskautasvæðanna,“ segir Ágúst Þór Árnason, sem fyrir hönd HA hefur haft veg og vanda af undirbúningi nýju námsbrautar- innar. Hann tekur fram að námið sé opið bæði löglærðum og fólki úr öðrum greinum félagsvísinda. - aa Heimsnýjung við Háskólann á Akureyri: Meistaranám í heimskautarétti FINNLAND Finnski aðmírállinn Georgí Alafuzoff segir að taka þurfi tillit til þess að rússneski herinn styrkist stöðugt og að sama gildi um rússneskan efnahag. Rússar hafi fimmta stærsta efnahagskerfi heims og þeir muni lenda í miklum átökum á næstu áratugum. Jyri Häkämies, varnarmálaráð- herra Finnlands, segir í norska dagblaðinu Aftenposten að gangi Finnar og Svíar í Atlantshafs- bandalagið vegi norrænu þjóðirnar þungt í bandalaginu. Það myndi ekki aðeins styrkja norrænt samstarf heldur einnig hafa áhrif á tengsl NATO og Rússlands. - ghs Varnarmál Finna: Ráðherra mær- ir vægi NATO HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Sjónum beint að málefnum norðurslóða. FRÉTTABLAÐIÐ/ÆGIR 1 Hvaða leikari fékk á dög- unum sendar ársbirgðir af svitalyktaeyði? 2 Hvar eru verslanirnar þrjár sem BT ætlar að loka? 3 Hvaða íslenski knattspyrnu- maður lék á Wembley í ensku bikarkeppninni í gær? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.