Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 22

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 22
MENNING 4 O brist er afar virtur sýningarstjóri. Hann tók meðal annars saman stóru Kínasýn- inguna sem haldin var í Battersea-stöðinni fyrir fáum misserum, var einn sýningar- stjóra á sýningu bandarískra myndlistarmanna sem hér var á ferð fyrir tveimur árum í sam- starfi við Gunnar Kvaran og er því farinn að vera hér heimavan- ur. Þá hefur hann komið að þing- um Eiðastóls á Héraði, unnið að gerð heimildarmynda með Ara Alexander, meðal annars um Magnús Blöndal Jóhannsson. Aðferð Obrist við undirbúning Tilraunamaraþona hefur víðast hvar verið söm: hann kallar til stóran hóp manna sem getið hafa sér gott orð á alþjóðavettvangi á ýmsum sviðum, gefur þeim frjálst spil innan settra marka, opnar listasöfn upp á gátt og breytir þeim í fundarstaði almennings við höfunda „listar“. Tilraunamaraþonið hófst á föstudag og voru þá margir þekkt- ir einstaklingar með atriði í langri dagskrá. Viðburðinum má skipta í tvo hluta, annars vegar maraþon þar sem hver tilraunin rekur aðra alla opnunarhelgi Listahátíðar og hins vegar sýning á fjölda inn- setninga sem stendur í Hafnar- húsinu mestan hluta sumars. Í fyrrahaust stóð Serpentine Gall- ery Experiment Marathon yfir í tvo daga en niðurstaða þess verð- ur sérstaklega kynnt í Hafnar- húsinu í skála sem Ólafur Elías- son mun hanna með Einari Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt. Obrist, byggir þennan viðburð að nokkru leyti á sýningu sem hann setti upp ásamt Barböru Vander- linden árið 1999 í Antwerpen og hét „Laboratorium”. Gögn frá þeirri sýningu verða einnig hluti af sýningu Hafnarhússins. Við- burðurinn var unnin í samstarfi við Thyssen-Bornemiza samtíma- listastofnunina. Í dag hefst dagskráin þegar kl. 10 með tilleggi hinnar kunnu Dr. Ruth, bandaríska kynlífsfræð- ingsins, tilleggi hinnar skeleggu serbnesku myndlistarkonu, Mar- inu Abramovic og Hans Ulrich Obrist. Marina er ein kunnasta myndlistarkona Serbíu um þessar mundir, fædd 1946 í Belgrad en býr í Hollandi. Hún vinnur mikið í ljósmyndum, gerningum og myndböndum. Nýtir oft líkama sinn sem myndefni og er mynd- heimur hennar ekki ósnortinn af þeim miklu átökum sem einkennt hafa Serbíu á liðnum árum. Hvernig Hans hyggst stefna þess- um konum saman verður án efa spennandi. Marina lýsir verkefni dagsins sem sálarrannsóknar- ferðalagi og kallar eftir þátttöku gesta. Verk Marinu eru í öllum helstu söfnum Evrópu. Aðrir listamenn sem eiga atriði í fyrsta holli maraþonsins í dag eru Þorvaldur Þorsteinsson sem kemur fram fyrir hönd banda- ríska myndlistarmannsins Johns Baldessari en þeir hafa átt sam- starf meðal annars á Eiðaþingum. Hinn kunni upptökustjóri Bowie og U2 með meiru, Brian Eno, verður með hópsöng með þátt- töku gesta úr sal, en þessa dagana er síðasta verk hans með Cold- play að koma á markað. Haraldur Jónsson verður með gjörning tveggja einstaklinga sem eru með skilrúm á milli sín, en er ætlað að skynja tilfinningar hvors annars. Aðrir sem eiga verk í dag fyrir hádegishlé eru Thomas Bayrle, John Brockman og Atilla Csorgo. Tilraunamaraþoninu heldur áfram eftir hádegishlé í dag. Þá verður meðal annars fluttur gjörningur sem hin kunna banda- ríska listakona Carolee Schnee- mann hefur unnið í samvinnu við Erró, þar kemur við sögu ber kona ríðandi á hvítum hesti „live“ Roger Hiorns verður með sinn gjörning í A-sal, meðan hinar til- raunirnar fara fram í fjölnotasal. Tilraun hans hófst á föstudag og lýkur formlega í dag: Bílvél verð- ur dýft ofan í upplausn sem hann hefur blandað sérstaklega áður fyrir framan áhorfendur, þar verður hún látin vera yfir helgina og dregin upp úr í lok sunnu- dags tilraunanna. Búast má við að vélin hafi tekið nokkrum umskipt- um og verði í líkingu við bláa kristallaða segulkubbinn sem prýðir allt kynningarefni Listahá- tíðar. Rirkrit Tiravanija verður með skemmtilega tilraun: hann fær fólk til að innibyrða chili-pipar og mælir blóðþrýsting og fleiri lík- amleg viðbrögð frá því byrjað er að borða og þangað til áhrifin ná hámarki og dofna. Allir eru vel- komnir. Gabríela Friðriksdóttir átti gott samstarf við hönnunarfyrirtækið M/M í París þegar hún gekk frá sýningarskála sínum í Feneyjum fyrir þremur árum en hönnuðirn- ir hafa einnig unnið með Björk Guðmundsdóttur og aðilum sem vinna að uppbyggingu á Urriða- holti í Garðabæ. Þar verður verk Gabríelu afhjúpað á morgun eins og greint er frá á öðrum stað í þessu blaði. Tillegg Gabríelu á maraþoni verður flutt í eftirmið- daginn. Aðrir sem taka þátt í maraþon- inu í eftirmiðdag eru listamenn- irnir Tony Conrad, Kristján Leós- son og Emily Wardill. Obrist hefur látið skrá öll fyrri tilraunamaraþon sem hann hefur staðið fyrir og fólu þeir Ólafur Einari Þorsteini að ganga frá hirslum undir skjalasafnið. Verð- ur það aðgengilegt hér í fyrsta sinn svo almenningur getur kynnt sér þá tilraun að rjúfa einangrun listanna og draga þær inn á svið opinberrar umræðu um fleiri svið mannlegrar tilveru. Í tilefni af Tilraunamaraþoni kemur út bók sem gerir grein fyrir þeim sam- fundum sem Obrist hefur boðað til á liðnum misserum. Tilraunamaraþon Listasafns Reykjavíkur er afar kostnaðar- söm framkvæmd að öllu leyti og nýtur stuðnings margra aðila. Stærstu styrktaraðilar hennar er Orkuveita Reykjavíkur og Ice- landair. Það er ákaflega viðeig- andi að Orkuveita Reykjavíkur sé aðalstyrktaraðili sýningarinnar, þar sem vísindi og listir fléttast saman í sýningunni rétt eins og í nýsköpunarstarfi Orkuveitunnar. Nýting orku, vatns og varma er líka uppistaða margra tilrauna sem gerðar verða í Hafnarhús- inu. Icelandair hefur gert Listasafni Reykjavíkur kleift að bjóða til landsins flestum þátttakendum Tilraunamaraþonsins en í sýning- unni taka þátt um eitt hundrað lista- og vísindamenn, frá tólf löndum og úr fimm heimsálfum. Auk þess eru hingað komnir, víða að, á þriðja tug erlendra blaða- manna sem munu gera sýningun- um og Listahátíð í Reykjavík góð skil í virtum alþjóðlegum lista- tímaritum. Icelandair hefur frá upphafi verið dyggur stuðnings- aðili Listasafns Reykjavíkur og Listahátíðar í Reykjavík og gert menningarstofnunum kleift að bjóða hingað til lands virtum listamönnum og áhrifamiklum blaðamönnum víða úr veröldinni. Þá er bara að mæta og vera með. MARGT Á SEYÐI Í TILRAUNAMARAÞONI Stærsta verkefni Listasafns Reykjavíkur fram að þessu er Tilraunamaraþonið sem nú er hafi ð í Hafnarhúsinu gamla í Grófi nni í Reykjavík. Það er sprottið undan rifjum Listahátíðar sem kallaði til þá Hans Ulrich Obrist og Ólaf Elíasson til að setja saman sýningu helgaða vísind- um og listum. Hans hefur um nokkurt skeið staðið fyrir maraþonum í London þar sem hann starfar, bæði á ICA og í Serpentine Gallery í Hyde Park. Hann hefur kallað hingað mikinn fjölda merkra listamanna. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON MYNDLIST Innsetning í D-sal á annarri hæð Listasafns í Hafnarhúsi eftir Carlos Cruz-Diez. Mynd: Fréttablaðið/Valli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.