Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 22
MENNING 4 O brist er afar virtur sýningarstjóri. Hann tók meðal annars saman stóru Kínasýn- inguna sem haldin var í Battersea-stöðinni fyrir fáum misserum, var einn sýningar- stjóra á sýningu bandarískra myndlistarmanna sem hér var á ferð fyrir tveimur árum í sam- starfi við Gunnar Kvaran og er því farinn að vera hér heimavan- ur. Þá hefur hann komið að þing- um Eiðastóls á Héraði, unnið að gerð heimildarmynda með Ara Alexander, meðal annars um Magnús Blöndal Jóhannsson. Aðferð Obrist við undirbúning Tilraunamaraþona hefur víðast hvar verið söm: hann kallar til stóran hóp manna sem getið hafa sér gott orð á alþjóðavettvangi á ýmsum sviðum, gefur þeim frjálst spil innan settra marka, opnar listasöfn upp á gátt og breytir þeim í fundarstaði almennings við höfunda „listar“. Tilraunamaraþonið hófst á föstudag og voru þá margir þekkt- ir einstaklingar með atriði í langri dagskrá. Viðburðinum má skipta í tvo hluta, annars vegar maraþon þar sem hver tilraunin rekur aðra alla opnunarhelgi Listahátíðar og hins vegar sýning á fjölda inn- setninga sem stendur í Hafnar- húsinu mestan hluta sumars. Í fyrrahaust stóð Serpentine Gall- ery Experiment Marathon yfir í tvo daga en niðurstaða þess verð- ur sérstaklega kynnt í Hafnar- húsinu í skála sem Ólafur Elías- son mun hanna með Einari Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt. Obrist, byggir þennan viðburð að nokkru leyti á sýningu sem hann setti upp ásamt Barböru Vander- linden árið 1999 í Antwerpen og hét „Laboratorium”. Gögn frá þeirri sýningu verða einnig hluti af sýningu Hafnarhússins. Við- burðurinn var unnin í samstarfi við Thyssen-Bornemiza samtíma- listastofnunina. Í dag hefst dagskráin þegar kl. 10 með tilleggi hinnar kunnu Dr. Ruth, bandaríska kynlífsfræð- ingsins, tilleggi hinnar skeleggu serbnesku myndlistarkonu, Mar- inu Abramovic og Hans Ulrich Obrist. Marina er ein kunnasta myndlistarkona Serbíu um þessar mundir, fædd 1946 í Belgrad en býr í Hollandi. Hún vinnur mikið í ljósmyndum, gerningum og myndböndum. Nýtir oft líkama sinn sem myndefni og er mynd- heimur hennar ekki ósnortinn af þeim miklu átökum sem einkennt hafa Serbíu á liðnum árum. Hvernig Hans hyggst stefna þess- um konum saman verður án efa spennandi. Marina lýsir verkefni dagsins sem sálarrannsóknar- ferðalagi og kallar eftir þátttöku gesta. Verk Marinu eru í öllum helstu söfnum Evrópu. Aðrir listamenn sem eiga atriði í fyrsta holli maraþonsins í dag eru Þorvaldur Þorsteinsson sem kemur fram fyrir hönd banda- ríska myndlistarmannsins Johns Baldessari en þeir hafa átt sam- starf meðal annars á Eiðaþingum. Hinn kunni upptökustjóri Bowie og U2 með meiru, Brian Eno, verður með hópsöng með þátt- töku gesta úr sal, en þessa dagana er síðasta verk hans með Cold- play að koma á markað. Haraldur Jónsson verður með gjörning tveggja einstaklinga sem eru með skilrúm á milli sín, en er ætlað að skynja tilfinningar hvors annars. Aðrir sem eiga verk í dag fyrir hádegishlé eru Thomas Bayrle, John Brockman og Atilla Csorgo. Tilraunamaraþoninu heldur áfram eftir hádegishlé í dag. Þá verður meðal annars fluttur gjörningur sem hin kunna banda- ríska listakona Carolee Schnee- mann hefur unnið í samvinnu við Erró, þar kemur við sögu ber kona ríðandi á hvítum hesti „live“ Roger Hiorns verður með sinn gjörning í A-sal, meðan hinar til- raunirnar fara fram í fjölnotasal. Tilraun hans hófst á föstudag og lýkur formlega í dag: Bílvél verð- ur dýft ofan í upplausn sem hann hefur blandað sérstaklega áður fyrir framan áhorfendur, þar verður hún látin vera yfir helgina og dregin upp úr í lok sunnu- dags tilraunanna. Búast má við að vélin hafi tekið nokkrum umskipt- um og verði í líkingu við bláa kristallaða segulkubbinn sem prýðir allt kynningarefni Listahá- tíðar. Rirkrit Tiravanija verður með skemmtilega tilraun: hann fær fólk til að innibyrða chili-pipar og mælir blóðþrýsting og fleiri lík- amleg viðbrögð frá því byrjað er að borða og þangað til áhrifin ná hámarki og dofna. Allir eru vel- komnir. Gabríela Friðriksdóttir átti gott samstarf við hönnunarfyrirtækið M/M í París þegar hún gekk frá sýningarskála sínum í Feneyjum fyrir þremur árum en hönnuðirn- ir hafa einnig unnið með Björk Guðmundsdóttur og aðilum sem vinna að uppbyggingu á Urriða- holti í Garðabæ. Þar verður verk Gabríelu afhjúpað á morgun eins og greint er frá á öðrum stað í þessu blaði. Tillegg Gabríelu á maraþoni verður flutt í eftirmið- daginn. Aðrir sem taka þátt í maraþon- inu í eftirmiðdag eru listamenn- irnir Tony Conrad, Kristján Leós- son og Emily Wardill. Obrist hefur látið skrá öll fyrri tilraunamaraþon sem hann hefur staðið fyrir og fólu þeir Ólafur Einari Þorsteini að ganga frá hirslum undir skjalasafnið. Verð- ur það aðgengilegt hér í fyrsta sinn svo almenningur getur kynnt sér þá tilraun að rjúfa einangrun listanna og draga þær inn á svið opinberrar umræðu um fleiri svið mannlegrar tilveru. Í tilefni af Tilraunamaraþoni kemur út bók sem gerir grein fyrir þeim sam- fundum sem Obrist hefur boðað til á liðnum misserum. Tilraunamaraþon Listasafns Reykjavíkur er afar kostnaðar- söm framkvæmd að öllu leyti og nýtur stuðnings margra aðila. Stærstu styrktaraðilar hennar er Orkuveita Reykjavíkur og Ice- landair. Það er ákaflega viðeig- andi að Orkuveita Reykjavíkur sé aðalstyrktaraðili sýningarinnar, þar sem vísindi og listir fléttast saman í sýningunni rétt eins og í nýsköpunarstarfi Orkuveitunnar. Nýting orku, vatns og varma er líka uppistaða margra tilrauna sem gerðar verða í Hafnarhús- inu. Icelandair hefur gert Listasafni Reykjavíkur kleift að bjóða til landsins flestum þátttakendum Tilraunamaraþonsins en í sýning- unni taka þátt um eitt hundrað lista- og vísindamenn, frá tólf löndum og úr fimm heimsálfum. Auk þess eru hingað komnir, víða að, á þriðja tug erlendra blaða- manna sem munu gera sýningun- um og Listahátíð í Reykjavík góð skil í virtum alþjóðlegum lista- tímaritum. Icelandair hefur frá upphafi verið dyggur stuðnings- aðili Listasafns Reykjavíkur og Listahátíðar í Reykjavík og gert menningarstofnunum kleift að bjóða hingað til lands virtum listamönnum og áhrifamiklum blaðamönnum víða úr veröldinni. Þá er bara að mæta og vera með. MARGT Á SEYÐI Í TILRAUNAMARAÞONI Stærsta verkefni Listasafns Reykjavíkur fram að þessu er Tilraunamaraþonið sem nú er hafi ð í Hafnarhúsinu gamla í Grófi nni í Reykjavík. Það er sprottið undan rifjum Listahátíðar sem kallaði til þá Hans Ulrich Obrist og Ólaf Elíasson til að setja saman sýningu helgaða vísind- um og listum. Hans hefur um nokkurt skeið staðið fyrir maraþonum í London þar sem hann starfar, bæði á ICA og í Serpentine Gallery í Hyde Park. Hann hefur kallað hingað mikinn fjölda merkra listamanna. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON MYNDLIST Innsetning í D-sal á annarri hæð Listasafns í Hafnarhúsi eftir Carlos Cruz-Diez. Mynd: Fréttablaðið/Valli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.