Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 24
MENNING 6
K
arrierebar er kaffihús/
bar/ veitingastaður á
Vesterbro í Kaup-
mannahöfn, á torginu
sem nefnt er eftir kjöti,
Flæsketorvet. Barinn er umkringd-
ur kjötverkunarhúsnæði þar sem
stærðarinnar vörubílar eiga
afdrep milli kjötflutninga. Barinn
opnaði snemma árs og er hugar-
fóstur systkinanna Jeppes og
Lærke Hein. Jeppe er danskur
listamaður sem er þekktur á
heimsvísu og systir hans Lærke
hafði lengi unnið í veitinga- og
næturlífsbransanum í Kaup-
mannahöfn. Að sögn Lærkes laust
hugmyndinni niður í kollinn á
þeim samstundis. „Við vildum
safna saman listamönnum á
heimsklassa og af öllum listsvið-
um og fengum frábær viðbrögð.
Allir sem tóku þátt hjálpuðu til við
að móta barinn með hugmyndum
og gagnrýni,“ útskýrir hún. „Í
raun er allt, sérhver hlutur, allt
frá borðunum til lampanna, til
krananna á barnum hluti af lista-
verki. En Karriere er allt öðruvísi
en listasafn eða gallerí, hér er list-
ina að finna á stað þar sem fólk
hittist yfir mat, kokkteil eða dans.
Verkin deila rýminu með okkur
öllum, verða hluti af upplifun
okkar og svo er jafnvel hægt að
sitja á þeim.“
Á Karrierebar er að finna verk
eftir 32 listamenn og eru þau
meðal annars hluti af innrétting-
unum. Karlaklósettið er til dæmis
eftir Norðmanninn Gardar Heide
Einarsson, lamparnir eftir Ólaf
Elíasson og skjólveggurinn úti er
eftir Bandaríkjamanninn Dan
Graham. Sjálft nafnið á barnum
og skiltið er listaverk eftir Michael
Elmgreen og Ingvar Dragset og
fjallar um hvernig vinskapur og
óformleg félagstengsl nýtast á
framabrautinni og að barir séu í
raun besta „ tengslanetið“ sem til
er. Einnig stendur Karrierebar
fyrir útgáfu mánaðarlegs lista-
dagblaðs sem kallast einfaldlega
Karriere og fjallar um þá lista-
menn sem sýna hverju sinni í rým-
inu og viðburði tengda barnum.
Karrierebar er að finna á
Flæsketorvet 57- 67, DK 1711
Kaupmannahöfn.
FRAMAGJARN
bar
Systkinin Jeppe og Lærke Hein reka barinn „Karri-
ere“ í kjötverkunarhverfi Kaupmannahafnar en stað-
urinn er heilt listakonsept sem skartar meðal annars
verkum eftir Ólaf Elíasson.
MYNDLIST ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON
Sucksass eftir ítalsku listakonuna Monica
Bonvicini ( f. 1965) Í fjarska virðist orðið „
success“ standa á hálsfestinni sem allir þjónar
á Karrierebar bera um hálsinn. Orðið sucksass
er hins vegar mun meira ögrandi og má skilja
bæði sem skipun eða beiðni. Verk Bonvicini eru
djörf og beinskeytt og einkennast af kynlífi,
völdum, tungumáli og arkitektúr og hún hefur
meðal annars sýnt verk sem fjalla um sadó-
masó kynlíf og spurningalista sem hún sendi til
verkamanna og spurði til dæmis: „Hvað finnst
konunni þinni um hrjúfar hendur þínar? “
Fountain eftir ítalska listamanninn Massimo Bartolini
( f. 1962) Vaskur í miðjum barnum þar sem vatnið
spýtist upp úr niðurfallinu í stað þess að renna úr
krananum. Bartolini er upptekinn af vísindum og
arkitektúr barokktímabilsins sem hann blandar við
nútímalegan skilning á rökleysu og því afstæða.
Dividing Wall eftir bandaríska listamanninn Dan Graham ( f. 1942) Graham hefur lengi fengist við skilrúm í verkum sínum, meðal
annars í vídeóverkum frá áttunda áratugnum þar sem hann skoðar hvernig skilrúm bæta samskipti frekar en að hindra þau. Á
Karrierebar er skilrúmið gert úr gegnsæju gleri, speglum og stáli. Sumstaðar er hægt að heyra í gegnum skilrrúmið og sjá í gegn-
um önnur en allstaðar bregður fyrir spegilmynd af þér sjálfum.
The Mona Lisa Toaster eftir danska
listamanninn Kristoffer Akselbo
( f.1975) allt brauð sem er ristað
á Karrierebar er hluti af listaverki
Askselbos þar sem sjálf Móna Lísa er
brennd á brauðið sem er borið fram
á morgnana og í hádeginu. Verk da
Vincis hefur verið fjöldaframleitt og
birtist til dæmis á póstkortum, púslu-
spilum og bolum. Hér vísar Akselbo
til popp-listar í anda Warhols en með
brauðristinni vildi hann koma með
eitthvað stórfenglegt inn í daglegt líf
hins almenna neytanda.
Þjóðmenningarhúsið – The Culture House
National Centre for Cultural Heritage
Hverfi sgötu 15, 101 Reykjavík
Sími 545 1400, www.thjodmenning.is
Sýningar - leiðsögn - verslun
Opið daglega kl. 11.00 – 17.00
Leiðsögn án endurgjalds í boði fyrir skólahópa.
Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 á
mánu dögum og föstudögum. Veitingar á virkum dögum.
Myndlistarsýning Húberts Nóa í verslun.
Handan um höf – Helgi Hálfdanarson Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir Ferðalok – Jónas Hallgrímsson 1807–1845 Surtsey – jörð úr ægi
SÝNINGAR Á
ÖLLUM HÆÐUM