Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 26

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 26
MENNING 8 jósmyndin hér á síðunni var tekin af einum ljósmyndara Myndablaðs Alþýðunnar 1953. Mao Zedong hafði nýlokið við að skrifa kalligrafísk- um stöfum „Fögnum góðum verklokum við Guanting-lónið“. Hann var sextugur. Maðurinn sem situr við hlið hans var Wang Sen, tengdafaðir minn og verkefnisstjóri við byggingu stíflunnar. Ljósmyndin birtist líklega í fleiri dagblöðum á sínum tíma. Þótt ég hafi séð hana hef ég örugg- lega ekki veitt henni athygli, enn síður gat mér komið til hugar að fimmtán árum síðar giftist ég syni verkefnisstjórans, Wang Dejia, og yrði tengdadóttir manns- ins sem sat á brún stíflunnar bros- andi á spjalli við „Leiðtogann mikla“. Ég sá myndina fyrst á tíma menningarbyltingarinnar 1968. Ég rakst á hana í skjalarusli undir bunka af bútasaumsteppum. Á þeim tíma voru ljósmyndir af fólki með Mao í miklum metum, nánast dýrgripir með verndar- kraft. Þær voru rammaðar inn og hengdar upp á áberandi stöðum á heimilum fólks, jafnvel þótt við- komandi heimilismaður væri á myndinni á stærð við baun. Ég kallaði upp yfir mig: „Hve- nær var þessi mynd tekin af þér með Mao formanni?“ Tengdafaðir minn sat við uppáhaldspilin sín sem voru orðin svo slitin að hann einn gat greint á milli þeirra. Hann leit upp og svaraði mér engu. Maðurinn minn, Dejia, sagði heldur ekki neitt. Það var augljóst að báðir vildu síður að myndin væri tekin fram. Það var mörgum árum síðar að Dejia sagði mér að faðir hans, maður sem hafði byggt helstu stíflur ríkisins og „barist allt sitt líf fyrir Flokkinn“, hafi eitt sinn hvíslað að sér: „Byggðu stíflu og ánni blæðir út.“ Það var seint á níunda áratugnum og ég var orðin virk í hópi umhverfis- verndarsinna sem barðist gegn Þriggja gljúfra stíflunni í Yangtze- fljóti. Hópurinn var að rannsaka hvað hafði gerst við eldri stíflu í Sanmen-gljúfri í Gulafljóti og við vorum tekin til við að berjast opinberlega fyrir vernd fljóta og vatnsbóla í Kína. Ekki spurði ég hvenær tengda- faðir minn hafði sagt þetta. Þótt ekki hafi það verið svo snemma sem 1968 þegar ég fann gömlu ljósmyndina, hlýtur hann að hafa hugsað á svipuðum nótum strax þá. Kína mátti þola grimmilega hungursneyð í kjölfarið á Stóra stökkinu á sjötta áratugnum. Þá voru menn hvattir til að „setja sem mestan kraft í að byggja vatnsvirkjanir sem víðast“. Það leiddi til þess að embættismenn og flokksleiðtogar skipuðu fyrir um byggingu stífluvirkjana í fjölda smærri vatnsfalla. Þegar æsingurinn í Stóra stökkinu var liðinn hjá hafði hann í för með sér hörmungar, mikla fólksflutninga til sveita og hungursneyð. Veik- burða bakkar og stíflur sem láku voru um allt land. Þegar leið á sjöunda áratuginn var ráðuneyti vatnsvirkjana, þar sem tengdafaðir minn vann, á fullu að bæta fyrir þann mikla umhverfisskaða sem Stóra stökk- ið leiddi af sér. Jafnvel fæðingar- bær hans sjálfs í Jixian í Hebei- héraði var eyðilagður. Þorpið hans fór undir vatn þegar Jizhou-á var stífluð og Yuqiao-lónið búið til, ekki hundrað kílómetra frá Guant- ing-vatnslóninu. Íbúar úr hundrað fjörutíu og einu þorpi máttu flytja vegna þessa mannvirkis. Þeir hefðu borið sig betur ef virkjunin hefði komið þeim til góða. Raunin varð sú með Yuqiao- lónið að mennirnir á bak við fram- kvæmdina höfðu brugðist við rannsóknir á berggrunni stíflunn- ar. Tveggja kílíómetra löng stífla var byggð á sendnum jarðvegi. Ekki liðu nema fá ár þegar vatn tók að seitla gegnum stífluna og gríðarstórt mýrarsvæði varð til fyrir neðan stífluna. Fimmtíu þús- und ekrur af ræktarlandi eyði- lögðust sem fætt höfðu eina milj- ón íbúa í sex héruðum meðfram ánni. Deiian sagði mér að eftir hafi verið hrjóstrugt eyðiland sem ekki gaf af sér nægilega til að standa undir ábúð. Bændurnir voru löngu hraktir burtu en sneru aftur til yfirgefinna þorpa og tóku að til við rækt á ný, en drógu fram lífið á broti af þeirri uppskeru sem þeir áður höfðu. Flestir þeirra eru enn á opinberu framfæri. Nú um stundir eru yfirvöld í Peking að undirbúa komu kepp- enda og annarra gesta sem leggja höfuðborg Kína undir sig í ágúst á Ólympíuleikunum 2008. Áður óþekkt framkvæmdasemi hefur breytt borginni. Gestir munu vita- skuld hugsa mest um hver stekk- ur hæst og hleypur hraðast. Pek- ing skal sýna glæsileik í húsagerðarlist hins „ört vaxandi“ Kínaveldis: hinn stórfenglega Ólympíuleikvang, Hreiðrið, Vatnsteninginn sem byggður er fyrir vatnsíþróttirnar, öll nýju lúxushótelin, nýju sjónvarpsbygg- inguna sem Rem Koolhaas hann- aði og vegakerfið umhverfis borg- ina með öllum sínum akreinum. Bændur í nágrenni borgarinnar búa við herta skömmtun á vatni, en í miðborginni fagna ráðamenn hönnun á einstökum gosbrunnum sem verða til í tíma fyrir Ólymp- íuleikana. Þarna á meðal er stórt vatn sem umlykur títaníumklætt egglaga Þjóðleikhús, næst Þjóðar- höllinni rétt handan við Tianamen- torgið. Þar má líka nefna stærsta gosbrunn heims við Shunyi-vatna- garðana sem spýtir vatnssúlum 134 metra í loft upp. Garðarnir eru byggðir í uppþornuðum far- vegi Chaobai-fljóts. Og þá má nefna hundruð golfvalla sem gerð- ir voru í borginni. Þær alræmdu ÞORSTLÁTUR DREKI á Ólympíuleikum Dai er kunn andófskona og umhverfissinni í landi sínu, Kína. Hún býr í Peking. Verk hennar eru bönnuð í Kína. Vatnsteningurinn - þjóðarsundhöllin í Peking, sem er byggð til að hýsa helstu sundviðburði á Ólympíuleikunum í sumar. Myndin var tekin í febrúar þegar húsið var lýst upp í fyrsta sinn. MYND/FENG LI/GETTY IMAGES Kínverski umhverfi sverndarsinninn og andófskona Dai Qing hefur um árabil verið í framvarðasveit þeirra landa sinna sem vara við þeim háska sem Kína stefnir í vegna látlítillar uppbyggingar í landinu. Í grein sinni frá liðnum vetri bregður hún upp annarri mynd af Ólympíu- leikunum en við þekkjum. Viðvaranir hennar um nám í grunnvatni eru skyldar athugasemdum íslenskra vísindamanna um djúpboranir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.