Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 58
ATVINNA
18. maí 2008 SUNNUDAGUR28
Tannsmíði er vanda-
samt starf því tann-
smiðum er ætlað að
endurgera þá líkams-
hluta sem stundum eru
nefndir perlur andlits-
ins.
Tannsmíði er löggilt iðn-
grein, en til að öðlast rétt-
indi sem tannsmiður er
bæði hægt að læra fagið
á Íslandi jafnt og erlend-
is. Tannsmiðaskóli Íslands
er starfræktur við Vatns-
mýrarveg í Reykjavík og
eru þrír nemendur teknir
inn ár hvert í skólann.
Inntökuskilyrði í skól-
ann eru að nemandi hafi
lokið grunnskólaprófi og
hafi jafngildi stúdents-
prófs í ensku og norð-
urlandamáli, auk undir-
stöðuþekkingar í efna-
fræði. Námið tekur fjögur
ár sem skiptast í bóklegan
og verklegan hluta. Fyrstu
þrjú árin fer kennsla fram
í skólanum, en á lokaárinu
fara nemendur í starfs-
þjálfun á tannsmíðaverk-
stæði hérlendis eða er-
lendis.
Hægt er að skipta tann-
smíði í plast-, málm- og
postulínsvinnu. Plast-
vinna felst í gerð heil-
góma, partgóma, bráða-
birgðaparta, fóðrana og
tannréttinga. Málmvin-
an felst í gerð einstakra
krónu og brúarsmíði, upp-
byggingar og stálgrindur.
Postulínsvinna er fólgin í
að leggja postulín á und-
irstöðu til að skapa endan-
legt form og velja lit á þá
tönn sem við er átt.
Tannsmiðastarfið krefst
ýmissa tækja og verkfæra
sem bæði eru sígild og ný-
tískuleg. Tannsmiður þarf
að hafa listrænt auga fyrir
litum og litbrigðum, en
einnig útsjónarsemi og til-
finningu fyrir heildarsvip
þegar kemur að uppstill-
ingu á gervitönnum. Því
má segja að tannsmíði sé á
mörkum þess að vera iðn-
grein og listgrein, en þeir
sem læra vilja tannsmíði
þurfa líka að hafa fínt
handbragð bestu iðnaðar-
manna. Tannsmíði er því
iðngrein fyrir laghenta,
þolinmóða og vandvirka.
Umsóknarfrestur í
Tannsmiðaskóla Íslands
er til 1. júní. Með umsókn
þarf að fylgja staðfest
afrit af prófskírteinum,
læknisvottorð um almennt
heilsufar og vottorð um
óbrenglað litskyggni.
Heimild: Heimasíða Tannsmiðafé-
lags Íslands.
Tannsmiðir smíða gervigóma, lausa tannhluta, postulínsbrýr, stakar
krónur og implönt, en að baki slíkra verka liggur mikil og vanda-
söm vinna.
Háskólinn á Bifröst
býður upp á nýja þjón-
ustu við fyrirtæki í leit að
starfsfólki og nemendur
í leit að starfi. Þjónustan
ber heitið Framatorgið og
hóf nýlega starfsemi sína.
Atvinnuþjónustan Framat-
orgið hóf nýlega starfsemi
sína hjá Háskólanum á Bi-
föst. Þetta er vettvangur á
vefnum þar sem fyrirtæki
og nemendur Háskólans á
Bifröst mætast. Þar býðst
fyrirtækjum að birta starfs-
auglýsingar sér að kostnað-
arlausu og fá um leið beint
aðgengi að nemendum skól-
ans. Atvinnuauglýsingarn-
ar eru eingöngu aðgengileg-
ar nemendum Háskólans á
Bifröst sem eru innskráð-
ir á vef skólans. Einnig er
mögulegt fyrir fyrirtæki
að óska eftir samstarfi við
nemendur á þessum vett-
vangi vegna misserisverk-
efna eða lokaverkefna að
því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Bifröst.
Sjá www.bifrost.is . -rh
Framatorg opnað
Framtíðarstarfið fyrir nemendur Bifrastar gæti leynst á nýstofnuðu
framatorgi skólans.
HVERNIG VERÐUR MAÐUR
TANNSMIÐUR?
Perlur andlitsins
0
Lyf skipta sköpum!
„Lyf eru nauðsyn
í nútímasamfélagi!”
„Í starfi mínu er ég daglega minntur á hve lífið er mikið kraftaverk og
að það eru forréttindi að fá að vinna við að lækna og líkna. Vönduð
og vel rannsökuð lyf skipta þar oft sköpum, bæði þau lyf sem byggja á
gömlum og traustum þekkingargrunni og hin sem eru þróuð á grunni
nútímaþekkingar í lyfjafræði og vísindalegri læknisfræði.
Án lyfja hefði framþróun heilbrigðismála orðið með öðrum hætti.
Mannkynið stæði verr. Að baki lyfjaframleiðslu liggur gífurleg vísinda-
vinna til að tryggja að lyfin skili sem bestri verkun með fyrirsjáanlegum
hætti. Lyf eru nauðsyn í nútíma þjóðfélögum og ein meginstoð öflugs
heilbrigðiskerfis.“
Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir, forstöðumaður fræðasviðs, Kvennasviði LSH.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
– ódýrari valkostur
Vantar
þig
auka-
pening?
Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu
fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á
morgnana. Um er að ræða holla og hressandi
útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins
vegar um helgar.
Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu
þig og fáðu borgað fyrir það.
Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild
Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt
að sækja um á www.posthusid.is
Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is
Pósthúsið er ungt og öflugt
dreifingarfyrirtæki á sviði
blaða- og vörudreifingar.
Hjá Pósthúsinu starfa um
sjöhundruð manns að
uppbyggingu á fjölbreyttum
og skemmtilegum vettvangi.
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
S
ÍA