Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 71

Fréttablaðið - 18.05.2008, Page 71
41 MENNING9 Á síðustu árum hefur nýr myndheimur Asíu-landa opnast Vestur-landabúum, ekki aðeins myndlist Jap- ana og Kínverja, heldur fer vegur myndlistarmanna frá öðrum lönd- um álfunnar vaxandi: Indland bankar á dyrnar og margir spá að framundan sé mikill vöxtur í áhuga heimsins á indverskri myndlist. Helst vöxtur og áhugi á myndlistarsviðinu hönd í hönd við aukna velsæld í þessum löndum og hraðar för þeirra í átt að vest- rænum gildum í lífsstíl og atvinnu- þróun. En Kína var spori á undan öllum öðrum þjóðum Asíu og róttæk umbylting viðfangsefna kín- verskra myndlistarmanna hefur þegar valdið nokkrum skjálfta á Vesturlöndum. Stórar sýningar frá vaxandi hópi kínverskra myndlistarmanna hafa sett sterk- an svip á sýningarhald stærstu safna Vesturálfu samfara því sem verk eftir helstu listamenn þess- arar hreyfingar hafa hækkað ört í verði á heimsmarkaði. Nú gefst íslenskum áhuga- mönnum um myndlist einstakt tækifæri til að standa augliti til auglitis við verk helstu meistara Kínverja. Stór málverk og högg- myndir eftir nokkra helstu sam- tímalistamenn Kínverja eru nú til sýnis í Listasafni Akureyrar og ættti enginn áhugamaður um myndlist að láta sýninguna fram hjá sér fara en hún opnaði í gær og stendur fram til 29. júní. Heiti sýningarinnar, Augliti til auglitis, eða Facing China, endur- speglar meginstef hennar, mann- inn og andlitið, sem sjá má í mál- verkum og skúlptúrum eftir níu kínverska samtímalistamenn. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun, Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi. Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska listaverka- safnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til þess að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda verk- anna, Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, hinn þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti gagnrýnandi kínverskrar mynd- listar, Li Xianting, sem stundum er kallaður guðfaðir samtímalist- arinnar þar í landi. Þá hefur Lista- safnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem í ár er að miklu leyti helguð alþjóð- legri myndlist. Frá Akureyri ferð- ast sýningin víða um lönd og verð- ur hún meðal annars sett upp í söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. „Skandinavíuför“ hennar lýkur árið 2010, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frum- kvæðið að skipulagningu alþjóð- legrar farandsýningar af þessari stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson forstöðumað- ur Listasafnsins á Akureyri. Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við stef sýningarinnar, sem er manneskj- an, fas hennar og fés, og þar af sprettur heitið, Facing China. En þótt líta megi á sýninguna harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að standa „augliti til auglitis við eitthvað“ þýðir að takast á við veruleikann. Sýningin býður því birginn að mögulega kvikni ein- hverjar væntingar til kínverskrar listar um að hún sé annaðhvort sprottin af eintómri pólitík eða seiðandi „exótík“ og öðrum hefð- bundnum grillum. Málverkin og skúlptúrarnir á sýningunni eru ekki til marks um „Kínverjaskap“ þessara listamanna. Þess í stað afhjúpa þau steríótýpur, beina sjónum okkar frá hinu dálítið kunnuglega að djúpri sjálfshygli þegar við leiðum augun um andlit- in og líkamana sem bregður fyrir í verkunum. Þau afhjúpa persónu- legar og andlegar sneiðmyndir af fólkinu sem þau sýna, og mann- lega eiginleika sem eru almennari en áhorfandinn kann að gera sér í hugarlund við fyrstu sýn. Aðal- styrktaraðili sýningarinnar er Samskip sem veitti aðstoð við flutning á verkunum til landsins. Sýningunni lýkur 29. júní og er safnið opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 12–17. AUGLITI TIL AUGLITIS Í gær var opnuð með viðhöfn í Listasafni Akureyrar sýning á kínverskri sam- tímalist. Er sýningin eitt merkilegasta tillegg á Listahátíð og mun fara víðar enda sett saman af staðgóðri þekkingu á því mikla umróti sem myndlist Kína hefur gengið í gegnum á liðnum áratugum. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Zhang Xiao- gang, Félagi, 1999, 60x50, olía á striga. Birt með góðfúslegu leyfi listamanns- ins, eigenda og Listasafns Akureyrar. Mao Zedong og Wang Sen 1953. Myndin er tekin við vígslu stærsta uppistöðulóns Kína fjórum árum eftir byltingu. vatnssugur ná yfir 20 þúsund ekrur og innfluttar þökurnar taka sitt af minnkandi vatnsforða borg- arinnar og þeirra sem hana byggja. Fyrir þremur öldum hefði umhverfi borgarinnar staðið undir þessum vatnsaustri, jafnvel fyrir einni öld. Borgin er umkringd fjöllum á þrjá vegu. Fimm vatns- upprettur sáu henni þá fyrir nægu vatni og nærri henni var fjöldi vatna og mýrarfláka með streym- andi lindum með tæru og hreinu vatni. Hér var ríkt land og frjó- samt og hér stóðu fimm borgir í tíð keisaranna. En Peking okkar daga er önnur. Vatnsból hennar eru tóm að níu tíundu og allar ár sem hjá henni renna eru í sögu- legu lágmarki. Grunnvatnstuðull undir borginni hefur lækkað ískyggilega sökum rányrkju um langt skeið. Ekki er hægt að kenna loftlags- breytingum um. Borgin hefur búið við langvarandi þurrka í nær átta ár en vandinn er alvarlegri og dýpri. Borgarþróun í Peking hefur verið ör frá árinu 1949; borgin hefur áttfaldast að íbúafjölda. Hana byggðu 2,2 milljónir árið 1948 en nú búa þar 18 milljónir. Borgin þekur nú landsvæði sem er fimmtíu sinnum stærra en var þá. Vatnsnotkun er þrjátíu og fimm sinnum meiri en fyrir sex- tíu árum. Jafnvel neysla á vískíi hefur hundraðfaldast á síðustu árum. Og hvað með neyslu vatns í borginni sem heldur ungum og öldnum, ríkum og fátækum á lífi? Að meðaltali hafa íbúar í Peking þrjú hundruð kúbikmetra af vatni til neyslu á mann, einn áttunda af meðaltali allra Kínverja, sem eru 2200 kúbikmetrar. Einn þrítugasta af heimsmeðaltalinu. Meðan á Ólympíuleikunum stendur munu borgarbúar njóta nægra birgða af vatni, meiri birgða en þeir hafa áður séð. Sér- stakar lagnir frá nálægum héruð- um munu flytja vatnið til borgar- innar svo nú geta borgarbúar notað kranavatn til drykkjar í fyrsta sinn − en aðeins meðan á leikunum stendur. Meðan múgur- inn fylgist með afrekum í vatns- íþróttum og fagnar veit hann ekki að ekki er keppt við bakka Chao- bai-fljóts. Fljótið er manngert, byggt með stíflugörðum við fljót- endana á uppþornuðum árfarvegi, sem er fylltur með vatni sem dælt er upp úr iðrum jarðar. Og hvað gerist eftir Ólympíu- leikana? Herför Maos Zedong og félaga hans, leiðtogasveitar kommúnista, til að ná tökum á náttúru landsins leiddi til eyðing- ar víðáttumikilla skóga. Grösug svæði breyttust í örfoka land, vot- lendi var þurrkað upp og lagt undir jarðrækt og fljót og ár stemmdar. Gáleysisleg og ábyrgð- arlaus rányrkja á náttúrulindum á liðnum áratugum hefur leitt til þeirrar stöðu sem borgin er í nú. Tengdafaðir minn var forspár í aðvörunum sínum. Guanting- miðlunin sem Mao Zedong páraði orð sín á 1953 var fyrsta stóra miðlunin í Kína og geymdi fjórar billjónir kúbikmetra. Í fjóra ára- tugi var miðlunin helsta vatnsból Peking. Í dag er hún tóm að þrem- ur fjórðu og hefur ekki veitt vatni til borgarinnar í tíu ár. Miyun- miðlunin, hin líflína borgarinnar í Chaobai-fljóti, skilar einum tíunda af upprunalegum afköstum. Hún sér borginni fyrir einum tíunda af því vatni sem borgin þarf. Til þess að bæta upp hinn alvar- lega vatnsskort sem borgin býr við er 80% af vatnsþörf borgar- búa mætt með því að dæla upp grunnvatni undir borginni. Meira er af tekið en endurnýjast svo grunnvatnsstaðan lækkar og lækkar og dregur að sér vatn frá nær tvö þúsund ferkílómetra skál. Jafnvægi er náð með því að soga vatn frá nálægum héruðum, Hebei og Shanxi, þar sem óánægja með stöðu mála eykst jafnt og þétt. Hvernig verður óslökkvandi þorsta borgarinnar mætt til lengd- ar? Hið nýríka Kína og höfuðborg fjármálaveldisins sem lúta ríkis- flokksskrifræði vaxa hættulega hratt í heimsviðskiptum. Þótt áður óþekkt ríkidæmi hafi skap- ast spratt það af grimmdarlegri rányrkju á gæðum náttúrunnar. Nú er svo komið að fólk með sam- visku rís upp og varar við því sem er að gerast og hvaða hættur það felur í sér. En áhyggjuraddir og mótmæli heyrast sjaldan í Kína og eru veikar. Þótt ég búi enn í Peking hafa skrif mín verið bönn- uð í Kína um árabil. Rithöfundurinn Lu Xun sem lést árið 1936 líkti Kína við járn- hirslu. Hann lýsti hræðilegum aðstæðum: „Hugsum okkur hirslu úr járni, glugga og hurðarlausa. Hirsla sem ómögulegt er að brjót- ast út úr. Hugsum okkur fólk sof- andi í þeirri hirslu. Áður en langt um líður mun það kafna. Það er að segja, fólkið fellur í djúpt dá og líður friðsamlega inn í eilífðina. Því er hlíft við þeirri angist að vita hvaða örlög bíða þess. Segj- um að þú komir þar að með skar- kala sem vekur þá sem sofa létt- um svefni. Þeir bíða þá dauða síns vitandi hvaða endalok eru í vænd- um. Væri þeim greiði gerður?“ Lu Xun kallaði Kína fyrri tíma hið raddlausa Kína. En nú er Kína hluti af samfélagi þjóðanna og við verðum öll að horfast í augu við þá ákvörðun hvað gera á við járn- hirsluna sem við sitjum í. Og það sem meira er, það er annað Kína og brothættara sem á sér enga rödd: náttúran. Hinar frjósömu sléttur, auðæfi þjóðarinnar í jörðu, hinir miklu skógar og vatnsföllin miklu – sem eru hljóð- lega að deyja. Það er þögnin sem ríkir í Kína í dag. Þögn sem ber í sér dauðann. Konfúsiski heimspekingurinn Xunzi sagði: „Þjóðin er fljót, stjórnandi bátur. Fljótið heldur bátunum á floti en getur líka fært hann í kaf.“ Líking hans lýsir sam- bandi valdhafa og þjóðar og í henni er gengið út frá því að nóg sé af vatni. Ef vatninu er í raun spillt og vatnsföllin þorna upp er nýrrar líkingar þörf, líkingar sem lýsir yfirvofandi háska í umhverf- ismálum Kína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.