Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 85

Fréttablaðið - 18.05.2008, Síða 85
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 25 Hópur bandarískra hermanna í varðstöð í Írak lendir í því að einn úr hópnum er myrtur. Eftir að hafa ráðist inn á heimili í leit að söku- dólgum snúa hinir svörtu sauðir hópsins aftur þangað til að nauðga 15 ára stelpunni sem býr þar. Íraksstríðið er umfjöllunarefni nýjustu kvikmyndar Brians De Palma, meistarans sem gerði The Untouchables og Scarface. Mynd- inni svipar að einhverju leyti til fyrri myndar hans, Casualties of War, þar sem bandarískur hermað- ur í Víetnamsstríðinu verður vitni að nauðgun sem fer að naga sam- visku hans. Redacted er innblásin af sönnum atburðum, um nauðgun bandarískra hermanna í Írak, en er að öðru leyti algjörlega skálduð. Redacted sýnir hins vegar atburðarásina líkt og hún hafi virkilega gerst, með því að vera algjörlega byggð upp af upptökum sem hafa „fundist“, hvort sem þær koma úr myndbandsupptökuvélum eða t.d. eftirlitsmyndavélum. Sýnd- ar eru klippur úr sjónvarpsfréttum og af vefnum, sem koma þá frá bloggurum, eiginkonum hermann- anna eða jafnvel hryðjuverka- mönnunum sjálfum. Eitthvað til að íhuga hvernig sannleikurinn getur týnst í skoðanaflórunni. Að lokum er sýnt frá listrænni, tilbúinni franskri stuttmynd um daglegt líf hermannanna. En þrátt fyrir að fjalla um eld- fimt málefni á tilraunakenndan hátt, tekst Redacted illa að við- halda dramatísku yfirbragði. Per- sónur myndarinnar skortir dýpt, og talsmáti þeirra hljómar oft ótrú- legur og þaulskrifaður, andstætt við raunveruleikatilfinninguna sem De Palma vill ná fram. Leikar- ar eru heldur ekki trúverðugir, koma ýktir út og virðast vera að koma fram á sviði. Sé þó leitað að ljósum punktum má nefna að ein- staka senum tekst að vera spennu- þrungnar. Ofan á það virðist Redacted segja lítið nýtt um ástandið í Írak þótt andagift De Palma sé vissu- lega til staðar. Í lokin reynir hann svo að hreyfa við fólki með raun- verulegum myndum af blóðbaðinu, sem tekst, en minnir í leiðinni á hversu miklu átakanlegri myndin hefði getað orðið. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Óhugnaður í Írak KVIKMYNDIR Redacted Leikstjóri: Brian De Palma. ★★ Misheppnuð tilraun De Palma til að varpa nýju ljósi á ástandið í Írak. Kynningarfundur um umhverfi smál Umhverfi sdagur iðnfyrirtækjanna Norðuráls Grundartanga ehf. og Íslenska járnblendifélagsins ehf. verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 16:00 til 20:30 á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd. Starfsmenn fyrirtækjanna kynna árangur í umhverfi smálum og niðurstöður umhverfi svöktunar ársins 2007. Jafnframt verður starfsemi fyrirtækjanna kynnt. Áhugafólk er hvatt til að koma á fundinn. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í fjölþjóðlegri rannsókn á nýju lyfi við ofvirkri þvagblöðru. Bakhjarl rannsóknarinnar er lyfjafyrirtækið Astellas Pharma Europe B.V. Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Lyfjastofnun hafa gefi ð leyfi fyrir rannsókninni. Rannsóknin fer fram á göngudeild þvagfæra- rannsókna Landspítalans við Hringbraut. Ábyrgðarlæknir rannsóknarinnar á Íslandi er Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir, Baldvin Þ. Kristjánsson þvagfæraskurðlæknir er meðrannsakandi. Leitað er eftir þátttöku karla og kvenna 18 ára og eldri, sem hafa verið með einkenni ofvirkrar þvagblöðru í að minnsta kosti 3 mánuði. Einkennin eru: tíð og bráð þvaglát (8 sinnum eða oftar/sólarhring) með eða án þvagleka Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga verkun, öryggi og þol nýja lyfsins samanborið við annað virkt lyf og lyfl eysu. Á heimsvísu verða þátttakendur 2160, en á Íslandi verða þeir 12. Heildarþátttökutími er 18 vikur. Sjálfur meðferðartíminn er 14 vikur en fylgst er með þátttakendum í fjórar vikur til viðbótar. Heimsóknir til læknisins verða 5-6. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins bæði þekktum og óþekktum. Ekki er hægt að tryggja árangur af lyfjameðferðinni en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð á ofvirkri þvagblöðru. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um rannsóknina geturðu sent tölvupóst á netfangið sigrunrs@landspitali.is eða hringt í Sigrúnu Rósu Steindórsdóttur hjúkrunarfræðing í síma 543 7100 milli kl. 8-16. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til þátttöku í rannsókninni, jafnframt skal tekið fram að þátttakendum er frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er á rannsóknartímabilinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.