Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 18.05.2008, Qupperneq 88
> Fjöldi leikja í dag Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í dag og þar ber hæst viðureign Breiðabliks og Keflavíkur í Kópavoginum. Keflavíkurstúlkur stóðu í KR-stúlkum og geta svo sannarlega gert toppliðunum skráveifu. Valur mætir HK/Víking í Egilshöll, Fylkir tekur á móti Aftureldingu og Stjarnan á móti Fjölni. Þá fer fram heil umferð í 1. deild karla þar sem Víkingar taka meðal annars á móti KA. 28 18. maí 2008 SUNNUDAGUR sport@ HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku en Logi Geirsson verður ekki með í undankeppni Ólympíuleikanna og undankeppni HM. Þetta kom í ljós á föstudag en Logi er með rifinn magavöðva eftir samstuð við liðsfélaga sinn Florian Kehrmann. „Ég hélt ég myndi enda í hjólastól,“ sagði Logi um höggið. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fékk fréttirnar á föstudag. „Ég er að skoða hvaða möguleika við eigum og við tökum ákvörðun fljótlega. Við völdum stóran hóp í verkefnin, meðal annars vegna þessara meiðsla,“ sagði Guðmundur. Logi meiddist í síðustu viku en eðli meiðslanna voru óljós þar til á föstudag. Jalieski Garcia gaf ekki kost á sér í landsliðið og því eru rétthentar skyttur af skornum skammti. „Raunverulega gaf hann mér afsvar á sínum tíma en það er ekki útilokað að ég ræði við hann aftur.“ Arnór Atlason hefur einnig spilað skyttustöðuna en hann kemur beint til móts við landslið- ið á Spáni þar sem hann spilar nú til úrslita með GOG um titilinn í Danmörku. „Við skulum vona að hann komi heill út úr þeim. Þetta er rosalegt hvernig þeir spila og skemma fyrir undirbúningi okkar,“ sagði áhyggjufullur landsliðsþjálfari að lokum. - hþh Logi Geirsson er meiddur: Mikið áfall fyrir landslið Íslands LOGI Er hér í meðferð á EM í janúar, rétt eins og núna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Logi Ólafsson vonast eftir því að fjórir sterkir leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða geti leikið með KR á næstunni. Þetta eru markmaðurinn Stefán Logi Magnússon, Pétur Hafliði Marteins- son, Grétar Ólafur Hjartarson og Atli Jóhannsson. „Pétur æfði á föstudag og er byrjaður að hlaupa of æfa með bolta. Það er það mesta sem hann hefur gert í langan tíma. Svo sjáum við til hvort eftirköst af þessu verða,“ sagði Logi en ýmislegt hefur plagað Pétur. Meðal ann- ars ökklameiðsli auk nára- og bakmeiðsla. „Hann hefur verið í stífum meðferðum.“ Grétar Ólafur æfði í fyrsta skipti á föstudag þar sem hann tók þátt í reitabolta. „Það fer stigvaxandi hversu mikið hann treystir sér í. Hann finnur ekkert fyrir þessi þegar hann hleypur og hann er að styrkja sig mikið,“ sagði Logi en Grétar viðbeinsbrotnaði í leik gegn Þór í Lengjubikarnum. Atli var á bekknum gegn Grindavík í fyrstu umferð en kom ekki við sögu þar. Hann var ekki í hópnum gegn Fjölni. „Hann var aðeins stífur eftir að hafa leikið einn hálfleik með U23 ára liðinu um daginn þar sem hann skoraði meðal annars stórbrotið mark með hjólhestaspyrnu. Hann var í hópnum í fyrsta leiknum og er allur að koma til. Hann hefur lagt gríðarlega mikið á sig í aukaæfing- um,“ sagði Logi en Atli var meiddur í nára. Stefán Logi tognaði á liðbandi á ökkla og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar. „Hann hefur gengið með hækjur en það eru um tvær vikur í hann. Endurkoma þessara manna hefur gríðarlega mikið að segja fyrir okkar hóp. Þeir hafa verið inni í myndinni sem mjög sterkir leikmenn og þeir auka styrk- leika hópsins mikið. Þeir bæta allt,“ sagði Logi sem horfir þó til betri vegar. Næsti leikur KR er gegn Breiðablik á þriðjudag. FJÓRIR LEIKMENN KR ERU Á BATAVEGI: STYTTIST Í LYKILMENN SEM STYRKJA HÓPINN MIKIÐ Það horfir til betri vegar hjá fjórmenningunum KÖRFUBOLTI Snæfell hefur gengið frá ráðningu á þjálfara fyrir næsta tímabil. Sá heitir Jordanco Davitkov sem lætur af starfi sem landsliðsþjálf- ari Makedóníu til að flytja í Hólminn. Snæfell ræddi við Sigurð Ingimundarson, þjálfara Kefla- víkur, og kannaði áhuga hans á starfinu. „Við ræddum við Sigurð til að heyra hug hans en það fór ekki mikið lengra en það,“ sagði Sæþór H. Þorbergsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells. Frá- farandi þjálfari, Jeff Kotila, aðstoð- aði Snæfell við leitina að nýjum þjálf- ara sem miklar vonir eru bundnar við. „Við horfum fram á veginn og við ætlum okkur á hærra plan,“ sagði Sæþór. „Hann vildi prófa einhverja nýja hluti og það er ánægjulegt að hafa klárað þjálfaramál okkar.“ Davitkov spilaði í tuttugu ár og vann fjölda titla en hann spilaði í sautján ár með Rabotnicki, sterkasta liði Makedóníu. Hann var einnig fyrirliði landsliðsins. Þjálfaraferill hans hófst árið 1999 þegar hann var spilandi þjálf- ari hjá Nikol Fert-Gosti. Hann vann tvöfalt sitt fyrsta ár með því og þjálfaði síðan nokkur lið og náði góðum árangri en vann enga titla. Hann var svo ráðinn þjálfari Rabotn- icki árið 2004 og vann aftur tvöfalt þrjú ár í röð með sínu gamla félagi og var kosinn þjálfari ársins öll árin. Hann var yfirþjálfari lands- liðs Makedóníu frá 2001 og vann fimmtán leiki en tapaði tíu með því í undankeppni Evrópúmóts- ins. Justin Shouse er farinn frá Snæfelli líkt og Anders Katholm. Sæþór segir að vilji sé hjá báðum aðilum að Slobodan Subasic komi aftur en það er ekki frágengið. „Við ætlum að bæta við okkur Evrópumanni og Bandaríkjamanni fyrir næsta tíma- bil,“ sagði Sæþór. - hþh Snæfell ræddi við Sigurð Ingimundarson en réð landsliðsþjálfara Makedóníu: Reyndur þjálfari í Hólminn HANDBOLTI Fjögurra liða úrslita- keppni hefur verið komið á í efstu deildum handboltans. Deildafyrir- komulagið hefur verið umdeilt og skiptar skoðanir eru um gildi úrslitakeppninni. Hefur þá helst verið gagnrýnt að það dragi úr vægi deildakeppninnar. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir það ekki endilega vera. „Það verða bara fjögur lið sem fá að koma í úrslita- keppnina og það setur auðvitað pressu á öll liðin. Spennan ætti því að haldast og samkeppnin verður til staðar. Það gerir það að verkum að það verður hápunktur í lok mótsins,“ sagði Einar. Hann benti á að fyrirkomulagið hafi reynst vel áður á Íslandi. Hann segir einnig að þetta sé nú bundið í lög og býst ekki við því að breyting verði á þeim í bráð. „Þessi reglugerð er nú komin í fastan ramma og það er búið að taka allan slaginn. Úrslitakeppnin er það sem félögin kusu um, það eru á endanum þau sem ráða.“ Stjórn HSÍ fær nú meiri völd en lagabreyting þess efnis var sam- þykkt. Þar með getur stjórnin breytt reglugerðum en ekki lögum. Þá var samþykkt að umspil fari fram um laust sæti í efstu deild á milli liðs í sjöunda sæti úrvals- deildar og 2-4. sætis neðri deildar. Guðmundur Ingvarsson var endurkjörinn formaður. Hann hlaut 38 atkvæði gegn 29 atkvæð- um Hlyns Sigmarssonar en þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Guð- mundur fær mótframboð. „Ég háði enga kosningabaráttu, hvorki á fundinum né áður. Mín verk voru lögð á vogarskálirnar og ég er ánægður með þann stuðning sem mér er sýndur,“ sagði Guðmund- ur. Félögin fá mismunandi fjölda atkvæða sem ræðst af iðkenda- fjölda. Mest fá félög fjögur atkvæði. Guðmundur vildi lítið tjá sig um hvort þessi naumi sigur vekti hann til hugsunar um það hvort óánægja sé með störf hreyf- ingarinnar. „Í svona embætti hugs- ar maður iðulega hvort maður sé að gera rétt eða ekki. Hlynur var með aðrar áherslur en ég og þing- heimur mat það svo að mín verk væru nógu góð. Því fór sem fór,“ sagði Guðmundur sem situr nú sitt síðasta ár sem formaður. Hlynur var ómyrkur í máli eftir þingið. „Ég hefði þurft að snúa einu félagi, þá hefði þetta horft öðruvísi við. Það er ekkert gaman að tapa en ég fer sáttur frá borði. En ég vissi að svona gæti farið og það var erfitt að berjast gegn þessu,“ sagði Hlynur sem grunar menn í innsta hring HSÍ um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu. „Það var ýmislegt reynt. Mér finnst sárast í þessu hvernig ýmsir aðilar unnu nokkuð óheiðarlega gegn mér. Ýmis vinnubrögð fannst mér ekki til sóma í þessari bar- áttu,“ sagði Hlynur dulur. „Það er í lagi að menn berjist á milli félaga og komi sínu á framfæri til að fá góða kosningu en aðrar aðferðir hélt ég að þekktust ekki í þessu. Þetta kemur úr innsta kjarna sam- bandsins og það kemur mér á óvart,“ sagði Hlynur sem segist nú vera hættur afskiptum af hand- bolta. hjalti@frettabladid.is Úrslitakeppnin er komin til að vera Umdeild úrslitakeppni hefur verið sett á laggirnar á ný og stjórn HSÍ er komin með meira vald en áður. Guð- mundur Ingvarsson var naumlega endurkjörinn formaður en mótframbjóðandi hans gagnrýnir kjörið. TAPAÐI SLAGNUM Hlynur Sigmarsson var nálægt því að skáka sitjandi forseta HSÍ til átján ára en hafði ekki erindi sem erfiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMKVÆMDASTJÓRINN OG FORMAÐURINN Einar Þorvarðarson og Guðmundur Ingvarsson á ársþinginu í gær. Hagnaður HSÍ nam tæpum fjórum milljónum og er eigið fé sambandsins nú orðið jákvætt um 500 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.