Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 18

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 18
 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Norðurheimsskautssvæðið Ráðherrar frá ríkjunum fimm sem eiga strandir að Norður-Íshafi – Rússlandi, Bandaríkjunum (Alaska), Kanada, Danmörku/Græn- landi og Noregi – eru nú saman komnir í Ilulissat á Grænlandi til að ræða þann ágreining sem ríkir um yfirráð yfir íshafinu og hafsbotninum undir því. Margt veldur því að þessi ágrein- ingur hefur nú færzt í brenni depil heimsstjórnmála. Meðal helztu ástæðnanna er sú hraða bráðnun sem á sér nú stað á norður- skautsísnum og þau tækifæri sem hún skapar á aðgengi að auðlind- um á svæðinu – einkum og sér í lagi jarðgasi og olíu – svo og á opnun nýrra og styttri siglinga- leiða milli Atlants- og Kyrrahafs. Hagsmunakapphlaup Þegar Rússar sendu rannsókna- kafbáta niður á hafsbotn á norður- pólnum í byrjun ágúst í fyrra og stungu þar niður þjóðfána sínum (úr títani, svo að hann þyldi þrýst- inginn sem þarna er á 4,3 kíló- metra dýpi) vaknaði athygli umheimsins svo um munar fyrir því hagsmunakapphlaupi sem á sér stað um yfirráð og auðlindir á þessu svæði. Eins og Artúr Tsjilingarov, rússneski leiðangursstjórinn, hefur sjálfur bent á er þó ástæðu- laust að gera of mikið úr þessari táknrænu aðgerð. Þá skoðun ítrekaði rússneski utanríkisráð- herrann Sergei Lavrov er hann mætti til ráðherrafundarins á Grænlandi. Í fánaplöntuninni fælist „engin krafa til yfirráða,“ sagði Lavrov og benti á að Haf- réttarsáttmáli SÞ sæi fyrir regl- um og ferlum til lausnar á ágrein- ingi, „þar á meðal hvað varðar landgrunnsréttindi“. Rússar hafa enda lagt kröfu sína um útvíkkuð lögsögumörk umfram 200 mílna efnahagslög- sögu með lögformlega kórréttum hætti fyrir úrskurðarnefnd Haf- réttarsáttmála SÞ um land- grunnsmörk, sem fulltrúar 21 ríkis eiga sæti í. Kröfuna byggja þeir á því að Lomonossov- hryggurinn svonefndi, sem liggur þvert yfir norðurpólinn á botni Norður-Íshafs, sé jarðfræðilega framlenging á landgrunni Rúss- lands (Síberíu). Sögulega má reyndar segja að Rússar byggi kröfuna einnig á tilkalli sem stjórn Sovétríkjanna gerði árið 1924 til þess að lög- sögumörk þeirra í Norður-Íshafi teygðu sig frá ystu mörkum Rúss- lands í vestri og austri norður eftir lengdarbaugslínum alveg að norðurpólnum, svipað og samið var um milli þeirra ríkja sem gerðu tilkall til yfirráða yfir Suður skautslandinu á sama tíma (lögsögusvæði þeirra afmarkast af lengdarbaugslínum alla leið á Suðurpólinn). Rússar með „sterka stöðu“ „Rússland er í sterkustu stöð- unni á norðurskautssvæðinu til að verja hagsmuni sína og auka áhrif sín þar,“ skrifar hermála- fréttaritari rússnesku frétta- stofunnar RIA-Novosti í skoðana- pistli á vef fréttastofunnar á dögunum. Í lok pistilsins tekur hann fram að Rússar hafi „lang- mestu hernaðargetuna á norður- slóðum“. Hún sé „miklu meiri en sú hernaðargeta sem nokk- urt annað land heldur varanlega úti“. Sé rétt að farið skapi þetta grundvöll „sem ætti að tryggja vernd hagsmuna okkar [Rússa] á norðurslóðum, og verka sem þungvæg rök fyrir því að við færum út yfirráðasvæði okkar“. Í samræmi við reglur Haf- réttar sáttmála SÞ hafa hin strandríkin við Norður-Íshaf einnig lagt fram kröfur um útvíkkuð lögsögumörk, eða eru að vinna að því að leggja slíkar kröfur fram. Einkum á þetta við um Kanada og Danmörku fyrir hönd Grænlands, en Lomonossov- hryggurinn nær einnig að strönd Grænlands og Ellesmere-eyju nyrst í Kanada. Bandaríkin, sem á grundvelli þess að Alaska er hluti af þeim eru líka að reyna að tryggja sína hagsmuni í þess- um slag, standa illa að vígi þar sem Bandaríkjaþing hefur enn ekki fullgilt Hafréttarsáttmál- ann. Miklar ófundnar lindir Oft er vitnað til þess að Jarðvís- indastofnun Bandaríkjanna hafi látið það frá sér fara, að allt að fjórðungur þeirra jarðgas- og olíulinda sem enn hafa ekki verið uppgötvaðar sé að finna í Norður-Íshafi. Stofnunin vill reyndar ekki kannast við að hafa sagt þetta en fullyrðingin lifir nú sínu eigin lífi í skýrslum, greinum og fréttainnslögum sem samin eru um „Kapp hlaupið um norðurskautið“. Sérfræðingar sem meðal ann- ars er vitnað til í ítarlegri grein um „Olíuæðið á norðurslóðum“ (The Arctic Oil Rush) í maíhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair segja að slíkar prósentutölur yfir ófundnar olíulindir séu alltaf skot út í loftið. Rétt sé þó að umtalsverðar olíu- og gas- lindir sé að finna á svæðinu. Stærstur hluti þeirra sé innan efnahagslögsögu Rússlands. Svo lengi sem ísinn heldur áfram að bráðna, tækninni fleygir fram við að bora eftir gasi og olíu við hinar erfiðu aðstæður svo langt í norðri og heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka mun kapp- hlaupið um að nýta þessar auð- lindir norðurhjarans halda áfram að harðna. Snertir Ísland Þetta „olíuæði á norðurslóðum“ gæti snert Ísland að minnsta kosti á tvo vegu. Ef spár ganga eftir um að umtalsverðar olíu- lindir finnist undan óbyggðum ströndum Norðaustur-Græn- lands væru íslenzkar hafnir bezt í stakk búnar að þjónusta þann iðnað. Burtséð frá því hvort nokkuð verður af áformum um olíuhreinsunarstöð á Vest- fjörðum. Það sem myndi breyta enn meiru fyrir Ísland í þessu sam- hengi er ef siglingaleiðirnar norður fyrir Evrasíu og Norður- Ameríku skyldu opnast drjúgan hluta ársins. Þá væri landið gríðar vel í sveit sett til að hýsa umskipunarhafnir fyrir vöru- flutninga milli stórhafna norðan- verðs Atlantshafs og stórhafna norðanverðs Kyrrahafs. Ef til vill myndi íslenzku efna- hagslífi ekki veita af þeirri lyfti- stöng, því bráðnun heimskauta- íssins og aðrar afleiðingar hinnar hnattrænu hlýnunar á fiskveiðar við Ísland eru ófyrir- sjáanlegar. Með tilliti til þessara hags- muna sem Ísland tvímælalaust á í húfi og þeirrar staðreyndar að landið er, ásamt Svíþjóð, Finn- landi og löndunum fimm sem að ofan eru talin, aðili að Norður- skautsráðinu skýtur það skökku við að engum frá fyrrnefndu löndunum þremur var boðið að taka þátt í fundinum í Ilulissat. Það var ákvörðun dansk/græn- lenzku gestgjafanna. NORÐUR-ÍSHAF Eins og sjá má á kortinu réði Rússland yfir nær helmingi N-Íshafs ef lögsögumörk færu eftir lengdarbaugslínum. Í miðju sést Lomonossov-hryggur. TÁKNRÆNT Róbótaarmur rússnesks rannsóknakafbáts kemur rússneska fánanum fyrir á hafsbotni á Norðurpólnum 2. ágúst í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP Glímt um auð norðursins FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is RV U N IQ U E 05 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir Satiné Clean, gólfsápa Brial Clean, alhliða hreinsiefni Kristalin Clean, baðherbergishreinsir Into WC Clean Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó Lotur T-Þurrkur Lotus V-Þurrkur Á tilbo ði í ma í 2008 Umhve rfisvott uð hre insiefn i og pa ppírsvö rur 20% afslá ttur Umhverfisvottaðar vörur - fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ... T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.