Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 33
FIMMTUDAGUR 29. maí 2008 3 Victoria leggur línurnar VICTORIA BECKHAM HEFUR LÖNGUM LAGT LÍNURNAR HVAÐ TÍSKUNA VARÐAR OG NÚ SÉST HÚN Æ OFTAR Í ÚTVÍÐUM BUXUM. Nýlega kynnti Victoria Beckham nýjstu dVb-línu sína í Harrods í London klædd þessum útvíðu gallabuxum. Þær minna óneitanlega á klæðaburðinn á hippatímabil- inu margrómaða sem sannar enn og aftur að tískan gengur í hringi. Þó er ekki víst að hipparnir hefðu klæðst tjulltopp sem þessum við. Victoria leggur allan sinn metn- að í línuna, sem hún fór af stað með árið 2006, og engar vörur fara í framleiðslu öðruvísi en að hún leggi blessun sína yfir þær. Línan samanstendur af galla- buxum, skóm, sólgleraugum og töskum sem hún hefur hann- að en merk- ið er samsett úr upphafsstöf- um Victoriu og eigin- manns henn- ar, Dav- ids Beck- ham. - ve Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Skjöpp til að hylja það allra heilagasta Það styttist óðum í að baðfötin verði tekin fram og nú fer hver að verða síðastur að velja sér rétta búninginn til að nota á ströndina. Því miður fylgir strandfötum að þá er ekki lengur hægt að fela mis- fellurnar og því annaðhvort að reyna eitthvert undralyfið eða megrunarkúr sem lofar nýjum englakroppi á þremur vikum en það endar svo aftur oft með því að kílóin sem hverfa koma til baka og það tvöföld. Annars er einfaldlega hægt að lifa í sátt við líkama sinn og gefa þeim mjóu langt nef. Fæstir eru reyndar þegar vel er að gáð fullkomnir, ólíkt því sem tískuheimurinn reynir að telja okkur trú um. Varla birtist mynd í tískublaði öðruvísi en að hún hafi verið endurunnin til að fela allar misfellur. Hrukkur hverfa og appelsínuhúð á lærum er nokkuð sem er ekki til í þessum drauma- heimi. Reyndar eru undirföt þetta sumarið stundum með þeim hætti að það má alveg nota brjóstahaldarana í sólinni, til dæmis í sveita- eða lautarferð, hvort sem um er að ræða rómantískt blómamunstur, doppur eða sterka liti. Efnin í brjóstahöldurunum eru þykkri en oft áður, jafnvel úr gallaefni, og því ekkert að því að sýna þá. Í sumar er gullna reglan að kaupa brjóstahaldara og nærbuxur með ólíkum litum eða munstri og nota saman. Sundbolir og bikiní eru alveg heimur út af fyrir sig en taka þó mið af tískunni almennt. Þess vegna er mikið um skæra liti eins og grænt eða bleikt flúó en einnig má finna í þessum klæðnaði mynst- ur í anda hippaáranna eins og í tískunni almennt. Blóm og friður sumarsins ´68 svífur yfir vötnum í baðfatatísku eins og annarri tísku. Síðan í fyrra eru sundbolir í mikilli sókn og í sumar eru þeir með stórum blómum eða einlitir í sterkum litum, til dæmis epla- grænir með ferköntuðu hálsmáli og samlitum semelíusteini. Annar er fuchsia-bleikur og fleginn niður fyrir nafla. Í tvískiptum baðfötum eru útgáfurnar nánast óteljanlegar. Blóm í öllum útgáfum, frá einu eilífðar smáblómi yfir í heilan skrúðgarð eða frumskógarlauf, Vichy-munstur og doppur í öllum stærðum. Sumir neðripartar eru með belti, aðrir með semelíusteinum eða perlum og svo mætti áfram telja. Fyrir þær sem eru topplausar er það svo mónókiní sem gildir, aðeins með neðri hluta. Hjá Chanel er hægt að fá litla ökklatösku í leðri í stíl við hárauða skó alveg í réttri stærð fyrir kreditkort, varalit og nokkra seðla. Svo er auðvitað ein lausn sem svarar öllum spurningum um bað- fatatísku en það er að fara bara á nektarstrandir og þá þarf engin baðföt! En þá vakna spurningar um tískustrauma í kantskurði og háreyðingu. Það er nú önnur saga. bergb75@free.fr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.