Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 34

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 34
[ ] Salsa er gott meira en sósa. Salsa er ástríðu- fullur dans fyrir lífsglatt fólk á öllum aldri. „Salsa á rætur að rekja til Kúbu og Afríku, og breidd- ist um heiminn með tónlistarmönnum sem fluttust frá Kúbu fyrir byltinguna. Dansinn hefur þróast á mismunandi hátt í mismunandi hlutum heimsins, en sameiginlegur hjartsláttur felst í salsataktinum sem sleginn er með klassískum salsahljóðfærum,“ segir Edda Lúvísa Blöndal, sjúkraþjálfari, karate- og salsa- danskennari, sem árið 2003 stofnaði dansskólann Salsa Iceland með það markmið að byggja upp salsa- samfélag á Íslandi. „Ég kynntist salsa í Svíþjóð þegar ég var að klára keppnisferilinn í karate. Það kvisaðist út að aðal- stjarna sænska landsliðsins væri að hætta í karate vegna þess að honum þætti svo gaman í salsa og ég plataði hann til að taka mig með sér á salsakvöld. Sama kvöld dansaði ég mig inn í þetta mikla ævintýri sem salsa hefur orðið í mínu lífi,“ segir Edda Lúvísa, sem alkomin heim þurfti að útskýra fyrir Íslending- um að salsa væri meira en bara sósa. „Ég varð gagntekin af salsadansinum og vildi kenna Íslendingum að dansa. Því fór ég í læri til þeirra bestu í Stokkhólmi, kom með það veganesti heim og stofnaði SalsaIceland. Það skemmtilega við salsa er að dansinn hentar fólki á öllum aldri og spor- in eru svo einföld að maður kemst mjög fljótt á það stig að geta notið félagslega hluta salsadansins, sem er að fara út og hitta fólk til að dansa. Í alþjóðlega salsasamfélaginu er hefð fyrir því að dömur jafnt sem herrar bjóði upp og þar af leiðandi dansar maður ekki alltaf við sama félagann,“ segir Edda, sem reglu- lega fer til útlanda á salsaklúbba þar sem hún þekkir engan í fyrstu en yfirgefur samkvæmið með nýja kunningja eftir dansinn. „Þannig er mjög auðvelt að ganga inn í salsasamfélag hvar sem er í heiminum. Þessi félagslega hlið salsadansins er skemmtileg í gráköldum veruleikan- um hér heima þegar fólk hefur mögu- leika á að hitta hresst fólk sem vill leika á dansgólfinu, en í því felst mikil sáluhjálp. Langflestir okkar nemenda mæta stakir og við víxlum fólki til á námskeiðum. Í raunveru- leikanum situr fólk oft í sama lokaða vinahópnum og hittir aldrei nýtt fólk, en það er mikil gjöf, eykur víð- sýni og víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast fleira fólki,“ segir Edda Lúvísa og staðfestir að ástin kvikni oft á dansgólfinu, enda sé salsa dans þar sem útilokað sé að vera í fýlu og danssporin kalli á mikla nánd. „Víst hafa mörg pör orðið til á dans- gólfinu og alltaf jákvætt þegar fólk finn- ur sálufélaga með sameiginlegt áhuga- mál. Við erum með námskeið allan ársins hring og ég bæti sífellt við mig hjá kennurum mínum í Stokkhólmi sem eru á heimsmælikvarða, hafa margsinnis tekið við verðlaunum á heimsmeistaramótum og verið dans- höfundar í raunveruleikaþáttunum So You Think You Can Dance. Salsa- samfélagið er lifandi og skemmtilegt, við grillum saman á Miklatúni, dönsum á Austur velli þegar sólin skín og hittumst á salsakvöldum til að dansa.“ Ókeypis prufutímar fyrir byrjendur eru á salsakvöldum fyrsta og þriðja mánudag hvers mánuðar. Nánari upplýs- ingar á www. salsaiceland.com. thordis@frettabladid.is Sáluhjálp í salsatakti Edda Lúvísa Blöndal kennir Íslendingum blóðheitt salsa í allt sumar, og allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Andlitskrem mýkja húðina og gefa henni raka. Á sumrin þegar við erum meira úti í sólinni og förum oftar í sund er mikilvægt að næra húðina vel. www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá. Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka Fæst í apótekum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.