Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 44

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 44
 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vesturland Ferðaþjónustan Hraunsnef í Norðurárdal hefur notið mikilla vinsælda frá stofnun en þar má auk gistingar finna veitinga- stað og skemmtun. „Þetta er gamall draumur sem við létum rætast fyrir nokkrum árum en árið 2004 keyptum við jörðina og hófum niðurrif á gömlum húsum. Hótelið er þar sem fjárhúsin stóðu en veitingastaðurinn er í haughús- inu,“ útskýrir Brynja Brynjars- dóttir, sem rekur ferðaþjónustuna með eiginmanni sínum Jóhanni Harðarsyni. Það er þó boðið upp á margt fleira en gistingu á Hrauns- nefi. „Einn stærsti hluti rekstrarins er veitingastaðurinn. Við höfum verið með mikið af vorferðum fyrir fyrir- tæki og er þá farið að leita að fjár- sjóði kattarins,“ útskýrir Brynja kímin. Fjársjóðs leikurinn byggir á þjóðsögu frá staðnum. „Það bjó hér kona sem átti kött sem þótti góður til áheita. Hann var að lokum orð- inn svo ríkur að hann gat keypt heila bújörð. Síðan hafa spunn- ist ýmsar sögur um hvað varð um þetta fé. Einhverjar sögur snerust um það að til hafi verið kista með fénu og snýst leikurinn um að fjár- sjóðurinn sé hugsanlega grafinn hér í nágrenninu,“ útskýrir Brynja. „Þetta er svolítið eins og ratleikur með vísbendingum og þrautum en allir geta verið með.“ Mikil stemning skapast í kring- um leikinn og koma hóparnir gjarn- an og snæða á veitingastaðnum. „Þá myndast skemmtileg kvöld- vökustemning og allir hafa gaman af,“ segir Brynja. Á Hraunsnefi er líka boðið upp á fjallasafarí. „Við erum með stutt safarí sem er mikil adrenalín- sprauta. Þá er farið niður á sanda og keyrt út í ár og vötn og gefið í. Síðan erum við með fjallasafarí sem er klukkutíma ferð og þar miðum við hamaganginn við óskir hóp- anna. Það er líka útsýnisferð þar sem sést nánast niður í Borgar nes. Við erum alltaf með álfasögurn- ar inni í þessu líka,“ segir Brynja áhugasöm en þau hjónin hafa fengið Erlu Stefáns dóttur í lið með sér til að vinna álfakort í tengslum við gönguhring. „Við vinnum út frá þeirri hugsun að gefa náttúr- unni gaum og hugsa vel um hana. Þú færð það sem þú gefur náttúr- unni og uppskerð ekki neitt nema leggja eitthvað til,“ segir Brynja einlæg en hún vill gjarnan vekja fólk til umhugsunar. Síðast en ekki síst er boðið upp á handverk eftir Brynju. „Ég smíða skartgripi úr silfri, kopar og messing en ég fór í Iðnskólann í Hafnarfirði og lærði hönnun þar fyrir rúmum áratug. Síðan tók ég silfursmíðanámskeið upp úr því. Þetta passar vel saman því fólk vill gjarnan taka með sér til minningar eitthvað sem er lítið og létt og gert á staðnum,“ segir Brynja hógvær. Hraunsnef er svo að segja í túnfætinum á Bifröst og er því stutt þangað frá Reykja- vík; um 110 kílómetrar. Það er því kjörið að líta við hvort sem er í gist- ingu, fjör eða veitingar. - hs Fjölbreytt ferðaþjónusta Boðið er upp á jeppasafarí á Land Rover að rótum Hraunsnefsaxlar og má þannig sameina spennandi skemmtun og náttúrusýn. MYND/HRAUNSNEF Á Hraunsnefi er gott að slaka á í fallegri náttúru og njóta lífsins. Brynja er mikill náttúruunnandi og höfðu hún og eiginmaður hennar lengi átt sér þann draum að stofna ferðaþjónustu. Brynja smíðar skartgripi sem hún selur á staðnum. Þjóðgarðurinn Snæfells jökull var stofnaður árið 2001. Yfir sumarmánuðina starfa land- verðir við eftirlit og um- hirðu jafnframt því að sjá um fræðslu. Öllum er frjálst að fara um þjóðgarðinn og skipu- lagðar gönguferðir eru einnig nokkrum sinnum í viku. Alla laugardaga taka land- verðir á móti börnum við Arnar- bæ á Arnarstapa og fræða þau um náttúruna og segja sögur. Einnig á laugardögum er geng- ið frá Arnarstapa meðfram ströndinni að Hellnum þar sem hægt er að fá sér kaffi og skoða gesta- stofu þjóð- garðs- ins. Á sunnudögum gefst fólki tæki- færi á að ganga gegnum blómaskrúð og hraunmyndir að Frambúðum og skoða Búða- kirkju. Þriðjudaga er gengið fram á Þúfubjarg þar sem Kol- beinn kvaðst á við kölska og á fimmtudögum eru minjar ver- stöðvarinnar skoðaðar í Drit- vík. Auk reglubundinnar dag- skrár er boðið upp á sérferðir með leiðsögn en dagana 8. og 14. júní verður farið að refa- greni í Ábúð undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar. 15. júní er samnorrænn dagur villtra blóma og þá verður hægt að fræðast um blómin í skoðunarferð við Rauðhól. Nánar má lesa um dag- skrána í þjóðgarðinum í sumar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is - rat Gengið undir jökli Þar sem jökulinn ber við himin er alltaf eitthvað að gerast. Háskóli lífs og lands Spennandi háskólanám til BS-gráðu · Náttúru- og umhverfisfræði · Umhverfisskipulag (grunnnám að landslagsarkitektúr) · Búvísindi · Hestafræði · Skógfræði/landgræðsla Námið fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði en þar hefur risið háskólaþorp í fallegu umhverfi með allri aðstöðu og skemmtilegu félagslífi. Umsóknarfrestur er til 4. júní. Einnig er í boði meistaranám (MS) og doktorsnám. Kynntu þér námið á heimasíðu skólans! www.lbhi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.