Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 47

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 47
Hátíð hafsins laugardaginn 31. maí Hátíð hafsins verður haldin n.k. laugardag og má segja að hátíðin nái frá fjalli til fjöru eins og dagskrá ber með sér; hátíðin hefst á Akrafjalli en lýkur við höfnina síðdegis! Hátíð hafsins, sem nú er haldin í fjórða sinn, er einkar glæsileg í ár en hún er tileinkuð 80 ára afmæli björgunarstarfs á Akranesi. Af því tilefni hefur Björgunarfélag Akraness umsjón með hátíðinni í samstarfi við Akraneskaupstað. á Akranesi 09:00 Björgunarfélag Akraness býður upp á kakó og pönnukökur á Háahnjúk á Akrafjalli í tilefni af 80 ára afmæli björgunarstarfs á Akranesi. Allir velkomnir! 10:00 Dorgveiði á Sementsbryggjunni. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og furðufiskinn! Ratleikur um Akranes á reiðhjólum. Ratleikurinn hefst við hafnarskrifstofuna klukkan 10:00 stundvíslega. 11:00 Kassaklifur á hafnarsvæðinu. 11:30 Hópsigling á fiskibátum og skemmtibátum til móts við Sæbjörgu. Siglingin tekur um ½ klst. Sæbjörgu verður fylgt inn í höfnina. Gestum og gangandi býðst að fljóta með eins og plássið leyfir. 12:00 Grill fyrir alla við höfnina. 13:00 Fjölbreytt skemmtidagskrá við höfnina! Hátíðin verður sett með fallbyssuskoti við höfnina á slaginu kl. 13:00! Skólahljómsveit Akraness leikur nokkur lög. Reiðhjólaþrautir fyrir börn á öllum aldri á sérstakri hjólabraut á hafnarsvæðinu. "Akraborgarstökkið" - Hver á lengsta stökkið á reiðhjóli út af "Akraborgarrampnum"? Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Vinsamlegast hafið með ykkur skilríki. Aparóla - Paintball - Hoppukastalar og leiktæki - Reipistog - Stakkasund - Róðrarkeppni - Koddaslagur! 14:00 Kaffisala slysavarnakvenna í Jónsbúð. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæðið! Dagskrá lýkur um kl. 16:00. Sunnudagur 1. júní - Sjómannadagur 10:00 Minningarstund við minnismerkið í kirkjugarðinum 11:00 Akraneskirkja - Hátíðarguðsþjónusta. Sjómaður heiðraður. Gengið að minnismerki sjómanna á Akratorgi að guðsþjónustu lokinni. 14:00 Vígsla vatnslistaverksins "Hringrás" eftir Ingu Ragnarsdóttur á lóð SHA. Allir velkomnir! Dagskrá Áskorun! Þau lið sem ná að leggja vaska sveit Björgunarfélags Akraness í kappróðri eða reipistogi fá í verðlaun sem svarar 100.000 króna úttekt á flugeldamarkaði félagsins fyrir áramótin!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.