Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 29.05.2008, Qupperneq 62
34 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR „Kórinn var stofnaður af konum sem sungu í Kvennakór Reykjavíkur. Nokkrar okkar vildu syngja meira og út frá því var Vox Feminae-kórinn stofnaður,“ segir Sigríður Anna Ellerup, sem hefur verið formaður kórsins frá 2006. Kórinn var stofnaður árið 1993 og starfaði undir hatti Kvennakórsins til ársins 2000. „Stofnandi kórsins, Margrét Pálmadóttir, lét sig dreyma um að til væri á Íslandi sönghús fyrir söngkonur- og stúlk- ur og það hefur tekist,“ segir Sigríður brosandi. Vox Feminae hefur gefið út þrjá geisladiska sem inni- halda trúarlega tónlist og íslensk þjóðlög. Sá fyrsti kom út árið 2000 og heitir „Mamma geymir gullin þín“ og er með íslenskum þjóðlegum og söngljóðum. Árið 2003 kom síðan út „Himnadrottning“ og árið 2006 „Ave María“. „Meðal markmiða í kórnum er að taka íslensk ættjarð- arlög, en það sem stendur í vegi er hve lítið af þeim hefur verið útsett fyrir kvenraddir. Hins vegar er þetta framtíð- arverkefni og okkur langar að láta útsetja fyrir okkur og stóra hljómsveit,“ útskýrir Sigríður Anna. Vox Feminae-kórinn kemur mikið fram á tónleikum en syngur auk þess í jarðarförum, afmælum og árshátíðum. Árið í ár hefur verið mjög sérstakt að sögn Sigríðar og að- allega vegna fimmtán ára afmæli kórsins. „Við létum semja fyrir okkur mjög stórt verk við ljóð sem fjallar um þjáningar Maríu við krossfestingu sonar síns. Verkið tekur fjörtíu mínútur í flutningi og er lengsta verk sem samið hefur verið fyrir kvennakór í aðalhlut- verki, eftir okkar bestu vitund. Verkið var flutt í dymbil- viku við hátíðlega athöfn um síðustu páska og gekk mjög vel. Kórinn var gríðarlega ánægður enda mjög gaman að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni,“ segir Sigríður sem segir kórinn ætla að ráðast í útgáfu á sögu- og ljós- myndabók. „Bókin á að vera söguleg heimild um íslenskan kvenna- kór sem var stofnaður í lok tuttugustu aldar. Einnig mun hún endurspegla litróf þeirra kvenna sem starfa með kórn- um og hafa söng að sínu helsta áhugamáli og geisladiskur fylgir bókinni sem kemur út í nóvember á þessu ári,“ segir Sigríður. Allar upplýsingar á www.domusvox.is. mikael@frettabladid.is VOX FEMINAE: 15 ÁRA STARFSAFMÆLI Sérstakt ár METNAÐARFULLAR Vox Femine vilja að fleiri verk verði útsett fyrir kvennakóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR timamot@frettabladid.is Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Júlíusar Guðlaugssonar Efra Hofi, Garði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Ellen Einarsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hannes Sigurgeirsson húsasmiður, Hveragerði, lést þriðjudaginn 20. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Magnúsdóttir Magnús Haukur Hannesson Hrönn Þorsteins Þorvaldur Hannesson Ingveldur Sigurðardóttir Inga Lóa Hannesdóttir Emil Fannar, Hannes, Móeiður og Magnús Þór. Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, Friðriks Friðrikssonar Bárustíg 7, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar V og III á Hjúkrunarheimili Skagfirðinga fyrir góða umönnun. Stefán Friðriksson Gunnhildur Vilhjálmsdóttir Sólbrún Friðriksdóttir Jón Árnason Friðrik G. Friðriksson Guðni Friðriksson Valgerður Einarsdóttir Erna Flóventsdóttir Valgarður Jónsson og afabörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ingvar Guðjónsson frá Eiríksbakka, Biskupstungum, til heimilis að Skaftahlíð 4, Reykjavík, lést laugardaginn 17. maí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Fjóla H. Halldórsdóttir Hafdís Ingvarsdóttir Hilmar Bjarnason Ingvar Örn Hilmarsson Svana Fjóla Hilmarsdóttir Birna Svanhvít Hilmarsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Runólfur Dagbjartsson (Dúddi múr) múrarameistari, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist 19. maí síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin í Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 3. júní kl. 13.00. Jarðsungið verður í Langholtskirkju í Reykjavík föstudaginn 6. júní kl. 13.00. Blóm vinsam- legast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum. Ómar Runólfsson Auður Eiríksdóttir Margrét Runólfsdóttir Sigurður Rafn Jóhannsson Dagmar Svala Runólfsdóttir Guðjón Sigurbergsson Kristín Helga Runólfsdóttir Ari Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Marsibil Jónsdóttir Erluhrauni 11, Hafnarfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 21. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 30. maí kl. 13.00. Þórir Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Sigurjón Ingvarsson Guðrún Sigurjónsdóttir Peter Nilsen Eygló Sigurjónsdóttir Hilmar Már Ólafsson Eyrún Sigurjónsdóttir Anton Kjartansson og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, Hulda Sylvía Jónsdóttir Kársnesbraut 93, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 22. maí á Vífilsstöðum, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13.00. Eyþór Sigmundsson Guðrún Helga Eyþórsdóttir Þórey Huld Jónsdóttir Vala Rún Jónsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkur og stutt vegna andláts og útfarar ástkærs sonar okkar, bróður og mágs, Hugins Heiðars Guðmundssonar Greniteig 49, Keflavík. Þakkir færum við öllu starfsfólki Barnaspítala Hringsins og gjörgæsludeildarinnar við Hringbraut. Þá sendum við öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur og stutt í veikindum Hugins og gert okkur kleift að einbeita okkur að lífi hans og baráttu, kærar þakkir. Án ykkar hefði þetta orðið svo miklu erfiðara. Guðmundur Guðbergsson Fjóla Ævarsdóttir Natan Freyr Guðmundsson Sóley Ásgeirsdóttir Hafrún Eva Kristjánsdóttir Guðjón Örn Kristjánsson Ásdís Rán Kristjánsdóttir. JOHN F. KENNEDY, 35. FORSETI BANDARÍKJANNA. „Fyrirgefið óvinum ykkar, en gleymið aldrei nöfnum þeirra.“ Kennedy Bandaríkjaforseti naut mikilla vinsælda en var skotinn til bana í Dallas árið 1963.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.