Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 88

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Í viku átti ég þess kost að lifa líf-inu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. AÐ stimpla sig út úr íslenskri þjóðmálaumræðu og stimpla sig inn í annað land og annan veru- leika, er unaðsleg tilfinning. Ég endurfæddist þegar íslensk „vandamál“ voru sem órafjarlægt kusk í sólarlaginu, fann mig sjálf- an og kjarna minn. Allt sem hér fer fram og fyllir dálksentimetra blaða, fréttatíma og blogg skiptir akkúrat engu máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Það að fólk skuli yfirleitt nenna að velta sér upp úr þessu er bæði sorglegt og fyndið. ÞEGAR ég kom aftur heim byrj- aði gamla vindmyllan að snúast. Eins og skilyrtur læmingi fór ég strax að leggja eyrun við frétta- tímana. Byrgið, Björn Bjarnason, brjálaðar löggur takandi krakka kverkataki, bla bla bla. Ég fann að ég var að sogast aftur inn í gamla andlausa lofthjúpinn. Bráðum færi ég að hafa skoðanir. Bráðum færi ég að æsa mig. Bráðum færi ég eyða umtalsverðum tíma og orku í fullkomið tilgangsleysi í stað þess að njóta lífsins og vera ég sjálfur eins og ég hafði gert í útlöndum. STAÐREYNDIR eru einfaldar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og verður það líklega alltaf. Þótt helstu forkólfar flokks- ins yrðu upplýsir að mannáti í Val- höll – og sláandi myndir myndu birtast í blöðum af veisluhöldun- um – myndu að minnsta kosti 33 prósent landsmanna kjósa flokk- inn eftir sem áður. Aðrir flokkar skiptast svo á um að vera hækjur Sjálfstæðisflokksins þar sem það þarf. Þegar þeir fá ekki að vera hækjur eru þeir ægilega harðir og bölsótast út í Flokkinn og hækj- una, komist þeir þar að sem hækj- ur halda þeir auðmjúkir kjafti og tala um málamiðlanir og sam- komulag. Á fjögurra ára fresti fáum við að velja hver verður næsta hækja Sjálfstæðisflokks- ins. Rosalega sniðugt þetta lýð- ræði. SVO til hvers að æsa sig? Þeir sem ráða, ráða, og þeir sem ráða ekki, ráða ekki. Í sumar ætla ég í algjört fréttabindindi. Ég mun upplifa sælu fáfræðinnar. Ég held það verði unaðslegt. Að stimpla sig út F í t o n / S Í A 3.30 13.25 23.23 2.44 13.10 23.39 Í dag er fimmtudagurinn 29. maí, 151. dagur ársins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.