Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 88

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Í viku átti ég þess kost að lifa líf-inu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. AÐ stimpla sig út úr íslenskri þjóðmálaumræðu og stimpla sig inn í annað land og annan veru- leika, er unaðsleg tilfinning. Ég endurfæddist þegar íslensk „vandamál“ voru sem órafjarlægt kusk í sólarlaginu, fann mig sjálf- an og kjarna minn. Allt sem hér fer fram og fyllir dálksentimetra blaða, fréttatíma og blogg skiptir akkúrat engu máli í hinu stóra samhengi hlutanna. Það að fólk skuli yfirleitt nenna að velta sér upp úr þessu er bæði sorglegt og fyndið. ÞEGAR ég kom aftur heim byrj- aði gamla vindmyllan að snúast. Eins og skilyrtur læmingi fór ég strax að leggja eyrun við frétta- tímana. Byrgið, Björn Bjarnason, brjálaðar löggur takandi krakka kverkataki, bla bla bla. Ég fann að ég var að sogast aftur inn í gamla andlausa lofthjúpinn. Bráðum færi ég að hafa skoðanir. Bráðum færi ég að æsa mig. Bráðum færi ég eyða umtalsverðum tíma og orku í fullkomið tilgangsleysi í stað þess að njóta lífsins og vera ég sjálfur eins og ég hafði gert í útlöndum. STAÐREYNDIR eru einfaldar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og verður það líklega alltaf. Þótt helstu forkólfar flokks- ins yrðu upplýsir að mannáti í Val- höll – og sláandi myndir myndu birtast í blöðum af veisluhöldun- um – myndu að minnsta kosti 33 prósent landsmanna kjósa flokk- inn eftir sem áður. Aðrir flokkar skiptast svo á um að vera hækjur Sjálfstæðisflokksins þar sem það þarf. Þegar þeir fá ekki að vera hækjur eru þeir ægilega harðir og bölsótast út í Flokkinn og hækj- una, komist þeir þar að sem hækj- ur halda þeir auðmjúkir kjafti og tala um málamiðlanir og sam- komulag. Á fjögurra ára fresti fáum við að velja hver verður næsta hækja Sjálfstæðisflokks- ins. Rosalega sniðugt þetta lýð- ræði. SVO til hvers að æsa sig? Þeir sem ráða, ráða, og þeir sem ráða ekki, ráða ekki. Í sumar ætla ég í algjört fréttabindindi. Ég mun upplifa sælu fáfræðinnar. Ég held það verði unaðslegt. Að stimpla sig út F í t o n / S Í A 3.30 13.25 23.23 2.44 13.10 23.39 Í dag er fimmtudagurinn 29. maí, 151. dagur ársins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.