Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 10
 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR JAFNRÉTTISMÁL Hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er 13 prósent nú en var 8 prósent í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknar um hlut- fall kvenna í stjórnum og meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja, sem rannsóknasetur vinnuréttar við Háskólann á Bifröst stóð að og birt var í gær. „Ég tel að rannsóknin sýni að aukning sé til staðar en hún er ekki hröð, því miður. Það sem mér finnst athyglisverðast er að 19 prósent æðstu yfirmanna fyrir- tækjanna eru konur en í fyrra voru þær einungis 14 prósent,“ segir Elín Blöndal forstöðumaður Rannsóknasetursins. Hún segir jafnframt að ánægju- legt sé að prósentutala fyrirtækja sem hafa enga konu í stjórn hefur lækkað úr 71 prósenti í 57 prósent á einu ári, en aðeins 11 prósent stjórnarformanna fyrirtækjanna eru konur. Í rannsókninni eru 120 stærstu fyrirtæki landsins og þar af ellefu sem eru skráð á aðallista OMX (Kauphallarinnar). Þess má geta að engin kona er stjórnarformað- ur í þeim fyrirtækjum. Hlutafé- lög með undir tíu starfsmönnum voru ekki tekin með í rannsókn- ina. Þessi rannsókn hefur verið framkvæmd frá árinu 2006 af Rannsóknarsetri vinnuréttar og er liður í verkefninu Jafnréttis- kennitalan. Lokaráðstefna Jafn- réttiskennitölunnar verður 19. september næstkomandi. - vsp Aðeins 13 prósent kvenna í stjórnum 120 stærstu fyrirtækja landsins: Fleiri konur í stjórn fyrirtækja ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur hefur hætt við kaup á tveimur túrbínum í jarðvarmavirkjanir af þeim sjö sem boðnar voru út nýverið. Samið var við fyrirtækin Mitsubishi og Balcke-Dürr um kaup á fimm túrbínum á föstudag. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR, segir að í útboðsskilmálum hafi verið möguleiki á að hætta við kaup á tveimur vélasamstæðum innan árs frá undirritun samnings. Þar sem Bitruvirkjun sé ekki lengur í kortunum hafi verið ákveðið að hætta strax við kaup á tveimur túrbínum. OR bar ekki sérstakan kostnað vegna þessa, en hefði kaupunum verið rift eftir að samningar voru undirritaðir hefðu sektarákvæði í samningnum orðið virk, segir Hjörleifur. Þá hefði OR þurft að greiða seljendum fyrir að hætta við kaupin. Samið var um kaup á fimm túrbínum, og nemur fjárhæð samningsins um 13,7 milljörðum króna. Kostnaður við hverja vél er því um 2,7 milljarðar króna. Hver vél hefur 45 megavatta afl. Þær verða afhentar á árunum 2010 og 2011. Tvær túrbínur nýtast við stækkun Hellisheiðar- virkjunar, og tvær fara í virkjun í Hverahlíð. Einni er enn óráðstafað, en Hjörleifur segir að henni verði fundinn staður, til dæmis við Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun eða á Gráhnjúkum. Um er að ræða stærsta samning OR frá upphafi, að því er fram kemur í tilkynningu. - bj Hætt við kaup á túrbínum í jarðvarmavirkjanir vegna ákvörðunar um Bitruvirkjun: Sektarákvæði verða ekki virk UNDIRRITAÐ Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR (fyrir miðju), undirritaði samninginn ásamt Hiroyuki Iwase, framkvæmda- stjóra hjá Mitsubishi, og Claus Brinkmann forstjóra Balcke- Dürr. MYND/OR Tunguhálsi 19 | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is Kom inn! Í sýningarsal okkar gefur að líta fjölbreytt úrval hurða og húna ELÍN BLÖNDAL Er ánægð með þróun mála en segir hana hæga. JARÐSKJÁLFTI Þeir sem urðu fyrir tjóni á skjálftasvæðinu á Suður- landi þurfa að greiða samanlagt að minnsta kosti fimmtíu millj- ónir króna úr eigin vasa fyrir hvern milljarð sem heildartjón- ið nemur. Bótaþegar úr Viðlaga- tryggingasjóði bera lögum sam- kvæmt eigin áhættu, sem nemur fimm prósentum af tjóninu. Áhættuupphæðin er að lágmarki 85 þúsund krónur, og þeir sem urðu fyrir tjóni undir þeirri upp- hæð fá því engar bætur. „Mér finnst þetta illa gert,“ segir Sigurgeir Ingimundarson, íbúi í Hveragerði, sem varð fyrir töluverðu tjóni í skjálftan- um. „Ég er alveg drulluósáttur við þetta og það eru það flestir í Hveragerði. Fólk er mjög reitt.“ Sigmundur bendir á að Viðlaga- trygging sé ekki tryggingafélag, heldur sé þar greitt úr sjóði sem almenningur greiðir í með skatti. „Þetta er hugsað til að veita fólki hjálp í viðlögum, og svo fáum við þetta framan í okkur,“ segir hann. „Þetta er náttúrlega ætlað til þess að komast hjá því að meta mikið af smærri tjónum,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Viðlagatrygging- ar. Hann segist ekki átta sig á því hvort margir tjónþolar verði alfarið af bótum vegna þess að tjón þeirra nemur ekki 85.000 krónum. „En það eru sjálfsagt einhverjir.“ Ásgeir segir eigin áhættu reiknaða út frá öllu því tjóni sem eigandi varð fyrir í skjálft- anum. Þannig leggist eigin áhætta ekki hvort tveggja á tjón á húseignum og innbúi. Sigurgeir segir málið mikið vera rætt manna á milli í Hvera- gerði. Íbúafundur verður hald- inn í kvöld klukkan átta á Hótel Örk. Þar verða fulltrúar Við- lagatryggingar og hyggst Sigur- geir viðra óánægju sína við þá. Viðlagatrygging opnar á næstu dögum skrifstofu á Sel- fossi, sem Ásgeir býst við að verði opin í eitt ár hið minnsta. Þar verði fimm starfsmenn í almennum verkefnum auk tjóna- matsmanna. Viðlagatrygging hefur greiðslugetu upp á 38 milljarða króna. Tjónið vegna skjálftans er langt frá þeirri tölu, en nemur þó milljörðum, að sögn Ásgeirs. stigur@frettabladid.is Tugmilljónir falla á þá sem urðu illa úti Sunnlendingar þurfa að greiða minnst fimmtíu milljónir úr eigin vasa fyrir hvern milljarð sem heildartjón jarðskjálftans á Suðurlandi nemur. Tjón undir 85 þúsund krónum verður ekki bætt. Íbúar á svæðinu eru margir mjög reiðir. MIKIÐ TJÓN Innanstokksmunir skemmdust í nær hverju húsi í Hveragerði, og fjöld- anum öllum á Selfossi. Þá varð tjón á mörg hundruð, jafnvel yfir þúsund húsum á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Samkvæmt lögum um Viðlaga- tryggingar er lágmark eigin ábyrgð- ar tífalt hærra, eða 850 þúsund krónur á verðlagi dagsins í dag, af mörgum mannvirkjum hins opin- bera en af tjóni einkaaðila. Þessi mannvirki eru: ■ Hitaveitur, vatnsveitur og skolp- veitur ■ Hafnarmannvirki ■ Brýr sem eru lengri en 50 metrar ■ Raforkuvirki, þar á meðal dreifi- kerfi og stíflur ■ Síma- og fjarskiptamannvirki ■ Skíðalyftur HIÐ OPINBERA GREIÐIR MEIRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.