Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 12
12 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Annar tveggja fyrrver- andi tollvarða, sem ákærðir eru fyrir brot í starfi, játar sök vegna minnisleysis. Hann segist treysta framburði stúlknanna sem hann er sakaður um að brjóta gegn. Mönnunum er gefið að sök að hafa í ölæði framvísað tollvarðar- skilríkjum sínum á dansgólfi Hressingarskálans, sagst vera að leita að fíkniefnum og í krafti stöðu sinnar þuklað á tveimur konum og hnuplað veski annarrar þeirra. Annar þeirra játar sem áður segir að hafa þuklað á konun- um, sem hann man þó ekki eftir að hafa gert. Tollverðir mega þó aðeins leita á fólki af sama kyni. Hann neitar hins vegar að hafa hlaupið burt með veskið, enda fannst það ekki í fórum hans þegar hann var handtekinn skömmu síðar. Hinn neitar alfarið sök. „Ég leit- aði ekki á þessum stúlkum,“ segir hann. Hann hafi sannarlega verið staddur með hinum tollverðinum á Hressingarskálanum umrætt kvöld, en hafi engin afskipti haft af konunum tveimur. Önnur stúlknanna sagðist þess samt nokkuð viss að hann væri sá sem tekið hefði töskuna. Aðalmeðferð fór fram í málinu á mánudag. Mennirnir starfa ekki lengur sem tollverðir, en annar starfar enn hjá tollstjóraembætt- inu við skrifstofustörf. - sh Fyrrverandi tollverðir ákærðir fyrir brot í starfi á skemmtistað í Reykjavík: Játar þukl en man ekki neitt HRESSINGARSKÁLINN Konurnar voru á dansgólfinu þegar mennirnir sýndu skil- ríki og heimtuðu að fá að leita á þeim. VIÐSKIPTI Seðlabankinn gaf í gær út nýjar og hertar reglur um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrir- tækja sem gildi taka 1. júlí. Meginbreytingin frá fyrri reglum er að misvægi á milli gengisbund- inna eigna og skulda fjármálafyr- irtækja skal mest nema 10% af eigin fé hverju sinni en var 30%. Lægra misvægi, sem nýju reglurnar fela í sér, er ætlað að draga úr áhættu og stuðla að virkari verðmyndun gjaldeyris á millibankamarkaði, segir í tilkynn- ingu Seðalbankans. Bankinn bendir á að til varnar neikvæðum áhrifum af breyting- um á gengi krónunnar á eiginfjár- hlutfall geti Seðlabankinn veitt fjármálafyrirtæki heimild til þess að hafa sérstakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð utan við almenn- an gjaldeyrisjöfnuð. - bih Gjaldeyrisjöfnuður: Seðlabankinn herðir reglur Marel Food Systems hf. Birting lýsingar Marel Food Systems hf. hefur gefið út og birt lýsingu vegna útboðs á nýjum hlutum í félaginu og töku hinna nýju hluta til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. Nálgast má lýsinguna næstu 12 mánuði á vef Marel Food Systems hf., www.marelfoodsystems.com. Prentuð eintök er hægt að nálgast hjá útgefanda, Marel Food Systems hf., Austurhrauni 9, Garðabæ. Hinir nýju hlutir í Marel Food Systems hf. verða seldir í hlutafjárútboði, dagana 5. og 6. júní 2008. Boðnir verða út 156.440.000 nýir hlutir í Marel Food Systems hf. að söluverðmæti kr. 13.923.160.000. Verði umframeftirspurn í útboðinu hefur Stjórn Marel Food Systems hf. áskilið sér rétt til þess að fjölga þeim hlutum sem boðnir verða til sölu í útboðinu um allt að 40.115.000 hluti. Heildarfjöldi hluta sem seldir verða í útboðinu er því að hámarki 196.555.000 hlutir, að söluandvirði kr. 17.493.395.000. Stefnt er að því að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta á OMX Nordic Exchange Iceland hf. eigi síðar en 18. júní 2008. Allir hlutir í Marel Food Systems hf., þar með taldir hinir nýju hlutir, eru í einum flokki og eru jafnréttháir. Ákveði stjórn Marel Food Systems hf. að fjölga ekki þeim hlutum sem boðnir verða til sölu verður heildarfjöldi hluta í Marel Food Systems hf. að hlutafjárhækkun lokinni 560.225.697 hlutir. Verði hlutum í útboðinu fjölgað að ákvörðun stjórnar, verður heildarfjöldi hluta í Marel Food Systems hf. að hlutafjárhækkun lokinni að hámarki 600.340.697 hlutir. Nánari upplýsingar um útboðið og skilmála þess má finna í lýsingu Marel Food Systems hf., sem er dagsett 4. júní 2008. Reykjavík, 5. júní 2008. BANDARÍKIN, AP John McCain, for- setaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, skoraði í gær á Barack Obama að mæta sér á tíu kappræðufundum víðs vegar um Bandaríkin, þar sem almenningur hefði tækifæri til að leggja fyrir þá spurningar. „Ég held að við þurfum enga stóra viðburði sem stjórnað yrði af fjölmiðlum, engar spurningar frá fréttamönnum, engin spuna- herbergi,“ sagði McCain í gær. „Aðeins tveir Bandaríkjamenn sem bjóða sig fram í besta landi heims að svara spurningum frá því fólki, sem við þurfum að vinna traust hjá.“ Á þriðjudaginn lýsti Obama yfir sigri í baráttunni um að verða for- setaefni Demókrataflokksins. Hann hafði tryggt sér nægan meirihluta sama daginn og síðustu prófkjör flokksins í sex mánaða linnulausri törn lauk. Eins og spáð var vann Obama sigur í prófkjöri flokksins í Montana á þriðjudag- inn, en tapaði óvænt fyrir Hillary Clinton í Suður-Dakóta. Hann verður fyrsti þeldökki forsetaframbjóðandinn í Banda- ríkjunum, en stendur nú frammi fyrir því verkefni að fá stuðnings- menn Clintons til þess að fylkja liði að baki sér. „Við skulum nú fara að starfa saman,“ sagði hann við þúsundir stuðningsmanna sinna í St. Paul á þriðjudagskvöldið. Hillary Clinton var hins vegar ekki reiðubúin til að viðurkenna ósigur á þriðjudaginn, heldur ætlar hún að ráðgast við stuðn- ingsfólk sitt næstu daga til að ákveða framhaldið. Ráðgjafar hennar segja að þótt Obama hafi nú fengið stuðnings- yfirlýsingar frá nógu mörgum ofurfulltrúum til að tryggja sér meirihluta, þá geti hann ekki treyst í blindni á atkvæði þeirra. Margir demókratar telja að hún hafi ákveðið að bíða með yfirlýs- ingar á meðan þrýst er á Obama um að velja hana fyrir varafor- setaefni sitt. Sjálf sagði Clinton á fundi með stuðningsfólki sínu í New York á þriðjudag að hún gæti vel hugsað sér það, ef það gæti hjálpað demókrötum að sigra í forsetakosningunum í haust. „Ég er opin fyrir því,“ sagði hún. „Ég vil það sem ég hef alltaf barist fyrir: Ég vil að þær nærri 18 milljónir manna sem kusu mig njóti virðingar og að á þá verði hlustað.“ Ættingjar Baracks Obama í Kenía fögnuðu sigri hans ákaft í gær. „Það væri gott ef hann yrði for- seti Bandaríkjanna,“ sagði stjúp- amma hans, Sarah Hussein Obama. „Barack gæti hjálpað okkur við að byggja skóla í Kenía, og sjúkra- hús, og hjálpa munaðarleysingj- unum hér.“ gudsteinn@frettabladid.is Obama biður um samstarf Barack Obama skorar nú á demókrata að standa saman í baráttunni gegn John McCain, forsetaefni repúblikana. McCain skorar á hann í tíu einvígi. AÐ LOKINNI LANGRI TÖRN Barack Obama og eiginkona hans, Michelle, að lokinni sigurræðu hans í St. Paul á þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.