Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 94

Fréttablaðið - 05.06.2008, Side 94
70 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. íþróttafélag, 6. rykkorn, 8. berja, 9. óðagot, 11. verslun, 12. fræða, 14. mynt, 16. hvað, 17. tala, 18. sprækur, 20. verkfæri, 21. skipti. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal, 3. í röð, 4. land í S-Evrópu, 5. þrot, 7. innheimtu- maður, 10. mælieining, 13. farfa, 15. gola, 16. húðpoki, 19. ónefndur. LÁRÉTT: 2. fram, 6. ar, 8. slá, 9. fum, 11. bt, 12. skóla, 14. klink, 16. ha, 17. tíu, 18. ern, 20. al, 21. sinn. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. rs, 4. albanía, 5. mát, 7. rukkari, 10. mól, 13. lit, 15. kula, 16. hes, 19. nn. MORGUNMATURINN „Ég fæ mér yfirleitt skál af ab-mjólk með sólblómafræjum og banana og hrökkbrauð með smurosti, síðan fæ ég mér ann- aðhvort te eða kaffi á eftir.“ Anna Kristín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Kron. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Tæplega 600. 2. Á Kili. 3. Hljómeyki. „Við þurfum að finna einhverja nýja efnisjöfnun. Það er erfitt ástand og fólk greinilega farið að spá verulega í það í hvað pening- urinn er settur og ég skil það vel. Nú árar ekki fyrir þetta þvert ofan í það sem maður hefði áður haldið,“ segir Örn Árnason leik- ari og skemmtikraftur. Kreppan er farin að setja mark sitt á atvinnulífið, þar með mann- lífið almennt og þá ekki síður á kjör listamanna. Þannig hefur skemmti- og söngdagskrá þeirra Arnar og Óskars Péturssonar tenórs verið slegin af í miðjum klíðum. Ástæðan eru einföld: Aðsókn stendur ekki undir kostn- aði. Þegar hafa verið sýndar tíu sýningar en til stóð að halda rúm- lega helmingi fleiri. Þeir félagar hafa þegar farið um Vesturland og Vestfjarðakjálkann en svo stóð til að fara austur á bóginn og verja til þess næsta hálfum mán- uði. „Austurhornið verður að bíða. Þetta kostar of mikla peninga. Við höfum verið að fá svona um fimmtíu manns á sýningu, sem er reyndar ágætt, en til að þetta geti gengið upp þurfa að mæta um hundrað. Eins gott að sitja heima launalaus eins og að keyra um landið launalaus,“ segir Örn létt- ur í lund eins og jafnan þrátt fyrir þetta. Örn segir mikinn kostnað samfara því að fara um landið með skemmtidagskrá. Þannig fylgir kostnaður auglýs- ingum, leiga á húsi kostar sitt og ekki síst tekur olíuverðið í budd- una. Þeir félagar hafa farið um á jeppa, dregið á eftir sér kerru þar sem er nauðsynlegur búnað- ur og þá fer dísilolíuverðið held- ur betur að segja til sín. Að auki eru nú kostunaraðilar farnir að halda að sér höndum. „Þetta bíður bara betri tíma. Við komum aust- ur þegar olíuhreinsistöðin rís,“ gantast Örn. Hann segir ljóst að listamenn almennt verði að draga saman seglin í ljósi árferðisins. „Vont er að viðurkenna þessar staðreyndir en því miður: Feis it or dæ.“ jakob@frettabladid.is ÖRN ÁRNASON: BETRA AÐ VERA LAUNALAUS HEIMA EN Á ÞJÓÐVEGINUM Þekktir skemmtikraftar aflýsa ferð vegna kreppu TÚRINN SLEGINN AF Þrátt fyrir að góður rómur hafi verið gerður af skemmtidagskrá þeirra Óskars Péturssonar og Arnar Árnasonar hefur fyrirhuguð för austur verið slegin af vegna kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Mér rennur eiginlega blóðið til skyldunnar. Hljómsveitin sem kom mér á kortið var Bítlavinafélagið og trommuleikari hennar, Rafn Jónsson, lést úr MND-sjúkdóminum. Ég mun því spila til að heiðra minningu hans og halda nafni Rafns á lofti,“ segir Eyjólfur Kristjánsson sem mun taka þátt í æði merki- legri tilraun sjónvarpsmannsins Loga Bergmanns Eiðssonar. En hann hyggst spila átján holur á öllu landinu á 24 klukkustundum til styrktar MND-félaginu. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu mun forstjóri Saga Capital, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fljúga með kylfinginn en með þeim Loga og Eyfa verða Íslandsmeistararnir Þorsteinn Hallgrímsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Logi upplýsir að hann spili með Ragnhildi en Eyjólfur og Þorsteinn verða saman í liði. Þorvaldur hefur hins vegar lýst því yfir að hann ætli að láta kylfurnar alveg í friði, hann hafi einfaldlega ekki þolinmæði fyrir golfinu. „Málefnið er það sem öllu máli skiptir og það stendur uppúr. Hitt er bara bónus,“ útskýrir Eyjólfur sem er með 13,5 í forgjöf en hann hefur stundað golfið frá árinu 2001. „Þetta er algjört príma sport fyrir svona poppara eins og mig sem komnir eru á efri árin. Þá er alltaf ákveðið gat í deginum sem maður getur nýtt sér til að skjótast út á völl.“ Ráðgert er að ferðin hefjist 2. júlí og henni ljúki 24 klukkustund- um seinna. - fgg Eyfi fer hringinn með Loga Bergmanni Jakob Frímann Magn- ússon fór fyrir fríðum hópi Íslendinga í Liverpool sem fór til að sjá Paul McCartney og Hljóma um síðustu helgi. Jakob stóð sig frábærlega og voru honum engar dyr lokaðar í bítlaborg- inni. Hann fékk aðgang fyrir hópinn að Lennon-svítunni á Hard Rock Hotel í fordrykk fyrir sérstakan hátíðarkvöldverð. Þar var dreginn út happadrættisvinningur sem kom í hlut hjóna ágætra. Kom nokkur hópur þar saman að loknum kvöld- verði og var spilað við það tækifæri á forláta hvítan flygil sem fylgir svítunni. Lengst allra var Sverrir Stormsker við flygilinn. Má segja að vinningshafarnir hafi fengið óvæntan bónus á miða sinn með Sverri inn í nóttina. Margir tónlistar- menn áttu ekki heimangengt vegna afmælis- hátíðar Hafnar- fjarðar, þeirra á meðal Björgvin Halldórsson. Í tengslum við afmælið líkti Bó í viðtali Reykja- vík við London, Keflavík við Liverpool, Hafnarfirði við Memphis og ein- hverra hluta vegna Akureyri við Bournemouth. Í sérstakri ferð um Liverpool fékk hópurinn skýringu á sögulegu mik- ilvægi Bournemouth í rokksögunni: Það var þar sem Lennon keypti hús fyrir Mimi frænku á sínum tíma þegar hún var að kikna undan erlinum sem fylgdi húsinu þar sem Lennon hafði búið unglingsár sín. Og áfram af tónlistarmönnum. Ljótu hálfvitarnir eru byrjaðir að taka upp nýja plötu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI gullsmiðjan.is FRÍTT FÖRUNEYTI Logi Bergmann og Eyjólfur Kristjánsson ætla að spila átján holur á átján völlum í öllum lands- fjórðungum á 24 klukkustund- um. Mennirnir á bak við Sigtið, grín- þættina frábæru, voru langt komn- ir með þriðju syrpuna og ætluðu að taka hana upp í sumar. En svo hættu þeir við. „Raunsæið tók völdin og við ákváðum að gefa þessu meiri tíma,“ segir Friðrik Friðriksson, einn fjögurra Sigtis- manna. „Gunnar er á fullu að selja Vespurnar sínar, ég er í fæðingar- orlofi og hinir strákarnir upptekn- ir svo við ákváðum bara að setja þetta í salt.“ „Við ætluðum að taka þetta í júlí, þar sem konan mín á von á barni í lok þess mánaðar, en svo áttuðum við okkur bara á því að sá tímarammi myndi aldrei nást,“ segir Gunnar Hansson, sem leikur Frímann Gunnarsson, aðalpers- ónu þeirra tveggja Sigtis-syrpna sem Skjár einn hefur sýnt til þessa. „Ég held að það sé raun- hæft að áætla að við gerum þetta fyrr en næsta sumar.“ Þróunarvinna við þriðju seríuna var það langt komin að búið var að taka prufuþátt. „Hann lofaði mjög góðu,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg ný hugmynd. Frímann Gunn- arsson átti ekkert að vera með. Syrpan átti að gerast inni á vinnu- stað, sem ég vil ekki nefna, og við vorum búnir að bæta við leikurum sem smellpössuðu í hópinn.“ Þótt Frímann verði ekki með í þriðju syrpu Sigtishópsins segist Gunnar ætla að halda lífi í honum. Spjátrungurinn dúkkar upp í sumar. „Frímann mun skokka aðeins í kringum Glitnis-maraþon- ið og svo verður heimasíðan hans vonandi opnuð bráðlega. Þar verða meðal annars hljóðpistlar sem hann hefur sett saman á ferðalög- um sínum erlendis. Frímann hefur líka verið duglegur við að taka að sér veislustjórn í vetur. Hann var sérstaklega upp með sér þegar hann sá um veislustjórn hjá sál- fræðideild Háskólans.“ - glh Frímann og félagar taka sér gott frí FRÍMANN GUNNARSSON OG TÝNDI SONURINN Frímann verður ekki með í þriðju syrpu Sigtis-hópsins, en lifir samt góðu lífi. MYND/GUNNAR HANSSON „Jú þetta kemur illa við okkur,“ segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari í Á móti sól. Sveitin ferðast alltaf með rútu og finnur því fyrir auknum kostnaði. „Það verður ekkert farið í Trékyllisvík í sumar,“ segir hann. Þeir leggja þó ekki árar í bát og munu spila um allt land í sumar. „En maður hugsar sig um ef manni er boðið að spila langt í burtu. Þetta er ekki eins auðvelt og áður. Við finnum þó auðvitað mest fyrir þessu ef kostnaðurinn yfir sumarið er tekinn saman.“ Aukinn kostnaður HEIMIR EYVINDARSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.