Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 16
16 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Tuttugu og fjórum flugmönnum Icelandair hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. september. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, segir að auðvitað standi vonir til að ekki þurfi að segja mönnum upp. Flugmenn viti hins vegar að fyrstu tvö til þrjú árin sé helst sumarstarf að fá. „Það er samdráttur hjá Ice- landair í áætluninni næsta vetur og það er fyrst og fremst það sem þeir eru að tryggja sér í manna- haldinu,“ segir hann. - ghs Flugmenn ósáttir: Uppsagnir hjá Icelandair Hjólaði í veg fyrir bíl Stúlka á sextánda ári hjólaði í veg fyrir bíl á Hlíðarbraut á Akureyri um klukkan tíu á þriðjudagskvöldið. Stúlkan vankaðist við höggið. LÖGREGLUFRÉTTIR FJARSKIPTI Fyrsta upplag nýrrar Símaskrár, 100.000 eintök, hefur að mestu klárast á innan við viku frá útgáfudegi 28. maí síðastlið- inn. Símaskrá- in er prentuð í alls 200.000 þúsund eintökum. Von er á annarri sendingu um miðjan júní. Í Síma- skránni er myndasagan Garðarshólmi eftir lista- manninn Hugleik Dagsson. Sagan teygir sig yfir megnið af bókinni. Hugleikur áritaði fyrstu 100 eintökin af Símaskránni. -gh Nýja Símaskráin: Hundrað þús- und eintök farin SÍMASKRÁIN 2008 Í Símaskránni er myndasaga eftir Hugleik Dagsson. NOREGUR Þrír menn voru sýknaðir í Osló vegna skorts á sönnunar- gögnum í fyrsta hryðjuverkamáli Noregs síðan norska löggjöfin var hert fyrir nokkrum árum. Í dómnum segir að ekki hafi tekist að sanna með óyggjandi hætti að Arfan Bhatti og tveir aðrir menn hefðu lagt á ráðin um árás á ísraelsk og bandarísk sendiráð árið 2006. Bhatti var hins vegar fundinn sekur um skotárás á bænahús gyðinga í Osló í september 2006 og um ólöglega vopnaeign, hótanir og samsekt í tilræði gegn norskum fjársýslumanni. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. - hþj Dómsmál í Noregi: Þrír sýknaðir af hryðjuverkum VINNUDEILA „Við erum bara að fara fram á að við okkur sé talað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, fyrrum trúnaðarmaður hjá Strætó, sem nýlega var sagt upp störfum. Jóhannes, ásamt tveimur öðrum trúnaðarmönnum Strætós, ritaði í gær bréf til Ármanns Kr. Ólafs- sonar, stjórnarformanns Strætós. Bréfið kalla þeir „skriflega áminn- ingu“ til Ármanns sem þeir segj- ast ítrekað hafa reynt að fá fundi með til að ræða framkomu Reynis Jónssonar, framkvæmda- stjóra Strætós, í garð starfs- manna fyrir- tækisins. Í bréfinu segja þeir fram- kvæmdastjór- ann hvorki vilja ræða við þá né vilja veita frí til trúnaðarmanna - starfa og koma þannig í veg fyrir að trúnaðarmenn geti unnið sína vinnu. Þá sé uppsögn Jóhannesar trúnaðarmanns ólögmætur gjörn- ingur og stríði gegn stjórnsýslu- lögum. Átelja þeir Ármann fyrir að hafa lýst yfir stuðningi sínum við vinnubrögð framkvæmdastjórans og segja framkomu og stjórnunar- stíl hans vera með því alvarlegra sem sést hafi á vinnumarkaði. „Það er alveg skýrt að starfs- mannamál heyra undir fram- kvæmdastjóra og koma þaðan inn á borð stjórnar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætós. „Hins vegar hef ég óskað eftir að það verði tilgreint hvenær óskað var eftir fundum með mér því ég kannast ekki við það.“ Ármann fer, í svarbréfi sínu til trúnaðarmannanna, fram á að þeir tilgreini hvenær óskir um fundina komu fram, ella dragi þeir til baka fullyrðingar sínar um að ítrekað hafi verið óskað funda með honum. „Mér finnst alveg skýrt að stjórnin á ekki að hafa bein afskipti af starfsmannamálum með því að vera í sambandi við einstaka starfsmenn. En ef Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar óskar eftir fundi með mér þá væri auðvitað sjálfsagt að verða við því,“ segir Ármann sem segist alltaf hafa brugðist skjótt við þegar starfsmannafélagið hafi óskað eftir fundum með honum. Jóhannes segir næst á dagskrá að sjá hvort að stjórn Strætós sjái sér fært að setjast niður með starfsmönnunum. „Aðalmálið er að menn setjist niður og tali saman en það er ekkert smáræði sem við höfum þurft að standa í til að fá það í gegn.“ olav@frettabladid.is Starfsmenn Strætós ósáttir við stjórnina Trúnaðarmenn starfsmanna Strætós segjast ítrekað hafa óskað eftir fundum með stjórnarformanninum til að ræða stjórnunarstíl framkvæmdastjórans. Stjórnarformaðurinn segir starfsmannamál heyra undir framkvæmdastjórann. FRÁ HLEMMI Stjórnarformaður Strætós komst ekki til fundar við trúnaðarmennina við Hlemm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁRMANN KR. ÓLAFSSON GENGIÐ Á KORTI Í verslunarmiðstöð í Bangkok í Taílandi má sjá þetta risastóra landakort, sem er partur af umhverfissýningu sem þar hefur verið sett upp. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.