Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 90
66 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Ég hef alltaf heillast af ralli. Ég fékk fiðring í magann fyrst þegar mér datt í hug að fá að sitja í slíkum bíl og var það auðsótt þegar ég hafði samband við Sigurð Braga Guðmunds- son. Reynsla hans af akstursíþróttum spann- ar jafn mörg ár og lífaldur blaðamanns, 24. Þegar mig bar að garði á heimili Sigurðar í Kópavogi, eftir hræðsluáróður frá leigubíl- stjóra sem spurði mig hvort ég væri nokkuð nýbúinn að borða, var hann í bílskúrnum ásamt Ísaki Guðjónssyni, vini sínum og aðstoðarökumanni. Eitthvað segir mér að þeir hafi eytt nokkrum klukkutímum í bíl- skúr Sigurðar þar sem Mitsubishi Evo 7 bíll þeirra er geymdur. Báðir hafa unnið til fjölda verðlauna í ýmsum flokkum en þeir hafa verið á meðal þeirra bestu, í ofurbílunum, í um tíu ár. Þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2005. Hvað er ég kominn út í? „Ég kom heim úr námi 1984 og þá stóð rallí- bíll fyrir utan íbúðina sem ég flutti í. Viku fyrir keppnina var sá sem átti bílinn tekinn fyrir ölvunarakstur og mátti því ekki keyra. Hann hafði séð mig grennslast í kringum bílinn og spurði hvort ég vildi ekki bara keyra, en ég vissi þá ekkert um rall. Það næsta sem ég man er frá ráslínunni þar sem ég hugsaði með mér hvað í ósköpunum ég væri búinn að koma mér í,“ segir Sigurð- ur. Ísak byrjaði árið 1993 en saman hafa þeir ekið frá því 2002. „Ísak er einn sá besti ef ekki sá besti,“ segir Sigurður og Ísak bætir við að þeir eyði óhemju miklum tíma saman yfir sumarið. „Mestur tími fer í að skoða leiðirnar sem við keyrum. Þetta er skráð niður nákvæmlega og svo les Ísak þetta í mig jafn óðum,“ segir Sigurður. „Þetta snýst um að finna réttu línurnar í gegnum beygjurnar. Þetta er mikil vinna og oft hálfgerð skrifstofuvinna,“ segir Ísak. 300 hestöfl í skúrnum Eftir spjall í garði Sigurðar í blíðskapar- veðri kíktum við á bílinn. Og hvílíkur bíll. Þeir félagar segja mér að umfang rallsins sé meira en flestir geri sér grein fyrir. Þetta er ekki aðeins tæknihliðin í kringum bílinn og faglega hliðin sem snýr að akstr- inum heldur er reksturinn líka mikill. Til að mynda kostar sérstakt bensín sem þeir nota rúmar 500 krónur hver lítri og ku vera sterkara en flugvélabensín. Eitt dekk kostar rúmar 30 þúsund krón- ur og er það einn mesti kostnaðurinn við reksturinn. „Það er hægt að eyðileggja dekk eftir 50 metra,“ segir Ísak og Sigurð- ur sagði að konu sinni hefði tekist að eyði- leggja eitt dekk í innanbæjarakstri. „Vissu- lega ákveðið afrek.“ Erlendir aðilar stilla vélina til að fá hana til að vinna sem best. Skipta þar um sterka bremsuklossa á 250 kílómetra fresti og vélin dugar í allra mesta lagi sex til átta þúsund kílómetra. Óhapp á borð við veltu getur kostað tvær milljónir en þeir félagar kaupa alla hluti erlendis frá. „Ertu tilbúinn?“ Leið okkar lá að Geithálsi við Rauðhóla en fyrst þurfti að spenna beltin. „Þetta er eins og að spenna ungabarn,“ sagði Ísak þegar hann hjálpaði blaðamanni í allan öryggis- búnaðinn. „Þetta snýst allt um öryggið,“ er mér sagt og ég sé það er ég lít í kringum mig. Sterk öryggisgrind er í bílnum og auk öryggisbeltanna nota þeir sérstakan háls- búnað í keppnum auk hjálma. Það er ekki laust við að þeir sem við ókum framhjá á leið okkar upp Ártúnsbrekkuna hafi rekið upp stór augu þegar við spænd- um upp brekkuna. Fullbúinn rallíbíll á fleygiferð sést ekki daglega á götunum. Bíllinn virkar reyndar alls ekki vel á malbiki og þrátt fyrir mikið tog og kraft var ekki þægilegt að keyra bílinn. Við stoppuðum og ræddum við ljósmyndarann áður en við komum okkur á staðinn. „Jæja, ertu tilbúinn?“ spurði Sigurð- ur og ég kinkaði kolli og hélt mér ósjálf- rátt fastar í beltið, enda alls óviss um hvað ég væri kominn út í. Ýta þarf á átta takka til að gera allt klárt og svo spændum við af stað. Eins og sinfónía Við þeystumst um grófan malarveginn í gegnum hverja beygjuna á fætur annarri og hreint ótrúlegt var að upplifa sig hálfa leið í lúpínubeðin áður en bíllinn fór á sinn stað aftur. Sigurður var einbeittur við stýrið í tíu-tvö stöðunni margþekktu og rykkti gír- unum fram og til baka. Bíllinn virkaði frábærlega. Vegurinn var grófur en fjöðrunin er löng og stíf og fann blaðamaður vart fyrir stórgrjótinu í veginum. Bíllinn lætur augljós- lega mjög vel að stjórn og merkilegast var að sjá samspil þessara þátta virka sem skyldi. Vélin, dempararnir, brems- urnar, dekkin og ökumaðurinn runnu saman eins og vel stillt sinfónía. Við ókum fram og til baka yfir hóla og hæðir þar til bensínið var af skornum skammti. Ég hef ekki hugmynd um hver mesti hraði sem við náðum var mikill en hann var nokkuð yfir 100 kílómetra hraða. Beygjurnar og hólarnir voru fjölmargir og var mér eiginlega hætt að lítast á blikuna þegar við fórum á stökkpall inn í beygju og fullum hraða. En allt fór þó vel og úr varð afar skemmti- leg ökuferð. Sú skemmtilegasta sem ég hef farið í í mörg ár reyndar. Adrenalínið flæddi um líkamann þegar bíllinn rann til og frá en það var erfitt að vera hræddur með jafn mikinn fagmann og Sigurð undir stýri. Hættan eykur spennuna „Þetta er ótrúlega hollt sport, ég hef lengi reynt að fá menn á aldur við mig í sportið,“ segir Sigurður sem kominn er á sextugsaldur og vill gjarnan auka fjölbreytni þeirra sem keppa hér á landi. „Ímyndin er því miður oft sú að þessa íþrótt stundi aðeins bifvéla- virkjar og menn sem hafa akstur að atvinnu. Ekki svo að skilja að þetta séu eitthvað síðri menn heldur væri gaman að fá meiri fjölbreytni í þetta sport eins og raunin er erlendis. Í Bret- landi, mekka rallsins, keppa heilaskurð- læknar, forstjórar og einn af ríkustu mönn- um Bretlands,“ segir Sigurður sem er verkfræðimenntaður og situr til dæmis í háskólaráði HR og stjórn Samtaka iðnaðar- ins. Ísak vinnur hjá umhverfissviði Reykja- víkurborgar. Sigurður hefur keppt í ótalmörgum keppn- um og þrátt fyrir að hann viðurkenni að ald- urinn hái sér örlítið er hann ekkert að slaka á. „Það er ekkert sem maður fær meiri útrás fyrir eins og rallið. Að koma heim eftir góða rallhelgi er óviðjafnanlegt. Það eykur spenn- una að geta drepið sig við minnstu mistök,“ sagði Sigurður Bragi. Blaðamaður tekur undir að adrenalín- flæðið eykst töluvert frá því að taka strætó í vinnuna við að fá far með margreyndum Íslandsmeistara í einum besta rallíbíl lands- ins. Ferðin var eins og Sigurður lýsir, óvið- jafnanleg. hjalti@frettabladid.is Rússíbanareið í vel stilltri sinfóníu Að aka í rallíbíl er mikil upp- lifun. Á fleygiferð inn í hverja beygju og að þeysast svo út úr henni á ógnarhraða á hár- réttum stað er mikil list. Hjalti Þór Hreinsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, kynntist því í 300 hestafla rallíbíl og þeirri miklu samhæfingu sem honum fylgir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO NEFNILEGUR Blaðamaður stillir sér upp með Sigurði Braga eftir æsispennandi ökuferð. Upplifunin var einstök. SIGURÐUR BRAGI OG ÍSAK Árangur frá fyrstu keppni saman: 2002: Kepptu ekki í öllum mótum ársins. Besti árangur í keppni, annað sæti. 2003: Annað sæti í öllum keppnum ársins. Annað sæti á Íslandsmótinu. 2004: Fjórum sinnum í öðru sæti, unnu alþjóðlega rallið. 2005: Íslandsmeistarar eftir sigur í öllum mótum ársins. 2006: Einn sigur, tvisvar í öðru sæti. Urðu að draga sig úr mótinu eftir slys á Mælifellsdal. Sigurður Bragi bakbrotnaði, hann braut rifbein og lunga féll saman. 2007: Einn sigur, þrisvar í þriðja sæti. Voru með örugga forystu í alþjóðlega rallinu og í Íslandsmótinu þegar vélin gaf sig og sigurvonir þeirra urðu að engu. 2008: Sigur í fyrsta móti. Næsta keppni er á föstudagskvöld og á laugardaginn. MITSUBISHI EVO 7 Gerð: Mitsubishi Lancer Árgerð: 2002 Land: Japan Hestöfl: 280-300 Drif: Fjórhjóla Þyngd: 1350 kg - Mun meira með áhöfn Stærð vélar: 2,0 l. Verð: Um fjórar milljónir erlendis. NÓTNABÓKIN Stjórna þarf sinfóníunni og er það gert með þessari nótnabók. Hver beygja er skilgreind frá einum upp í fimm og þýðir V1 til að mynda mjög kröpp vinstri beygja. „Allt er þetta stytt niður í tákn sem ég skil mjög auðveldlega, enda má ekkert hik vera á nótunum til ökumanns, þær þurfa að koma í takt og vel skipulagðar,“ segir Ísak. RENNIREIÐ Sigurður ók á miklum hraða inn og út úr beygjunum í heiðarlegri tilraun til að hræða líftóruna úr blaðamanni. Hér „slædar“ hann út úr einni af fjölmörgum beygjum sem við þeyttumst í gegnum. HRESSIR Ísak Guðjónsson blaðamaður og Sigurður Bragi Guðmundsson stilltu sér upp eftir ökuförina á Geithálsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.