Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 24
24 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Kr ón ur 12 0 28 0 22 0 1998 2003 2008 Sala á nýjum bílum hef- ur dottið niður um allt að helming og bílaumboðin keppast við að kynna góð tilboð. Þannig býður Bern- hard-umboðið upp á Honda Accord Sedan með 700- 800 þúsund króna afslætti og Brimborg býður upp á verðtryggingu á bensíni við kaup á nýjum bílum, svo dæmi séu nefnd. „Við erum að hreinsa til á lager og losa hann af bílum og svo erum við í og með að koma með eitthvað bjart og öðruvísi í þessu svart- nættistali sem hefur verið í þjóð- félaginu,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhards, sem hefur umboð fyrir Honda bifreiðar. Bernhard selur nú Honda Acc- ord Sedan á um 2,7 milljónir króna en sá bíll var á 3,5 milljónir króna. Geir segir að þessi bíll sé eigin- lega á sama verði og hafi verið fyrir gengissig en það komi til með að breytast í 2009 árgerðinni. Búið sé að kynna verðið á honum og því hafi umboðið farið í herferð til að koma út þeim lager sem til sé af gamla bílnum. „Við hefðum líka getað selt hann til Evrópu, við erum með kaup- endur þar en við vildum leyfa landanum að njóta þessara kjara, líka úr því að við fengum fyrir- greiðslu hjá framleiðandanum,“ segir Geir. Á tilboðinu er Honda Accord Sedan á svipuðu eða jafnvel lægra verði en minni bílar, til dæmis Honda Civic. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir að á hverjum tíma séu alltaf tilboð á bílum. Tilboð Honda-umboðsins sé svipað og verðið á eldri gerðinni af Mazda 6 þegar Brimborg hafi selt síðustu bílana. Samkeppnin sé mikil enda séu níu bílaumboð að keppa á markaðnum með 30-40 vörumerki. Umboðin séu alltaf með eitthvað útspil og aldrei sé nein lognmolla. „Menn bregðast kannski ekkert frekar við einstökum auglýsing- um, það fer eftir umboðum og hvar maður er sterkastur og veik- astur fyrir. Við höfum verið að auglýsa bensíntilboð þar sem við bjóðum tryggingu á bensínverði í allt að tólf mánuði, eða allt að 1.500 lítra. Ef þú kaupir nýjan bíl af Brimborg þá ábyrgjumst við að bensínlítrinn fari ekki yfir 99 krónur á þessu tímabili og erum með samning við ÓB. Þetta er partur af samkeppninni.“ Miðað við að 50 lítrum af bens- íni sé dælt á bílinn einu sinni í viku þá dugar tilboðið í rúmlega sjö mánuði, samkvæmt áætlunum Fréttablaðsins. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir að alltaf sé reynt að bjóða besta mögulega verðið og þjónustu en skyndi- lausnir komi bara niður á vöru- merkjunum. Ekki var unnt að kanna tilboð hjá öllum bílaumboðunum við vinnslu þessarar fréttar. ghs@frettabladid.is Bílaumboðin bjóða ódýrari bíla og bensín BENSÍN OG BÍLAR Neytendur geta vafalítið fundið spennandi tilboð hjá bílaumboð- unum þessa dagana því að sala hefur minnkað verulega og samkeppnin er hörð. Sum umboðin bjóða gamlar gerðir af bílum með afslætti og önnur ábyrgjast bensín- lítrann á 99 krónur ef nýr bíll er keyptur. Um þessar mund- ir eru margir að undirbúa göngur af ýmsu tagi. Auk góðs útbúnaðar og félagsskapar er nauðsynlegt að hafa gott úthald og fulla „geyma“ af góðri orku. Þegar vinsælar gönguleiðir, eins og Laugavegurinn, Hornstrandir, Strútsstígur og Lónsöræfi, eru farnar er gengið tiltölulega hægt en undir stöðugu álagi (40-60 prósentum af hámarksálagi). Við slíkar aðstæður er mest verið að brenna fitu. Þó koma tímabil, þegar brattinn er meiri, að treysta þarf á skyndiorku eða glykóg- en (kolvetni) úr vöðvum og lifur. Fyrir ferðina er skynsamlegt að fylla „geymana“ (vöðva og lifur) af kolvetnaríkum mat. Þar má til dæmis nefna lasagna með grófum lasagna- blöðum, grænmetiskjötsósu og bas- ilolíu eða sítrónumarínerað kúskús með grænmeti og lambakjöti. Nestið er svo blanda af góðri fitu, kolvetnum og spennandi kryddum. Í nestispokann á því að vera: ■ Nokkrir skammtar af kolvetnum eins og til dæmis pasta, núðlur, hrísgrjón, flatkökur, tortillur, naanbrauð og gróft brauð. ■ Góð ólífuolía sett í litla plastflösku. Kryddjurtir, mexíkósk kryddblanda og karrí sett í litla poka. ■ Kjúklingar í strimlum, léttpepperóní, skinka, túnfiskur, kavíar, kæfa og ostur ■ Rautt eða grænt pestó og þurrkaðar súpujurtir. ■ Múslí, þurrkaðir ávextir, hnetur og súkkulaði. Á morgnana er gott að fá sér soðið múslí með þurrkuðum ávöxt- um, te og brauð. Nesti fyrir daginn getur verið flatbrauð með kæfu, samlokur með skinku, osti og pestói og brauð með osti og kavíar. Ekki má gleyma naslinu og vökvanum. Á kvöldin þegar komið er í tjald er hugmyndaflugið notað og búnir til girnilegir réttir; karrísúpa með núðlum, kjúklingi og súpujurtum, hnetum stráð yfir. Pastaréttur með með pepperóni, súpujurtum, pestói og kryddjurtum. Fylltar tortillur með túnfiski, súpujurtum og mexíkósku kryddi, osti stráð yfir. Gott er að nota góða skvettu af ólífuolíu við matartilbúninginn. Við álagið af göngunni tapast mikið vatn úr líkamanum og ef vökvatap verður of mikið finnum við fyrir þreytu, eymslum og jafnvel vöðvakrampa. Við getum ekki treyst þorstatilfinningunni þar sem hún bælist í kulda og við áreynslu. Nauðsynlegt er að vera alltaf með brúsa af vatni í seilingarfjarlægð (innan á sér eða í mittispoka) svo auðvelt sé að nálgast vatnið. Þá getur verið ágætt að vera með orkudrykki sem innihalda 6-8 pró- sent kolvetni og sölt. Orkudrykki á að nota sparlega, súpa lítið í einu og einungis þegar við erum að reyna verulega mikið á okkur. Þá er bara að muna eftir góða skapinu, drekka nóg af vökva og njóta matarins. www.mni.is MATUR & NÆRING GUÐRÚN ADOLFSDÓTTIR Gott nesti í gönguna Útgjöldin > Fargjald í strætisvagn fyrir einn fullorðinn í Reykjavík. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Í mínu minni eru verstu kaupin mín þegar ég keypti risastóran Dodge skutbíl af Pétri Grétars- syni, slagverksleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Stein- unn Birna Ragnars- dóttir, píanóleikari og stjórnandi Reykholts- hátíðarinnar. „Þá var hann að klára nám í Boston og ég að hefja mitt nám. Ég keypti bílinn á fimm hundruð dollara og keyrði Pétur á flugvöllinn sama dag. Þegar hann var kominn upp í flugvél ætlaði ég að keyra heim en bíllinn dó á leiðinni og var ekki viðgerð- arhæfur,“ segir Steinunn Birna. Hún segist jafnframt í gríni að hún hafi í raun aldrei fyrirgefið Pétri fyrr en þau byrjuðu að vinna saman í þáttunum Hvað er að heyra? sem var á Rás 1 í vetur. „Bestu kaupin eru án efa þegar ég keypti sérvalinn Bösendorfer-flygil frá Vínarborg áður en gengisfallið var í fyrra en í dag munar litlum þremur milljónum á þessum kaupum. Ég keypti gripinn á um fimm milljónir en hann myndi kosta um það bil níu milljónir í dag. Fyrir utan hversu góð kaup þetta voru þá er þessi flygill frábært hljóðfæri og ég sé alls ekki eftir kaup- unum.“ NEYTANDINN: STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI Bíllinn dó á leiðinni heim Þrátt fyrir umfjöllun fjölmiðla á vordögum um verðmun á flugi til og frá Færeyj- um heldur Flugfélag Íslands áfram að bjóða viðskiptavinum sínum mun hærra verð á þjónustu sinni en færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Ætli farþegi að bregða sér í heimsókn til nágrannalandsins helgina 13. til 16. júní greiðir hann 33.335 krónur með sköttum ferðist hann með Atlantic. Sé ferðin pöntuð hjá Flugfélagi Íslands sömu helgi kostar hún 54.270 krónur með sköttum - eða rúmlega tuttugu þúsund krónum meira. ■ Verðlag Flugfélag Íslands enn þá dýrast til Færeyja Símtöl í farsíma eru ekki undanskilin verðhækkunum undanfarinna vikna og mán- aða. Þann 1. júní síðastliðinn hækkaði Síminn gjöld símtala innan fyrirtækisins um 1-4 prósent en lækkaði þess í stað verð á símtölum til annarra símafyrirtækja um 4,6 prósent. Vodafone hækkaði hins vegar alla þætti áskriftarleiða farsímaþjónustu sinnar um 4,4 prósent. Verðskrá Tals og Nova hélst óbreytt en mínútuverð þeirra er allt að 13 krónum og tíu aurum ódýrara en hjá Símanum og Vodafone. Tímamælingar símafyrirtækjanna flækja málin enn frekar sökum þess hve ólíkum niðurstöðum þær skila. Samkvæmt vef Neytenda- samtakanna taka Síminn og Vodafone alltaf gjald fyrir fyrstu mínútu símtals en í tíu sekúndna þrepum þar á eftir. Nova tekur fast gjald á hálfrar mínútu fresti á meðan Tal tekur alltaf gjald í 60 sekúndna þrepum, sama hve lengi er talað. ■ Verðlag Enn breytist verð á farsímaþjónustu Viltu skjól á veröndina? www.markisur.com og www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Hrein fjárfesting ehf, Dalbraut 3, 105 Reykjavík Upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar „Ég tók eftir því að fólkið í tannkrems- auglýsingum bleytir aldrei burstann eins og allir aðrir. Ég ákvað að prófa þessa leið og komst að því að þetta er eina vitið. Það minnkar froðuna og eykur ánægjuna við tannburstun. Margir eru viðkvæm- ir og kúgast þegar froðan er of mikil. Sá vandi heyrir sögunni til ef því er sleppt að bleyta.“ Jón Svavar kýs einn- ig að sleppa því að skola munninn með vatni að burstun lokinni. „Að skola býður upp á sýkla. Best er að spýta og láta þar staðar numið. Það hef ég frá kunnáttumönnum í faginu.“ GÓÐ HÚSRÁÐ BLEYTIR EKKI BURSTANN ■ Jón Svavar Jósefsson söngvari bleytir hvorki tannburstann fyrir burstun né skolar munninn með vatni eftir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.