Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 46
4 ● tíska&lífsstíll Hjólabrettaverslunin Reykjavík Skateshop verður opnuð í Veltu- sundi 1 í dag klukkan 16 en hún er í kjallara veitingastaðarins Einars Ben. Megináhersla er lögð á hjóla- bretti og þann búnað sem fylg- ir hjólabrettaiðkun. Má þar nefna hjálma, hlífar, skó og fatnað. Meðal merkja eru Créme, Kr3w, Supra, Independent og Santa Cruze svo einhver séu nefnd. Búðin er vel staðsett með til- liti til þess að hjólabrettaiðkendur halda mikið til á Ingólfstorgi. „Við vonumst ekki til þess að bretta liðið líti við heldur ætlumst til þess,“ segir annar eigendanna, Sigurður Árni Jósefsson, glaður í bragði. Sigurður stendur á bak við búð- ina ásamt Kristjáni Þór Gústafs- syni en þeir reka einnig „street- wear“-verslunina Noland á Lauga- vegi 32 sem var opnuð fyrir um mánuði. Í Noland eru örlítið aðrar áherslur en þar má finna buxur, boli, skyrtur, jakka og skó á karl- menn. „Innan tíðar munum við bæta stelpufötum við,“ segir Sig- urður. Þeir Kristján og Sigurður eru engir nýgræðingar í verslunar- rekstri en Sigurður opnaði Hol- una á Akureyri fyrir tólf árum. Hann rak einnig Týnda hlekk- inn á Laugavegi en búðirnar voru báðar með brettavörur og tengdan fatnað. Kristján starfaði hjá NTC- verslunarkeðjunni í ellefu ár og þekkir götutísku því vel. Undirheimar brettafólks ● Verslun með hjólabretti og tengdan búnað opnuð neðanjarðar í hjarta Reykjavíkur í dag. Þeir Sigurður Árni Jósefsson og Kristján Þór Gústafsson, eigendur Reykjavík Skat- eshop og Noland, hafa áralanga reynslu af verslunarrekstri. Reykjavík Skateshop opnar í dag klukkan fjögur. Kr3w-peysa á12.990 krónur. Lilja Dögg Gylfadóttir kennari hefur fundið sína leið til að byggja sig upp jafnt andlega sem líkamlega. „Ég fer í jóga tvisvar til þrisvar í viku og svo hef ég líka verið í annarri leikfimi með því. Á sumrin fer ég út að ganga og hreyfi mig með fjölskyldunni. Ég upplifði það í vetur að mér fannst það vera griðastund að fara í jóga og þar náði ég að gleyma stað og stund,“ segir Lilja Dögg sem finnst jóga mikil hvíld fyrir hugann frá amstri dagsins. „Mér hefur stundum þótt þetta jafnast á við góða sál- fræðimeðferð en Auður jógakennari hjá Lótus jóga- setri er líka einstök. Auk þess að vera líkamsrækt þá er þetta sjálfsstyrking og kennir manni að vera sáttur við sjálfan sig,“ út- skýrir Lilja Dögg og bætir við að einnig skipti máli að jóga er engin keppni held- ur geri hver og einn eins vel og hann getur. „Maður er þarna bara fyrir sjálfan sig á sínum eigin forsendum.“ Auk þess að vera íhugun getur jóga líka tekið veru- lega á líkamlega. „Ég kem heim með harðsperrur og þess háttar,“ segir Lilja Dögg kímin en hún byrj- aði í meðgöngujóga sumar- ið 2006 og fór í framhaldi af því í mömmujóga og kundalini-jóga. „Þegar barnið var svona tveggja mánaða upplifði ég að mér hafði ekki liðið svona vel í lang- an tíma. Ég fann fyrir miklu jafnvægi og þroska. Maður temur sér að lifa meira í núinu og vera sáttur við sjálfan sig. Eða eins og Auður segir svo oft: Þú ert nú þegar allt sem þú þarft að vera,“ segir Lilja Dögg ánægð og bætir við að jóga hafi hjálpað henni í samskiptum og að takast á við erfiðleika. - hs Ræktar líkama og sál Lilja Dögg segist þrífast best með því að rækta sjálfa sig og að þannig geti hún gefið meira af sér. Hún er auk þess mikill náttúruunnandi og nýtur þess að fara með fjölskyldunni í gönguferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Á laugardaginn munu fé- lagarnir standa fyrir bretta- móti á Ingólfstorgi í tilefni af opnun Reykjavík Skate- shop ásamt því að gleðjast í búðinni. - ve Kr3w-buxur á 10.900 krónur. Supra-skór á 11.900 krónur. Supra-skór á 13.900 krónur. ● Í eldhúsinu leynast ýmis fegurðarmeðul og eru græn- meti og ávextir kjörin til að hressa upp á útlitið. Klass- ískt er að leggja gúrkusneiðar yfir augun en safinn úr þeim frískar augun, gefur þeim raka og endurnærir. Ódýr og einföld lausn fyrir þreytt augu. Lífrænn augnmaski 5. JÚNÍ 2008 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.