Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 30
30 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Síðasta Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar, fráfarandi ritstjóra Morgunblaðs- ins, fjallar um símahleranir Sjálfstæðisflokksins 1949-68 og viðbrögð fórnarlamba hleran- anna. Bréfið veitir svo tæra innsýn í hugarheim ákveðins hóps sjálfstæðismanna, að mér þykir fara vel á að endurbirta hér vænan kafla bréfsins. Tilefni bréfsins er birting Kjartans Ólafssonar, fyrrum alþingis- manns og ritstjóra Þjóðviljans, á lista yfir 32 heimili, þar sem síminn var hleraður, bersýnilega af innanlandspólitískum ástæðum og yfirleitt án skriflegs rökstuðn- ings eða skírskotunar í lög. Reykjavíkurbréfið „Nú vill Kjartan Ólafsson að hann og aðrir verði beðnir afsökunar á símahlerunum þessara ára. Gott og vel. En það vill svo til að það er annað fólk í þessu landi, sem vill fá skýr og ótvíræð svör við öðrum spurningum. Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur- Þýzkaland og önnur ríki í Austur- Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. Í Stak- steinum Morgunblaðsins birtust t. d. athyglisverðar upplýsingar á Viðreisnaráratugnum um prentvélakaup Þjóðviljans, svo að dæmi sé nefnt. Úr því að Kjartan Ólafsson vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið? Að íslenzk stjórn- völd sendi unga sagnfræðinga í skjalasöfn í Moskvu og Berlín, í London og Washington og víðar og að það verði gefin út hvítbók um allt það, sem hægt er að sýna fram á með skjallegum heimild- um að gerðist á dögum kalda stríðsins? Það eru ekki margir Íslendingar lifandi, sem þekkja þessa sögu vel. Einn þeirra, sem þekktu hana frá sjónarhóli vinstri manna, var Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem var áratugum saman í innsta kjarna Sósíalista- flokksins, alveg eins og Kjartan Ólafsson. Síðustu árin, sem Ingi lifði, fóru fram nokkur vináttu- samleg samtöl á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem Ingi var hvattur til að segja söguna alla. Þau samtöl komust það langt að Ingi sagði að tæki hann slíka ákvörðun mundi hann segja þá sögu hér á síðum Morgunblaðsins. Úr því varð ekki því miður. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til þess? Er hann reiðubú- inn til að segja þá sögu, sem hann þekkir, hvort sem er hér á síðum Morgunblaðsins eða annars staðar? Það væri þá kannski hægt að sjá til þess að sambærilegt framlag kæmi úr hinum herbúð- unum! Það hefur litla þýðingu að taka eitt mál út úr eins og símahleranir. ... Það er svo önnur saga, sem bregður upp sérstakri mynd af mannlífinu, að margir þeirra, sem áratugum saman stóðu í harðri baráttu þegar kalda stríðið geisaði, eru pólitískir samherjar í dag í einu stærsta máli framtíðarinnar, Evrópusam- bandsmálinu. Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir sem nú deila um símahleranir og önnur mál þeim tengd eigi eftir að ganga saman í einni fylkingu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og hver veit nema Kjartan Ólafsson og höfundur þessa Reykjavíkurbréfs haldist þá í hendur!“ Kaup kaups? Hvað er Morgunblaðsritstjórinn að segja? Hann er í reyndinni að segja þetta: Við brutum af okkur, gott og vel, og við skulum játa það á okkur gegn því, að þið sviptið þá einnig hulunni af ykkar afbrotum, og síðan göngum við saman syngjandi inn í sólarlagið í sameiginlegri baráttu gegn inngöngu Íslands í ESB. Tilboðið er óþarft, þar eð játning ritstjórans liggur fyrir. Reykjavíkurbréfið tekur af tvímæli um hana. Samskipti sósíalista við sovétvaldið voru að margra dómi brotleg (gegn gjaldeyrislögum o.fl.), eins og ritstjóri Morgunblaðsins veit manna bezt, þótt yfirvöld kysu að leiða málið hjá sér líkt og ýmis önnur meint afbrotamál með stjórnmálaívafi. Ritstjórinn þekkir einnig úr návígi skaðann, sem óviðkomandi aðgangur að tölvupósti og öðrum trúnaðarupp- lýsingum getur valdið einstakling- um. Með því að leggja símahleran- ir Sjálfstæðisflokksins að jöfnu við meint brot sósíalistanna hefur ritstjórinn í rauninni játað. Málinu er ekki lokið. Fólkið í landinu þarf einnig að fá að vita um meintar símahleranir eftir 1968, enda liggja fyrir vitnisburð- ir um hleranir eftir 1992. Árni Páll Árnason, nú alþingismaður, óskaði formlega eftir heimild utanríkis- ráðherra 2006 til að greina lögreglunni frá vitneskju sinni um málið. Utanríkisráðherra Fram- sóknarflokksins synjaði honum leyfisins. Vel færi á því, að Árni Páll Árnason ítrekaði ósk sína til nýs utanríkisráðherra um að mega greina til fulls frá vitneskju sinni eða grun um símahleranir á þeim tíma, þegar Jón Baldvin Hanni- balsson var utanríkisráðherra og Árni Páll starfaði í utanríkisráðu- neytinu 1992-95. Réttar upplýsing- ar um ítrekuð brot Sjálfstæðis- flokksins gegn lögvarinni friðhelgi einkalífs andstæðinga flokksins eiga ekki að vera verzlunarvara. Svanasöngur í móa HlerunarmálinÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifa um miðborgina Formaður umhverfis- og samgönguráðs, Gísli Marteinn Baldursson, hefur farið fyrir þeirri skoðun að rétt sé að grafa Geirsgötuna undir jörðina þannig að gangandi umferð kom- ist óhindruð frá Lækjartorgi yfir í Tónlistar- og ráðstefnuhús. Fulltrúar Vinstri grænna hafa miklar efasemdir um að þetta sé rétt leið og að það feli í sér góða lausn fyrir miðborgarum- ferðina að leggja stokk frá gamla útvarpshús- inu að Tollhúsinu þannig að um 60 metra ramp- ar skeri miðborgina í sundur hvorum megin. Í lifandi og mannvænlegum miðborgum eru ekki rampar og stokkar í þágu einkabílsins heldur öll umferð á sama plani, strætó, hjól, gangandi og akandi, á jafnréttisgrundvelli. Bílaum- ferðin er hæg borgarumferð sem er stýrt með göngu- ljósum og öðrum aðferðum. Rampar í miðborg eru barn síns tíma og mikið óráð. Það er liðin tíð að einka- bíllinn eigi rétt á því að fara alls staðar óhindrað um, hratt og ávallt á kostnað annarra ferðamáta. Svokallaður Geirsgötustokkur er afar dýr leið og mun kosta Reykvíkinga milljarða sem vel væri hægt að nýta með öðrum hætti í þágu umferðar- skipulags framtíðar. Það er lífsspursmál fyrir borgina að styrkja og efla möguleika annarra samgöngumáta en einkabílsins. Það verður ekki gert öðruvísi en með því að breyta for- gangsröðun og hverfa frá lausnum fortíðar sem rista lífæðar í sundur. Danski arkítektinn Jan Gehl er sá hugsuð- ur sem er á bakvið gerð Striksins í Kaup- mannahöfn. Hans hugmyndafræði í borgar- skipulagi er þannig að fyrst beri að hugsa um lífið í borginni eða á tilteknu svæði, þá um rýmið á viðkomandi svæði og loks um mann- virkin og byggingarnar. Algengara er að for- gangsraða þannig að mannvirkin komi fyrst og síðan er farið að hugsa fyrir lífinu sem skapast á milli húsanna og við umferðar- mannvirkin eða að lífið milli húsanna verði tilviljunum háð og jafnvel líði fyrir stórar byggingar og klossuð umferðarmannvirki. Stokkur undir Geirsgötu er dæmi um mannvirki sem snýst aðeins um einkabílinn en ekki um lífið í miðborginni. Rampi sem sker Kvosina í sundur er ekki ásættanlegur fyrir umhverfisvæna miðborg til framtíðar. Höfundar eru borgarfulltrúar Vinstri grænna. Miðborg í þágu framtíðar SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Hlustendur geta hringt inn fyrirspurnir í síma 588 1994 Umsjónarmenn: Oddný Sturludóttir og Dofri Hermannsson Vildi en gat ekki Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra þvær hendur sínar af blóði hvítabjörnsins sem felldur var í Skaga- firði á þriðjudag. Umhverfisráðu- neytið sendi lögreglu þau skilaboð að hún yrði að meta hvað best væri að gera út frá öryggissjónarmiðum. Í kjölfarið var dýrið skotið. Ráðuneytið áréttar hins vegar að það væri ekki í verkahring umhverfisráð- herra að veita heimild til að fella bjarndýr á vergangi. Þórunn kveðst aftur á móti áhugasöm um að búa til aðgerðaáætlun til að bregð- ast við tilfellum sem þessu, því best hefði verið að ná dýrinu lifandi og koma því aftur til sinna heimkynna. Næsti ísbjörn fær því væntanlega hlýlegri móttökur. Þetta er allt að koma Enn og aftur gerist það að hendur Þórunnar eru bundnar þegar hún vill fara eftir samvisku sinni. Þegar Land- vernd óskaði eftir heildstæðu mati á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík, kvaðst Þórunn gjarnan vilja geta orðið við því en skorti því miður heimildir til þess. Hún skyldi hins vegar sjá til þess að sama staða kæmi ekki upp aftur næst þegar reisa ætti álver. Kjörorð umhverfis- ráðuneytisins gætu verið: Gengur bara betur næst. Breyttar forsendur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, ritaði grein í Frétta- blaðið á þriðjudag til stuðnings hval- veiðum. Vísaði hann í „vel rökstudda ráðgjöf“ Hafró um að óhætt væri að veiða hér 400 dýr af um 44 þúsund dýra stofni. Talningin sem Jón vísar í er frá 2001. Í nýrri skýrslu Hafrann- sóknastofnunar, sem birt var í gær, kemur hins vegar fram að í nýrri taln- ingu hafi fundist mun færri hrefnur en 2001; lægra stofnstærðarmat er ekki nema um tíu þúsund dýr og telur stofnunin veiðiþolið nú vera um 107 dýr. Það er fjórðungur af því sem áður var. Forsendurnar sem Jón gaf sér í fyrradag eru því gjörbreyttar. bergsteinn@frettabladid.isT illögur um stighækkandi skatt á bíla eftir því hvað þeir menga mikið eru afbragð. Nú þarf að koma þeim í gagnið eins hratt og mögulegt er. Samsetning íslenska bílaflotans er þjóðinni til skammar. Meðaltalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl er langmest hér á landi af öllum þeim 30 löndum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið. Þennan fróðleik er að finna í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra, sem hafði það hlutverk að leggja fram heildarstefnumótun um skatt- lagningu ökutækja og eldsneytis. Á mannamáli þýðir þetta að íslenski bílaflotinn er einn sá mest mengandi í gjörvallri álf- unni. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi staða þýðir að nánast engin von er um að ná settum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Á sama tíma og mengun frá bílaumferð hefur farið minnkandi víðast í Evrópu hefur þróunin verið í hina áttina hér. Ástæðan er augljós hverjum þeim sem er í umferðinni. Öxulþungi flotans hefur farið sívax- andi. Jeppum og stórum pallbílum hefur snarfjölgað og það eru ekki neyslugrönn farartæki. Innstæðan fyrir kvörtunum um hátt eldsneytisverð undanfarin ár er sem sagt ekki meiri en svo að risajeppi á borð við Toyota Landcruiser er jafnan með mest seldu bílum landsins. Nú síðast í janúar seldust til dæmis yfir 200 ný stykki af þeirri gerð á einu bretti. Þessi þróun er bein afleiðing af meðvitundarlítilli stefnu stjórnvalda í umhverfismálum um árabil. Lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að stýra bílakaupum þjóðarinnar með það fyrir augum að draga úr mengun. Þvert á móti. Pallbílar í yfirstærð komu til dæmis eins og holskefla inn á markaðinn fyrir fáeinum árum vegna glufu í vörugjaldakerfinu. Nú gæti einhverjum dottið í hug að kalla það forsjárhyggju að leiða í lög skattlagningu sem umbunar þeim sem kaupa eyðslugrannan bíl en refsar hinum sem vilja aka um á meira mengandi bílum. Jafnvel að slíkir skattar væru skerðing á frelsi þeirra sem vilja eiga eyðslufreka bíla. Slíkar takmark- anir eru hins vegar fyllilega réttmætar því með þeim er verið að gæta hagsmuna þeirra sem kjósa að eiga ekki slíka meng- unarvalda. Mengun er alvarleg skerðing á lífsgæðum. Þeir sem eru gripnir við að henda rusli á víðavangi eru sekt- aðir fyrir sóðaskapinn. Háir skattar á bílasóða eru af sama stofni. Þeir eru á vissan hátt eins og fyrirfram greiddar sektir fyrir virðingarleysi við andrúmslofti okkar allra. Tímabær u-beygja í skattlagningu nýrra bíla. Bílasóðarnir eiga að borga meira JÓN KALDAL SKRIFAR „Nú gæti einhverjum dottið í hug að kalla það for- sjárhyggju að leiða í lög skattlagningu sem umbunar þeim sem kaupa eyðslugrannan bíl en refsar hinum sem vilja aka um á meira mengandi bílum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.