Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 89
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 65 HANDBOLTI Útlit hornamannsins Alexander Petersson vekur mikla lukku hjá hinum strákunum í landsliðinu þessa dagana. Félagi Alexanders hafði skorað á hann að vera með yfirvarar- skegg, eða hormottu eins og menn vilja kalla það, ef Íslandi tækist að komast á Ólympíuleikana. Þar sem markmið landsliðsins náðist þarf Alexander að vera með mottuna góðu í tvær vikur og má ekkert eiga við hana. Hann mun því skarta mottunni myndarlegu þegar síðari leikur Íslands og Makedóníu fer fram um aðra helgi í Höllinni. Það verður síðasta tækifæri landans að sjá Alex með mottuna því hann sagðist aðspurður ekki vera spenntur fyrir því að halda þessu útliti til frambúðar og hann stórefaðist einnig um að konan hans myndi hvetja sig til þess að halda mottunni. - hbg Útlitsbreytingar á Alexander Petersson eftir Póllandsförina: Kominn með myndarlega mottu FLOTTUR Alex tekur sig vel út með nýja yfirvararskeggið. FRÉTTABLAÐIÐ/HBG KÖRFUBOLTI Lokaúrslit NBA-deild- arinnar hefjast í nótt þegar Bos- ton Celtics tekur á móti Los Angel- es Lakers. Þarna fara tvö sigursælustu félög NBA-sögunnar og þau eru að fara að mætast í fyrsta sinn síðan þau háðu sígild einvígi sín á níunda áratugnum. Það er enginn búinn að gleyma baráttu Larry Bird og Magic John- son og nú þegar liðin mætast aftur eftir 21 árs bið vonast allir eftir að draumaúrslitin standi undir vænt- ingum. Þetta er í ellefta skipti sem Boston og Lakers mætast í lokaúr- slitum NBA-deildarinnar og þó að Boston hafi unnið átta af þessum tíu skiptum þá benda menn á það að Lakers hefur unnið í tvö síðustu skiptin (1985 og 1987). Phil Jackson, þjálfari Los Ang- eles Lakers, getur orðið fyrsti þjálfarinn til þess að gera tíu lið að meisturum og með því myndi hann bæta afrek Red Auerbach sem gerði Boston 9 sinnum að meisturum. Þrátt fyrir að Boston sé með heimavallarréttinn spá flestir spekingar að Los Angeles Lakers muni vinna. Á heimasíðu ESPN spá níu af tíu spekingum Lakers sigri og aðeins tveir þeirra telja að liðið þurfi fleiri en sex leiki til þess að tryggja sér titilinn. Þetta hefur verið tímabilið hans Kobe Bryant sem hefur bæði unnið stóra sigra innan sem utan vallar þar sem hann hefur lagað ímynd sína mikið. Bryant hefur leikið mjög vel í úrslita- keppn- inni og margsannað að það er enginn betri í að klára leiki en einmitt hann. Boston vann báða leiki lið- anna í vetur með 16 stigum að meðaltali en spænski miðherjinn Pau Gasol var ekki með í þessum leikj- um. Það er einkum inn- koma hans í Lakers-liðið sem hefur gert liðið svona gríðarlega sterkt. Gasol er mjög óeigingjarn í sókninni og hann og Bryant ná mjög vel saman. Boston-liðið hefur sýnt á sér veikleikamerki í úrslitakeppninni til þessa og þeir unnu ekki útileik fyrr en í úrslitaeinvígi Aust- urdeildarinnar á móti Detroit. Fyrsti leikurinn fer fram í Bos- ton klukkan eitt í kvöld og liðin mætast síðan aftur á sama stað á sunnudagskvöldið áður en liðin flytja sig yfir til Los Angeles. Það þarf fjóra sigra til að verða NBA- meistari. - óój Lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjast í kvöld og verða í beinni á Stöð2 Sport: Flestir spá Lakers NBA-titlinum GEFUR ALLT SITT Kevin Garnett hefur leikið vel með Boston. NORDICPHOTOS/GETTY SÁ BESTI Kobe Bryant hjá Lakers treður hér í körfuna með miklum tilþrifum. NORDICPHOTOS/GETTY TÍUNDI Á LEIÐINNI? Phil Jackson getur búið til NBA-meistara í 10. sinn. NORDICPHOTOS/GETTY FERÐAST ÞÚ MEÐ GÖMUL DEKK Í EFTIRDRAGI? Nú eru ferðadagar hjá N1. Þú færð ný dekk fyrir hjólhýsið, fellihýsið eða tjaldvagninn hjá Hjólbarðaþjónustu N1. Viðskiptakortshafar fá 25% afslátt af dekkja- skiptingunni á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum þegar þeir kaupa umgang af nýjum dekkjum. 25% afsláttur af dekkjaskiptingu! F ll úl 24 Ré hál i 2 Æ i íð 102 L 1 N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA, SÍMI 440 1000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.