Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 37
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Alexandra Helga Ívarsdóttir, sem hreppti titil- inn Ungfrú Ísland um síðustu helgi, fylgist með tískunni en leggur þó mest upp úr þægilegum klæðaburði. Alexandra, sem er að ljúka sínu þriðja ári í Mennta- skólanum við Sund, hefur alltaf haft áhuga á fötum og minnkaði hann ekki við þátttöku í Ungfrú Ísland. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér að vera þægilega klædd dags daglega. „Ég er oftast í gallabuxum, íþróttafötum eða hettupeysu en hef svo gaman af því að fara í kjóla spari. Í vetur hefur úlpa sem ég keypti í G-star verið í miklu uppáhaldi en hún er aðsniðin með loðkraga. Síðan er ég mjög ánægð með svartar Levi‘s-galla- buxur í augnablikinu. Þær heita 471 slim fit, eru niður þröngar og háar í mittið, eða alveg upp að nafla. Við þær er ég yfirleitt í stígvélum sem kær- astinn minn, Birgir Rafnar Birgisson, gaf mér í afmælisgjöf úti í Danmörku í fyrra,“ segir Alex- andra. Hún og Birgir hafa verið saman í þrjú og hálft ár en þau kynntust á grunnskólaárunum. „ Hann er úr Kópavogi og ég úr Grafarvogi en við kynntumst í gegnum sameiginlega vini,“ útskýrir Alexandra. Hún er einmitt á leið í frí til Flórída með kærastan- um og fjölskyldu hans í lok vikunnar og þar hefur hún hugsað sér að kíkja í nokkrar búðir. Síðan er stefnan tekin á Ungfrú alheim í Úkraínu í október. Alexandra útskrifast frá MS næsta vor og þótt hún sé ekki búin að ákveða framhaldið langar hana helst að læra sálfræði. „Síðan er líka planið að taka snyrtifræði í kvöldskóla,“ segir Alexandra, sem heldur nú út í sumarið eftir að hafa lokið síðasta vor- prófinu. vera@frettabladid.is Tískuáhuginn minnkaði ekki í Ungfrú Ísland Alexandra hefur notað úlpuna óspart og svörtu Levi‘s-gallabuxurnar, sem eru háar í mittið, eru í sérstöku uppáhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STELPUR HLAUPA Mæður, systur, ömmur og dætur reima nú á sig hlaupa- skóna fyrir Kvennahlaupið sem fram fer á laugardaginn. HEILSA 6 BLÓMASKRÚÐ Stjúpur eru alltaf vinsæl sumarblóm en nýjar teg- undir bætast líka í hópinn. HEIMILI 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.