Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 37

Fréttablaðið - 05.06.2008, Page 37
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Alexandra Helga Ívarsdóttir, sem hreppti titil- inn Ungfrú Ísland um síðustu helgi, fylgist með tískunni en leggur þó mest upp úr þægilegum klæðaburði. Alexandra, sem er að ljúka sínu þriðja ári í Mennta- skólanum við Sund, hefur alltaf haft áhuga á fötum og minnkaði hann ekki við þátttöku í Ungfrú Ísland. Hún er þó með báða fætur á jörðinni og leyfir sér að vera þægilega klædd dags daglega. „Ég er oftast í gallabuxum, íþróttafötum eða hettupeysu en hef svo gaman af því að fara í kjóla spari. Í vetur hefur úlpa sem ég keypti í G-star verið í miklu uppáhaldi en hún er aðsniðin með loðkraga. Síðan er ég mjög ánægð með svartar Levi‘s-galla- buxur í augnablikinu. Þær heita 471 slim fit, eru niður þröngar og háar í mittið, eða alveg upp að nafla. Við þær er ég yfirleitt í stígvélum sem kær- astinn minn, Birgir Rafnar Birgisson, gaf mér í afmælisgjöf úti í Danmörku í fyrra,“ segir Alex- andra. Hún og Birgir hafa verið saman í þrjú og hálft ár en þau kynntust á grunnskólaárunum. „ Hann er úr Kópavogi og ég úr Grafarvogi en við kynntumst í gegnum sameiginlega vini,“ útskýrir Alexandra. Hún er einmitt á leið í frí til Flórída með kærastan- um og fjölskyldu hans í lok vikunnar og þar hefur hún hugsað sér að kíkja í nokkrar búðir. Síðan er stefnan tekin á Ungfrú alheim í Úkraínu í október. Alexandra útskrifast frá MS næsta vor og þótt hún sé ekki búin að ákveða framhaldið langar hana helst að læra sálfræði. „Síðan er líka planið að taka snyrtifræði í kvöldskóla,“ segir Alexandra, sem heldur nú út í sumarið eftir að hafa lokið síðasta vor- prófinu. vera@frettabladid.is Tískuáhuginn minnkaði ekki í Ungfrú Ísland Alexandra hefur notað úlpuna óspart og svörtu Levi‘s-gallabuxurnar, sem eru háar í mittið, eru í sérstöku uppáhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STELPUR HLAUPA Mæður, systur, ömmur og dætur reima nú á sig hlaupa- skóna fyrir Kvennahlaupið sem fram fer á laugardaginn. HEILSA 6 BLÓMASKRÚÐ Stjúpur eru alltaf vinsæl sumarblóm en nýjar teg- undir bætast líka í hópinn. HEIMILI 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.