Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 76
52 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR Eftir nokkrar magrar framtíðarmyndir með Will Smith þar sem hann berst við óargadýr og vélmenni um yfirráðin á jörðinni eru aðdáendur vísindaskáldskapar (e. science fict- ion, eða Sci-Fi) orðnir langeygir eftir einhverju af viti úr þessum geira. Frétt Empire af næsta verkefni Ridley Scott hefur orðið þess valdandi að þessir nirðir eru margir hverjir búnir að opna einn bjór og skála í tilefni dagsins, því Scott upplýsir í samtali við tímaritið Eclipse Magazine að næsta mynd hans verði einmitt slík mynd. „Ég er búinn að bíða eftir þessari bók í tuttugu ár og fer í að gera kvikmynd eftir henni þegar við erum búnir með Hróa Hattar-myndina sem ég er að gera núna með Russell Crowe,“ sagði Scott, sem vildi þó ekki gefa upp hvaða bók þetta væri. Þessar fréttir eru slík gleðitíðindi fyrir þessa gerð kvik- mynda að blaðamaður Empire ræður sér vart fyrir kæti. Og ekki nema von. Scott er snillingur í að gera drunga- lega framtíðarsýn og mönnum nægir að leigja sér Blade Runner til að sannfærast um snilli leikstjórans. Sé hún ekki nóg mælir Empire með því að næstu fimm klukku- stundum verði varið í áðurnefnda Blade Runner og Alien og þá hljóti menn að vera reiðubúnir til að fallast á alhæfingar Empire-tímaritsins: Ridley Scott sé einfaldlega bestur þegar komi að Sci- Fi. Ridley Scott til bjargar Sci-Fi>INDVERSKA UNDRABARNIÐ Nýjasta kvikmynd M. Night Shyamal- an verður frumsýnd um helgina. Að þessu sinni er það heimsendir sem er Shyamalan hugfólginn í The Happening með Mark Wahlberg. Af öðrum frumsýningum má nefna Zohan með Adam Sandler og 88 minutes með Al Pacino. bio@frettabladid.is RIDLEY SCOTT Aðdá- endur Sci-Fi eru ákaf- lega spenntir yfir yfirlýs- ingum Ridley Scott um að hann ætli að snúa sér aftur að þessari gerð kvikmynda. Guy Ritchie, maðurinn hennar Madonnu, ætlar að leik- stýra kvikmynd um Sher- lock Holmes, þekktustu persónu Arthur Conan Doyle. Ritchie hefur hingað til verið hug- fanginn af breskum durgum og óþjóða- lýð en ætlar nú að snúa frá villu vegar og fjalla um glæpi frá hinni hliðinni. Að sjálfsögðu ligg- ur myndasaga til grundvallar en það þykir væntanlega tíð- indum sæta að hún er ekki eftir Frank Miller heldur Lionel Wigram. Sú á að reisa þessa goðsögn upp á afturlappirnar með aðeins meiri hasar og spennu en aðdáendur Holmes eiga að venjast. Gert er ráð fyrir því að Holmes og Watson snúi aftur á hvíta tjaldið árið 2010. Holmes vaknar HOLMES NÆSTUR Guy Ritchie ætlar að spreyta sig á Sherlock Holmes, frægustu persónu Arthur Conan Doyle. Madonna fær vonandi ekki hlutverk í myndinni. Matt Damon hefur fallist á að leika ruðningskappa á móti Morgan Freeman í kvik- myndinni The Human Fact- or eftir Clint Eastwood. Sam- starf Freemans og Eastwoods hefur oft leitt af sér gullnar styttur og þakkarræður í Kodak-höllinni og því skyldi enginn úti- loka þótt Damon fetaði í fótspor Hillary Swank sem fékk Óskar fyrir leik sinn í Million Dollar Baby. Damon hefur vart undan að anna eftirspurn í draumaverksmiðjunni. Hann er nýbúinn að leika í Green Zone í leikstjórn hins magnaða Pauls Greengrass en hún fjallar um græna svæðið í Bagdad. Myndin er byggð á bókinni Imperial Life in the Emerald City sem vakið hefur mikla athygli. Þá er Damon að leika í The Informant undir stjórn Stevens Soderbergh þannig að hann ætti að geta átt fyrir salti í grautinn næstu mánuði. Damon önnum kafinn Á FULLU Þrjár myndir eru væntanlegar með Matt Damon á einu ári. Stúlkurnar í Beðmálunum áttu í fullu tré við hinn roskna Indiana Jones sem sannar hið fornkveðna að fátt þykir konum jafn skemmtilegt og að láta sig dreyma í kvikmyndasöl- unum. Fréttablaðið leitaði eftir „bestu stelpumynd- um“ sögunnar og þrátt fyrir að listinn sé síður en svo fullkominn gefur hann hugsanlega vísbendingu um hvernig kvikmyndafram- leiðendur geta malað gull. Hægt er að skipta „stelpu-mynd- um“ upp í nokkra flokka. Gróflega væru það dansmyndir, söngva- myndir, rómantískar myndir, stíl- iseraðar myndir og dramatískar myndir. Þegar fyrsti flokkurinn er tekinn í gegn kemur í ljós að ekki er um neinn sérstaklega auðugan garð að gresja. Hiphopp-dans- myndirnar hafa ekki notið neinnar sérstakrar hylli og dansmyndir áttu helst upp á pallborðið í kring- um 1940 og 1950 þegar Fred Astaire og Ginger Rogers dönsuðu sig í gegnum lífið. En árið 1987 breyttist allt þegar Patrick Swayze sýndi ballett-fimi sína í djörfum dansi með Jennifer Grey. Og allar strákarnir urðu að gjörasvovel að kynna sér allt um fótafimi Swayzes. Heyra mátti saumnál detta, jafnvel ekkasog á sumum sýningunum þegar Baby og Johnny tóku síðasta dansinn. Swayze átti reyndar hug og hjörtu kvenþjóðarinnar þetta stutta tíma- bil því ófáar stúlkurnar dreymdi um að leika eftir senuna í Ghost. Glamúrgellur og vændiskonur En Dirty Dancing og Ghost eru börn síns tíma og þótt sumar stelpur leigi sér hana í einhverju „flippi“ þá komast þær fljótlega í raun um að allar ’80-myndir eru hvorki fugl né fiskur. Hins vegar hefur Breakfast at Tiffany’s með Audrey Hepburn verið meðal kvenþjóðarinnar frá því að hún var frumsýnd árið 1961. Þar gaf Hepburn hinum víðfræga svarta kjól eilíft líf og hvítu hanskarnir og munnstykkið fengu að fylgja með. Slíkur er áhrifamáttur myndarinnar að stelpur byrjuðu að reykja eftir upplifun sína af henni. Skemmtistelpan og sendi- tíkin Holly Golightly er þó ekki eina glamúrgellan sem stelpur hafa hrifist af og elskað. Árið 1990 tók Julia Roberts heiminn með trompi þegar hún brá sér í líki Vivian Ward, hórunn- ar sem heillar auðkýfinginn Edward Lewis upp úr skónum. Pretty Woman er í raun nútíma Öskubuskusaga þar sem Gere kemur ríðandi á svartri limmós- ínu í lokin og þau lifa hamingju- sömu lífi það sem eftir er. Ward birtist kvikmyndahúsagestum sem stolt kona en það reyndist Lewis jafnframt auðvelt að töfra hana til sín með háum ávísunum í frægustu tískuhús New York- borgar. Slíkar dekurrófur eru ekkert síður vinsælar hjá konum og frægasta dæmið um það er vafalítið Scarlett O’Hara í Gone with the Wind. Eflaust þyrfti að múta hverjum og einasta karlpen- ingi með dýrindis nautasteik og knattspyrnuleik ef hann ætti að horfa á þessa fjögurra tíma kvik- mynd þar sem logandi Suðurríkja- hitinn og rafmagnað samband Rhetts og Scarlett umlykur allt. Sem betur fer geta konur gert tvennt í einu, ólíkt körlunum, og þær eiga því fremur auðvelt með að þola þessa hádramatísku mynd. Jafnréttisbarátta En konur elska ekki bara ein- hverjar draumsýnir, slóttugan Clark Gable, vændiskonu í New York og svartklædda Audrey Hepburn. Þeim þykir líka ákaf- lega gaman þegar kvikmyndir gera raunverulegu hlutskipti þeirra góð skil og lýsa jafnvel baráttu þeirra fyrir jafnrétti. Working Girl með Sigourney Weaver og Melanie Griffith lýsti vel því erfiða hlutskipti sem fylgdi því að vera útivinnandi kona í harðnandi heimi á níunda áratugnum þar sem Gordon Gekkóar réðu yfir Wall Street. The Color Purple með Opruh Win- frey er jafnframt sterk og hefur haft mikil áhrif á kvennabaráttu um allan heim. Konum þykir ekkert síður fynd- ið þegar gert er grín að veikleik- um þeirra, tiktúrum og öllum þessum skrítnum hlutum sem karlmenn skilja hvorki upp né niður í. Bridget Jones (fyrsta myndin) er eflaust skýrasta dæmið um það. Bók Helen Field- ing hafði selst í bílförmum og Renée Zellweger þótti fara vel með hina sérlunduðu og sein- heppnu Jones. Ekki skemmdi fyrir að allar konur töldu sig eiga sitthvað í Bridget Jones, áhyggj- um hennar og óstjórnlegri hrifn- ingu af „vonda“ stráknum. Þegar allt kemur til alls þá er til sægur af stelpumyndum. Kvik- myndagerð þar sem karlar standa hreinlega á öndinni yfir hrifningu konunnar og skilja ekkert í spúsu sinn. Rétt eins og þegar konur undra sig á því þegar karlinn heldur að Toyota Corolla-bifreið- in hafi umbreyst í Aston Martin og húsbóndinn er farinn að tala með enskum hreim um Dry Mart- ini. freyrgigja@frettabladid.is Frá O‘Hara til Bridget Jones EKTA KONA Bridget Jones þótti einstak- lega vel heppnuð stelpumynd því konur sáu öllu sín vandamál birtast í einni og sömu konunni. FRÆGUR KJÓLL Þessi klæðnaður Audrey Hepburn hefur birst ófáum konum í draumi og þær geta horft á Breakfast at Tiffany‘s aftur og aftur vegna hans. ELDHEITT SAMBAND „This is an honorable proposal of marriage made at what I consider a most opportune moment,“ sagði Rhett við Scarlett, sem brást ókvæða við. Ein mesta og lengsta stelpumynd sögunnar. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC LT B Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU EINNI SP URNINGU OG ÞÚ GÆTI R UNNIÐ! AUKAVINNINGAR: TÖLV ULEIKIR OG DVD MYNDI R OG FLEIRA LENDIR 6. JÚNÍ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.