Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 53
tíska&lífstíll ● Skyrta og bindi fylgja frítt með JAKKAFÖT 19.990 KR. F ransisco Costa hjá Calvin Klein var kosinn kvenfatahönnuður ársins á CFDA-verðlaununum í fyrra- kvöld. Verðlaunin, sem heita fullu nafni Council of Fashion Designers of America, eru ein virtustu verðlaun sem bandarískur fatahönnuður getur hlotið. Þetta er í annað sinn sem Fransisco hlýtur verðlaunin en hann hlaut þau einnig árið 2006. Tom Ford fékk verðlaun fyrir bestu herraföt og Tory Burch var valin besti aukahlutahönnuðurinn. Tory var uppnumin yfir verðlaununum og sagði súrrealískt að vera sett í hóp með fólki eins og Marc Jacobs og Michael Kors. Costa vinn- ur aftur Francisco Costa sem var valinn kvenfata- hönnuður ársins mætti á hátíðina ásamt leikkonunni Evu Mendes. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES E vrópskir og bandarískir tískuhönnuðir verða stöðugt umsvifameiri í Kína. En tískuiðnað- urinn leitar í auknum mæli til Kína með viðskipti sín vegna versnandi fjármálaástands á Vesturlöndum. Milljónamæringum í Kína fer stöðugt fjölgandi. Í lok ársins 2006 voru þeir á fjórða hundrað þús- und og þriðjungur þeirra var konur. Konum sem víla ekki fyrir sér að fjár- festa í milljón króna kokkteilkjólum fer því stöðugt fjölgandi og konur með minni fjárráð vilja jafnvel kaupa sér dýra kjóla til að ganga í augun á löndum sínum. „Kínverjar eru nýliðar á alþjóða- markaðinum,“ segir Sebastian Suhl, framkvæmdastjóri Prada á Austur- löndum, en Prada er nú með níu verslanir í Kína. „Kínverjar eru mjög hungraðir í tísku. Tíska táknar vissu- lega stöðu fólks í samfélaginu en lúxus vörur eru einnig brú yfir í nú- tímann.“ Tískuhönnuðir leita til Kína Ríkum konum fer stöðugt fjölgandi í Kína. Hér má sjá konur við opnun Cartier- verslunar í Shanghaí. NORDICPHOTOS/GETTY ILMVATNIÐ DAISY FRÁ MARC JACOBS hlaut FiFi-verðlaunin á dögunum í hópi kvenilmvatna. FiFi-verðlaunin eru virtustu verðlaun sem hægt er að fá fyrir ilmvötn, oft nefnd Óskarsverðlaun ilmvatnsiðnaðarins. Light blue pour homme frá Dolce & Gabbana hlaut verðlaunin í flokki ilmvatna fyrir karla. Verðlaun fyrir nýjan ilm í flokki kven- og karlilmvatna hlutu Infusion d‘Iris frá Prada og Prive vetiver bablone frá Armani. Hönnuðurinn Vera Wang var heiðruð fyrir innlegg sitt í ilmvatnsheiminn og hlaut svokölluð Hall of Fame-verðlaun. Hún var mjög uppnumin yfir verðlaununum og sagði þau vera framar öllum sínum vonum. „Móðir mín elskaði ilmvötn og menntaði mig í listinni. Við bjuggum í París og ilmvatn var alltaf hluti af uppeldinu,“ sagði Vera, sem er með fjórar tegundir kvenilmvatna á markaðnum og eina fyrir karlmenn. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.