Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 72
48 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR SKÍRNIR, vorheftið 2008, er komið út. Ritstjóri er Halldór Guð- mundsson. Meðal efnis er ritgerð eftir Pál Skúlason um Menningu og markaðshyggju, Kristín Þórarinsdóttir skrifar um List og listsköpun Steins Steinars á tilurðarárum Tímans og vatnsins, Jón Karl Helga- son fjallar um Vikivaka eftir Gunnar Gunnarsson, Viktor Smári Sæmundsson og Sigurður Ingólfsson gera grein fyrir rann- sóknum sínum á meintum fölsunum í fölsunarmálinu, Gunnar Karlsson skrifar um sagnfræði og sannleik, Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallar um Dægurvísu Jakobínu Sigurðar- dóttur og Gísli Sigurðsson um sögu Guðmundar ríka. Þá eru skrif í ritinu um íslam auk umsagna um bækur, ljóð eftir Matthías Johannessen og myndlistarmaður þessa heftis er Hreinn Friðfinnsson. Heftið er 275 síður að lesmáli. Tímarit Máls og menningar er komið út og er það annað hefti 69. árgangs. Þar birtir Vilborg Dag- bjartsdóttir fjórtán hækur til heiðurs Helga Hálfdanarsyni, Aðalbjörg Bragadóttir fjallar um Flateyjargátu Viktors Arnar Ingólfssonar, Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um myndasögur og sögur í myndum, Grete Cox segir af kynnum sínum af Málfríði Einarsdóttur, Stefán Sig- urkarlsson skrifar minn- ingabrot úr Hólmanesi, Magnús Karl Pétursson læknir segir frá ferðum sínum um Miðjarðarhafslönd 1955-6, Bragi Þor- grímur Ólafsson fjallar um deilur um lestur rómana á síðari hluta 19. aldar. Þá eru birt í heftinu sögubrot og ljóð eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Jón Atla Jónasson, Óttar Norðjörð, Ögmund Bjarnason og fleiri, auk umræðu um menningarvettvanginn. Heftið er 144 síður að lesmáli og er útgefandi Mál og menning en ritstýra Silja Aðal- steinsdóttir. Ritið: 2-3/2007 er komið út í ritstjórn Gauta Kristmundsson- ar og Ólafs Rastrick. Það er helgað innflytjendum. Eiga Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Jón Magnús- son, Sverrir Jakobsson og Stefanía Óskarsdóttir skoðana- skipti um innflytj- enda“vand- ann“. Þemagreinar tengjast sama efni og eru eftir Jón Ólafsson, Eirík Bergmann Einarsson, Unni Dís Skaptadóttur og Önnu Wojtynska, Ástríði Stefánsdóttur og Björgu Hjart- ardóttur. Þá eru í heftinu myndverk, þýðingar og greinar um bækur, heimspeki og sögu, bréf frá Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og fleira. Hugvís- indastofnun Háskóla Íslands gefur út. Annað hefti Sjónaukans er komið út. Ritstjórar og útgefendur eru þær Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal. Heftið er helgað hinu ljóð- ræna og birtir Eva Heisler þar ritgerð um hið ljóð- ræna í kons- eptinu, Marita Muukkonen um listastofn- anir og þjóð- ernishyggju, og Oddný Eir Ævarsdóttir fer á flakk með Hreini Friðfinnssyni. Í heftinu er viðtal við Hans Ulrich Obrist og Sharon Hayes. Birt eru óbirt verk auk fastra liða. Tíamritið er ríkulega myndskreytt og í stóru broti, 23 x 28 sm. 92 síður. NÝ TÍMARIT Listasafn Árnesinga í Hveragerði hýsir um þessar mundir sýningu á verkum eftir Magnús Kjartansson myndlistarmann sem lést árið 2006. Á sýningunni, sem er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, eru 43 verk sem Magnús vann á pappír milli áranna 1982 og 1988 og hafa aðeins fáein af þessum verkum áður verið sýnd. Í þeim má rekja tilraunir Magnúsar með ýmsar ljósprentsaðferðir sem gerðu honum kleift að þrykkja hluti, myndir og jafnvel eigin líkama beint á pappírinn. Næstkomandi laugardag á milli kl. 12.30 og 15.30 verður haldið stutt málþing um verk Magnúsar og viðfangsefni hans. Málþinginu stýrir Jón Proppé, sýningarstjóri sýningarinnar. Aðrir frum- mælendur verða Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og Þóra Þórisdóttir, myndlistar- maður og gagnrýnandi. Verkin á sýningunni marka mikið umbrotatíma- bil í list Magnúsar þar sem hann reiddi sig minna á fágun og formtækni en áður og gekk nær sjálfum sér, bæði í myndefninu og aðferðunum við gerð myndanna. Magnúsi lynti ekki alltaf við samtíð sína en margt í list hans kallast á við verk yngri íslenskra lista- manna, einkum hvað varðar sjálfsskilning listamannsins og líkamlega nálægð í verkunum. Líkamleg tjáning í þessum verkum er sterk og þar birtast handa- og jafnvel fótaför innan um ágengar táknmyndir svo tjáning þeirra er einna líkust dansi og sterkir litir og kröftug teikning draga áhorfandann nær. Á málþinginu verður tekið á þessum viðfangsefnum Magnúsar, leitast við að skoða þau í ljósi samtímalistarinnar og skýra listsögulegt sam- hengi þeirra. Þar verður því bæði fjallað um verk Magnús- ar sjálfs og um ýmsar hliðstæður í myndlistinni, einkum eins og þær birtast í verkum yngri íslenskra listamanna. Einnig verður rætt um listpólitík og möguleika listamanna á Íslandi til að þroskast í list sinni, en um það hafði Magnús sterkar skoðanir. Frummælendur munu halda stutt framsöguerindi en áhersla verður síðan lögð á opnar og fjörugar umræður með gestum. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. - vþ Málþing um verk Magnúsar LJÓSPRENT MAGNÚSAR Eitt af verkunum sem sjá má í Listasafni Árnesinga. Í sýningarrýminu Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur verður opnuð í dag sýningin Leigjendurnir eftir ljósmyndarann og mynd- listarmanninn Anne Kathrin Greiner. Viðfangsefni sýningarinnar er yfirgefin herstöð á Íslandi, en myndirnar eru allar teknar á herstöð- inni í Keflavík stuttu eftir að íbúar hennar yfirgáfu hana og fluttu aftur til síns heima. Í verkum sínum fæst Anne Kathrin gjarnan við þau veraldlegu og hversdagslegu svæði sem svo oft er litið fram hjá en sem þrátt fyrir það hafa bolmagn til að vekja upp umræður um reynsluheim og minningar bæði einstaklingsins og heildarinnar. Um leið eru þau hvatning til þess að fólk velti fyrir sér hinu liðna og tengingu þess við samtímann. Meðal annarra hugðarefna hennar eru menningarleg staða í umhverfi samtímans sem og landamæri og þröskuldar bæði í bókstaflegri merkingu og á myndhverfðan hátt. Myndirnar fela í sér hugleiðingar sem tengjast missi, brotthvarfi, ótta við nútímann, ofsóknaræði og arkitektúrnum í umhverfi okkar. Hugmyndin um yfirgefna herstöð er notuð í sýningunni til að koma á framfæri málefnum af þessu tagi sem eru bæði tímalaus og alþjóðleg en sem um leið snúast að verulegu leyti um menningar- lega og pólitíska spillingu í samtímanum. Anne Kathrin Greiner býr og starfar í Berlín og London. Hún hefur meistaragráðu í myndlist frá The Royal College of Art og hefur verið með einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. - vþ Leigjendurnir fluttu út TÓMLEGT Ein af ljósmyndum Anne Kathrin Greiner sem til sýnis verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar TILBOÐ kr.: 219.900*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.