Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 20
20 5. júní 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Við erum að berja saman lögin fyrir nýju plötuna,“ segir Georg Kári Hilmarsson, bassaleikari í Sprengjuhöllinni, en þeir félagarnir æfa stíft þessa dagana. „Við æfum upp á hvern dag.“ Nýja platan kemur líklega út í október. „Ég er sannfærður um að fólk verður ánægðara með hana en þá fyrri. Fólk mun sjá þróaðri og betri Sprengjuhöll.“ Strákarnir eru nýkomnir úr vel heppnaðri tónlistarferð um Kanada og Bandaríkin, þar sem þeir spiluðu meðal annars á Vestur-Íslendingahátíðinni Nú/Now í Winnipeg og á skemmti- staðnum El Mocambo í Toronto, þar sem Rolling Stones tóku upp plötuna Love You Live. „Það er þó erfitt að lifa aðeins á því að vera tónlistarmaður,“ segir Georg sem selur einnig auglýsingar fyrir Viðskiptablaðið. Georg tók á sínum tíma þátt í Morfís-ræðukeppninni fyrir Menntaskólann við Hamrahlíð, keppti fimm sinnum og þjálf- aði síðar ræðulið skólans í tvö ár. Óvíst er um framhaldið í þeim efnum: ,,Ég er búinn að vera í Morfís detoxi undanfarið.“ Hann dæmdi þó fyrstu Morfís-keppnina í vetur og var ánægður með reynsluna. „Hver veit nema maður taki aftur að sér þjálfun?“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GEORG KÁRI HILMARSSON TÓNLISTARMAÐUR Hleypur hálfmaraþon Í Tennishöllinni í Kópavogi er öflug starfsemi og verður fjöldinn allur af námskeiðum í sumar, bæði fyrir börn og fullorðna. Fjölmargir þjálfarar starfa á námskeiðunum. Þeirra á með- al eru fjórir erlendir þjálfarar, sem þó eru búsettir á Íslandi, frá Svíþjóð, Marokkó, Rússlandi og Brasilíu. „Ég hef spilað tennis frá því ég var þriggja ára,“ segir Soumia Islama, einn þjálfaranna í Tennishöllinni. Hún er frá Marokkó en hefur búið á Íslandi undanfarin átta ár. „Ég keppti á mótum í útlöndum og var eins konar atvinnu- maður. Ég kenndi líka tennis í Marokkó áður en ég kom hingað,“ segir hún. „Ég kenndi tennis í Svíþjóð en byrjaði aftur að kenna þegar ég flutti hingað fyrir fimmtán mánuð- um,“ segir Yousef Sheikh frá Svíþjóð, sem einnig þjálfar í Tennishöllinni. Þau tala bæði íslensku og segja tenniskennsluna hafa hjálpað þeim við að læra. „Maður lærir af því að þufa að tala við börnin,“ segir Soumia og Yousef bætir því við að þar sem hann vinni í skóla hafi hann þurft að læra að tala við krakkana þar líka. Yousef og Soumia eru sammála um að mik- ilvægt sé að læra tungumálið í því landi sem búið er í. „Eftir að ég lærði íslensku fannst mér ég taka miklu meiri þátt í öllu, og vera meiri hluti af þjóðfélaginu hér,“ segir Soum- ia. Fyrir utan venjuleg námskeið í Tennishöll- inni verður í sumar boðið upp á helgarnám- skeið fyrir byrjendur. Innifalið í námskeið- inu er tíu tímar í tennis og hádegisverður á veitingastaðnum Nítjándu í turninum í Smáranum. Bæði segja þau Soumia og Yousef að tennisiðkun sé öðruvísi á Íslandi en þau eigi að venjast í heimalöndum sínum. „Það er lítil tennismenning hér á landi,“ segir Soumia en bætir því við að fjöldi námskeiða og bygging Tennishallarinnar hafi verið stórt skref í rétta átt. thorunn@frettabladid.is Reyna að bæta tennismenninguna TENNISHÖLLIN Í KÓPAVOGI Yousef Sheikh er einn erlendu þjálfaranna í Tennishöllinni. Að auki eru þrjár konur, Soumia Islami, Anna Podolskaia og Carola Frank Aðalbjörnsson. Þau eru öll búsett á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikskólinn Krakkakot á Höfn í Hornafirði var í síðustu viku við- urkenndur sem heilsuleikskóli. Unnur Stefánsdóttir, formaður Samtaka heilsuleikskóla, afhenti starfsfólki viðurkenningarskjal, við mikinn fögnuð krakkanna. Markmið heilsuleikskóla er að stuðla að heilsueflingu leikskóla- samfélagsins með áherslu á nær- ingu, hreyfingu og listsköpun í leik. Snæfríður Magnúsdóttir, leik- skólastjóri á Krakkakoti, segir viðurkenninguna vera mjög ánægjulega. „Við höfðum ómeð- vitað stefnt að þessu og vantaði í raun lítið upp á að ná þessu. Við höfðum lagt ríka áherslu á heilsu- eflingu í okkar starfi,“ segir hún. Mikil áhersla er lögð á hreyf- ingu samkvæmt stefnunni og krakkarnir fá reglulega tíma í íþróttahúsi bæjarins. Þá er rík áhersla á hollt mataræði. „Þá erum við bara að ræða um hollan, venjulegan heimilismat,“ segir Hulda Björk Svansdóttir leikskólakennari. „Þetta er engin öfgastefna í mataræði, en við gefum mikið af ávöxtum og notum lítið af harðri fitu. Við hættum til dæmis að vera með morgunmat og gefum ávaxtabita aðeins síðar í staðinn.“ Allir krakkarnir fá heilsubók og í hana eru upplýsingar um þroska og mataræði skráðar. - kóp Krakkakot á Höfn í Hornafirði fær viðurkenningu: Ávextir og hreyfing STARFIÐ VIÐURKENNT Hulda Björk, Snæfríður og krakkarnir eru öll ánægð með viðurkenninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Megum engan hvítan missa. „Þetta var ljótt. Ekki það sem við Íslendingar þurfum á þessum dökku tímum.“ VIÐAR GUÐJOHNSEN, UNGUR FRJÁLSLYNDUR, UM DRÁPIÐ Á HVÍTABIRNINUM. Innrás pylsugerðar- mannanna? „Já, síðan pylsan var tekin af mér til förgunar finnst mér ég vart hafa þverfótað fyrir inn- fluttu ósoðnu kjöti og pylsum í ýmsu ástandi.“ SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR BÆJAR- STJÓRI MÁTTI EKKI FLYTJA PYLSU TIL LANDSINS. „Mér fannst nú menn ganga dálítið hratt til verks,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamanna- hreppi, um drápið á ísbirnin- um í Þverárhlíð í Skagafirði á þriðjudaginn. „Hins vegar voru þetta flóknar aðstæður. Það var talað um þoku og að menn væru hræddir um að týna ísbirninum í þokunni en þegar sjónvarpsmyndavélin sýndi heiðarnar sá ég ekki mikla þoku. En auðvitað vita allir að ísbirnir eru hættuleg dýr og þá þarf að umgangast af mikilli varúð. Menn myndu hlaupa upp til handa og fóta ef ísbjörninn réðist á manneskjur svo það er erfitt að taka afstöðu í svona máli. En mér fannst þeir vera býsna fljótir að drepa ísbjörninn og ég hefði kosið að menn hefðu ekki flýtt sér alveg svona mikið. Ég er alveg viss um að ef sambæri- legt mál kemur upp aftur munum við standa öðruvísi að því.“ SJÓNARHÓLL ÍSBJÖRNINN FELLDUR Of fljótir að fella dýrið ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Sveitar- stjóri Hrunamanna- hrepps. ■ Hvítabjörninn er stærsta núlifandi rándýr sem fyrirfinnst á landi. Hann er um tvisvar sinn- um þyngri en Síberíutígrar og ljón. Flest karldýrin eru um 400 til 600 kíló að þyngd, en geta náð allt að 800 kg þyngd. Kvendýrið (sem kallað er birna) er um helmingi minna en karldýrið eða um 200 til 300 kg. Afkvæmi bjarna nefnast húnar og vega um 600 til 700 grömm við fæðingu. Gagnstætt skógarbirni frænda sínum er ísbjörn algert rándýr. Hann lifir nær einungis á kjöti. HVÍTABJÖRN: ALGERT RÁNDÝR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.