Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 05.06.2008, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 5. júní 2008 41 Hin nýstofnuðu Foreldra- samtök gegn áfengisaug- lýsingum hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr í sam- félaginu en þau fengu á dögunum styrkveitingu frá IOGT að andvirði 400.000 króna. Að styrknum standa IOGT og samstarfssamtök, en hann var veittur við há- tíðlega athöfn nú í lok maí. Gunnar Þorláksson, for- maður greindi við athöfnina að 200.000 krónur væru frá IOGT og þá 200.000 krón- ur frá hinum bandalögum. María Jónsdóttir stjórn- armeðlimur veitti styrkn- um viðtöku. IOGT á Ís- landi eru bindindissamtök innan alþjóðasamtaka IOGT en sameiginlegt markmið IOGT-deilda er að stuðla að: haminguríkara, frjálsara og innihaldsríkara lífi. For- eldrasamtök gegn áfengis- auglýsingum eru einungis mánaðargömul en styrknum verður varið í að setja upp öfluga heimasíðu. Þrátt fyrir stuttan lífaldur er telur fé- lagið hátt í hundrað manns. Hægt er að skrá sig á net- fangið arni.gudmunds@sim- net.is. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum , er þakklátur fyrir stuðn- inginn og þá hvatningu sem samtökin fá frá IOGT segir í fréttatilkynningu frá sam- tökunum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásthildur Jónsdóttir frá Sviðholti Bessastaðahreppi, Vogatungu 31, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ fimmtudaginn 29. maí, verður jarðsungin frá Garðakirkju Garðholti föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Geir Guðjónsson Guðrún Ólína Geirsdóttir Sigmundur Jónsson Jón Ingvi Geirsson Silja Stefánsdóttir Eyþór Sigmundsson Hjalti Sigmundsson Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Fanney Benediktsdóttir frá Kringlu, Dalabyggð, er lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju, Dalabyggð, laugardaginn 7. júní klukkan 13.00. Skarphéðinn Jónsson Guðrún Skarphéðinsdóttir Kjartan Sigurðsson Sigríður Skarphéðinsdóttir Jóel Þorbjarnarson Jón Skarphéðinsson Margrét Skarphéðinsdóttir Thor B. Eggertsson Svanhildur Skarphéðinsdóttir Magnús Sigurðsson Jónas Rútsson Kristín Viðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Guðni Jónsson fv. lyfsali, Flókagötu 33, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 29. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 6. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á Samband íslenskra kristniboðsfé- laga (SÍK) í síma 533 4900. Fjóla Guðleifsdóttir Leifur Sigurðsson Katsuko Sigurðsson Anna Sigurðardóttir Hannes Leifsson Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Ragnheiður Einarsdóttir (Ransý) lést mánudaginn 2. júní á Hjúkrunarheimilinu Eir. Ragnar Tómasson Dagný Gísladóttir Gunnar Tómasson Guðrún Ólafía Jónsdóttir Ragnheiður Tómasdóttir Jón Pétursson Guðríður Tómasdóttir Guðni Pálsson Einar Sverrisson Guðrún Bjarnadóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir mín og amma, Halina Teresa Galezka Ásabraut 12, Keflavík, er látin. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, laugardaginn 7. júní kl. 11.00. KOCHANA MOJA ZONA, MATKA MOJA, I BABCIA HALINA TERESA GALEZKA ÁSABRAUT 12, KEFLAVÍK, ZMARLA BEDZIE WYPROWADZONA Z KOSCIOLA W NJARÐVIKU W SOBOTE, 7, CZER, GODZ. 11:00 MAZ: KRZYSZTOF GALEZKI CORKA’ Z RODZINA EWA WYDRA Draupnir Rúnar Draupnisson sem margir þekkja úr Júró- visjón myndbandinu víðfræga, ber afar skemmtilegt nafn sem hann fékk frá föður sínum. „Nafnið Draupnir er komið úr goðafræðinni og var gull- hringur Óðins. Faðir minn var sá fyrsti á Íslandi sem var skírður Draupnir og það þykir mér afar merkilegt. Móðir mín hafði aldrei ætlað að skíra mig Draupni en hana dreymdi nafnið rétt áður en ég var skírður og þorði því ekki annað,“ útskýrir Draupnir og bætir við. „Ég á ekki marga nafna en þá helst smábáta og hesta sem er bara skemmtilegt.“ Draupnir hefur aldrei verið kallaður neitt annað en Draupnir enda er hann ekki hrifinn af því að stytta nöfn. NAFNIÐ MITT: DRAUPNIR RÚNAR DRAUPNISSON Nafnar mínir eru smábátar og hestar DRAUPNIR RÚNAR DRAUPNISSON Fékk nafn sitt úr draumi móður sinnar. Eiríkur Smith myndlist- armaður hlaut nafnbótina heiðurslistamaður og Sig- urður Sigurjónsson leikari var útnefndur bæjarlista- maður Hafnarfjarðar í til- efni 100 ára afmælis bæj- arins. Þá voru einnig veitt- ir tveir hvatningarstyrkir til ungra listamanna og þá hlutu Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari og Andrés Þór Gunnlaugsson tónlistarmaður. Sigurður Sigurjónsson er borinn og barnfæddur Hafn- firðingur. Eftir Leiklistar- skólann réðst Sigurður strax til starfa hjá Þjóðleikhúsinu og var þar fastráðinn í hart- nær 30 ár og lék þar í á annað hundrað leiksýningum. Hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum og er eins og flest- ir vita meðlimur Spaugstof- unnar, sem höfundur og leik- ari. Þá hefur hann leikstýrt og samið nokkur Áramóta- skaup og hefur einmitt síð- ustu árin snúið sér í aukn- um mæli að leikstjórn. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Hafnarfjarðarbæ. Listamenn heiðraðir AFMÆLI Jade Goody sjónvarps- stjarna er 27 ára. Guð- mund- ur Oddur Magnús- son hönnuður er 55 ára. Kenny G tónlistar- maður er 52 ára. Ungmenni og ættartengsl er ný bók þar sem greint er frá umfangsmikilli rannsókn dr. Sigrúnar Júlíusdóttur sem hún gerði meðal nemenda í þriðja bekk framhaldsskóla um fjölskyldugildi. Í bók- inni er sjónum sérstaklega beint að þeim hluta niður- staðna sem snerta viðhorf og eigin reynslu þeirra af skilnaði. Árlega upplifa um þúsund börn á Íslandi skiln- að og slík reynsla er mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Í bókinni Ungmenni og ættartengsl er einnig gerð grein fyrir íslensk- um og erlendum rannsókn- um á því efni og umfjöllun- in tengd við reynslu höf- unda. Höfundar bókarinnar eru Sigrún Júlíusdóttir fé- lagsráðgjafi og prófessor í félagsráðgjöf, Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur, for- stöðumaður Rannsóknaset- urs í barna- og fjölskyldu- vernd og Guðlaug Magnús- dóttir, MSW, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Háskólaútgáfan gefur bókina út. Ungmenni og ættar- tengsl í nýrri bók AFLEIÐING SKILNAÐAR viðhorf og reynsla barna af skilnaði er meðal umfjöllunarefnis.Foreldrar gegn áfengisauglýsingum GÓÐUR STYRKUR Gunnar Þorláksson, formaður IOGT, afhendir Maríu Jónsdóttur úr „Foreldrar gegn áfengi“ styrk sem notaður verður fyrir öfluga heimasíðu. SIGGI Í SPAUGINU Sigurður Sigurjónsson fékk nafnbótina bæjarlista- maður Hafnarfjarðar fyrir skömmu. Hér ásamt félögum í Spaugstofunni. Pete Wentz tónlistar- maður er 29 ára. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.