Fréttablaðið - 08.06.2008, Side 6

Fréttablaðið - 08.06.2008, Side 6
6 8. júní 2008 SUNNUDAGUR DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að stela búnaði frá vinnuveitanda sínum, Íslenskum aðalverktökum, og senda til heimalands síns, Póllands. Dómurinn er skilorðs- bundinn. Auk vinnufatnaðar stal maðurinn slípirokk, smíðabelti, kíttisbyssu, hníf, byssu á lofts- löngu, dúkahnífum, tommustokk, tússpennum, tréblýöntum og límbandsrúllum, auk fleiri áhalda. Auk þessa fannst slatti af vinnuhönskum, hurðarhúnasett og fleira, einnig frá ÍAV, við húsleit hjá manninum. Hann játaði sök. - jss Þrjátíu daga fangelsi: Stal búnaði og sendi heim NOREGUR, AP Norsk stjórnvöld hafa í nokkur ár með leynd reynt að miðla málum milli Kína- stjórnar og Dalaí Lama, hins andlega leiðtoga Tíbeta. Norska dagblaðið Verdens Gang skýrði frá þessu. Fulltrúar Noregs hafa átt fundi ýmist með kínverskum ráðamönnum eða með Dalaí Lama, bæði í Noregi og utan Noregs. Kínverjar hafa þó ekki enn viljað hitta Dalaí Lama sem fer fyrir útlagastjórn Tíbeta á Indlandi. Talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins vildi ekkert segja um þessar viðræður. Í Verdens Gang segir að Kínverjar hafi lagt mikla áherslu á að þær færu fram með leynd. - gb Norðmenn bak við tjöldin: Ræða við Kína og Dalaí Lama KÍNA Gerður Gunnarsdóttir listakona hlaut sérstaka viður- kenningu á úrslitakvöldi alþjóð- legrar höggmyndasamkeppni sem fór fram í Peking í Kína í lok maí. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir verkið „To the Olympics - in Peace and Harmony“. Listamenn frá níutíu löndum sendu inn ríflega 2.400 verk í keppnina. Af þeim voru síðan 290 verk valin á farandsýningu um Kína. - ghs Alþjóðleg samkeppni: Gerður fékk viðurkenningu VERKIÐ Gerður við verkið sitt. GUANTANAMO, AP Khalid Sheikh Muhammed, sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, segist fagna dauðadómi. „Ég vil verða píslarvottur til langframa,“ sagði hann við réttar- höld, sem hófust á fimmtudag í herstöð Bandaríkjanna við Guan- tánamo-flóa á Kúbu. Réttarhöldin yfir Khalid Sheikh Muhammed og fjórum öðrum grunuðum hryðjuverkamönnum eru mikilvægasta prófraun sér- dómstólanna umdeildu, sem stofn- aðir voru sérstaklega í því skyni að dæma í málum fanga Banda- ríkjahers á Kúbu. Löglærðir hermenn, sem skip- aðir voru verjendur eins sakborn- inganna sögðu á öðrum degi rétt- arhaldsins í gær að hinir sakborningarnir hefðu beitt hann þrýstingi til að hafna málsvörn fyrir sig. Allir sakborningarnir fimm kváðust myndu verja sig sjálfir. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun á næstu vikum kveða upp dóm um það hvort þessir sérskip- uðu herdómstólar standist stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Khalid Sheikh Muhammed var handtekinn í Pakistan árið 2003 og var honum haldið með leynd í fangelsum bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA þangað til hann var fluttur til Kúbu haustið 2006. Í febrúar síðastliðnum viðurkenndi Bandaríkjastjórn að hann hefði verið beittur pyntingum í yfir- heyrslum leyniþjónustunnar. - gb Réttarhöld hafin í herstöð Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa: Höfuðpaur vill dauðarefsingu RÉTTARHÖLD Í TJÖLDUM Í þessari tjald- borg fara réttarhöldin fram. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, varar við því að ef atvinnuleysi vaxi við núverandi aðstæður muni margir erlendir innflytjendur sem hér hafa sest að, skrá sig á atvinnuleysisbætur þar sem þær séu hærri en laun heima fyrir. Guðjón sagði þetta í ræðu á Landsráðsfundi flokksins sem fram fór á Laugavatni í gær. Hann telur að hvetja eigi til fjárfestinga og stöðva þá hörðu lendingu sem nú stefnir í. Þá sagði Guðjón mikla skuldaaukningu í kjölfar lánasprengingar og verðbólgu fylgifisk innrásar nýju einkavæddu bankanna á húsnæðismarkað. Fasteigna- verð hafi hrunið og veð standi ekki undir ofurvöxtum og verðtryggingu. Formaðurinn telur að ekki eigi að fara eftir ráðgjöf Hafró um þorskkvóta. Hann vill setja á jafnstöðuafla, 220 þúsund tonn, næstu þrjú árin. „Metum síðan árangurinn. Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvótabraskkerf- inu,“ sagði Guðjón Arnar í ræðu sinni. Þá vill hann stöðva alla leigu og sölu á kvóta á milli útgerða frá og með næstu áramótum og setja lög um að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. Guðjón sagði leyfðan þorskafla nú þann minnsta í 98 ár. - kóp Guðjón Arnar varar við ásælni innflytjenda í atvinnuleysisbætur: Varar við vaxandi atvinnuleysi GAGNRÝNINN Guðjón Arnar Kristjánsson var mjög gagnrýn- inn á stefnu ríkisstjórnarinnar á Landsráðsfundi Frjálslynda flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Þingmenn Sjálfstæðis- flokks segja nauðsynlegt að stjórnarflokkarnir endurskoði verklag sitt í ljósi þeirra yfirlýs- inga sem ráðherrar Samfylkingar hafa sent frá sér. Vísa þeir þá til yfirlýsingar Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur utanríkisráðherra um að stjórnvöldum beri að læra af málslyktum Baugsmálsins og yfirlýsingar fyrir hönd allra ráð- herra Samfylkingar um að verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að heimila hvalveiðar. „Ég ætla ekkert að tjá mig efn- islega um yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar,“ segir Kristján Þór Júlí- usson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks. „En mér finnst yfirlýsing- ar sem þessar bera það með sér að það þurfi að slípa samstarf stjórnarflokkana betur til.“ „Ég fæ ekki séð að það tengist embættisfærslum Ingibjargar Sólrúnar að vera að senda sér- staklega frá sér yfirlýsingar vegna eins dómsmáls,“ segir Sig- urður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks. „Þetta er ekki eina tilfellið þar sem ráð- herrar Samfylkingarinnar eru að senda frá sér slíkar yfirlýsingar og ég er sammála Kristjáni að þetta getur ekki verið reglan hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Ekki fer menntamálaráðherra að senda frá sér yfirlýsingu um uhverfismál, svo dæmi séu tekin. Mér finnst þetta satt að segja óheppilegt og tel að þeir sem eiga í hlut eigi að velta þessu fyrir sér.“ „Það að stjórnmálamenn láti skoðanir sínar í ljós tel ég frekar vera heilbrigðisvottorð en tákn um örðugleika,“ segir Lúðvík Bergvinsson, formaður þing- flokks Samfylkingar. „Enda er það svo að samstarfið gengur mjög vel og flest af því sem talað er um í stjórnarsáttmálanum er í undirbúningi eða þegar klára, ég tel nær að dæma samstarfið út frá því.“ jse@frettabladid.is Vilja að ráðherrar hugsi sinn gang Þingmenn Sjálfstæðisflokks segja að ráðherrar verði að endurskoða verklag sitt í samstarfi flokkanna eftir yfirlýsingar ráðherra Samfylkingar. Frekar að dæma samstarfið út frá góðum árangri segir formaður þingflokks Samfylkingar. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Yfirlýsingar ráðherra Samfylkingarinnar eru óheppilegar að mati þingmanna Sjálfstæðisflokks. Þeir vilja að þessi háttur verið tekinn til endurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON LÚÐVÍK BERGVINSSON Á að slaka á reglum um veðmál hér á landi? JÁ 33% NEI 67% SPURNING DAGSINS Í DAG Horfðir þú á opnunarleikinn í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.