Fréttablaðið - 08.06.2008, Page 11

Fréttablaðið - 08.06.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 8. júní 2008 11 AFMÆLI NICK RHODES, hljómborðsleikari Duran Duran, er 46 ára. SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR eðlisfræðingur er 54 ára. EIRÍKUR TÓMAS- SON prófessor er 58 ára. NANCY SINATRA söngkona er 68 ára. Myrra Rós Þrastardóttir, nemi í grafík við Listaháskóla Íslands, er ánægð með nafnið sitt og segir marga hafa hrósað því í hennar eyru. „Mamma mín valdi nafnið, en henni þótti það fallegt. Það kemur úr Biblíunni en vitring- arnir færðu Jesúbarninu gull, reykelsi og myrru. Ég er skírð Myrra með y-i en upphaflega var nafnið skráð með einföldu i- i í Þjóðskrá. Það tók nokkur ár að fá því breytt,“ segir Myrra. Myrra Rós notar bæði nöfnin sín en er þó yfirleitt bara kölluð Myrra. „Þegar ég var yngri vildi ég helst heita einhverju venju- legu nafni eins og Eva en í dag kann ég voðalega vel við nafnið mitt. Mér hefur aldrei verið strítt á því og yfirleitt finnst fólki það mjög fallegt.“ Myrra segir nafnið eflaust hafa fallega og jákvæða merk- ingu í hugum fólks en hún leið- ir sjaldan hugann að því að það komi úr Biblíunni. NAFNIÐ MITT: MYRRA RÓS ÞRASTARDÓTTIR Mörgum sem finnst nafnið fallegt KANN VEL VIÐ NAFNIÐ Myrru langaði að heita venjulegu nafni þegar hún var yngri en í dag kann hún mjög vel við nafnið sitt. AVERÐLAUNIN að kenna Arnheiður hefur unnið að kennslunni af hugsjón og þó hún sé hætt að kenna eru ýmis verkefni henni tengd á döfinni. Hún vinnur nú að endurútgáfu bóka um mann- leg samskipti sem hún gaf fyrst út fyrir fjórtán árum. Upphafið að Bókunum um Rut og Valli á enga vini, voru bæklingar um samstarf milli heimilis og skóla sem Arn- heiður vann í samstarfi við Al- dísi Aðalbjarnardóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Pálínu Jónsdótt- ur árið 1990. Bæklingarnir fjöll- uðu um okkar innri mann, fram- komu, umgengni og kurteisi. Arn- heiður gefur bækurnar út sjálf og auk þess á hún mikið óútgefið efni sem hún sér fyrir sér að komi út ef vel gengur. Hún hefur því síður en svo lagt skóna á hilluna. „Nei, nú finnst mér ég fyrst vera að fara í spariskóna,“ segir hún og hlær. „Mér finnst lífið aldrei hafa verið jafnspennandi, og það er stórkostlegt að vera við góða heilsu og finna allan þenn- an samhug og gleði allt í kringum mig. Það er enn þá meira vert en verðlaun.“ heida@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.