Fréttablaðið - 08.06.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 08.06.2008, Síða 20
4 sport PÓLLAND Líklegt byrjunarlið Póllands (4-2-3-1) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM ÞÝSKALAND Líklegt byrjunarlið Þýskalands (4-4-2) KRÓATÍA Líklegt byrjunarlið Króatíu (4-1-3-2) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM R isarnir í Þýskalandi eru sigurstranglegastir í B-riðli. Þýska stálið er gríðarlega sterkt og skart-ar frábærum leikmönnum í hverri stöðu. Flest- ir veðbankar spá þeim raunar sigri á mótinu og þarf það ekki að koma á óvart. Miroslav Klose, maður stórmótanna, er ávallt skeinu- hættur. Hann skoraði fimm mörk á HM 2002 og 2006 þar sem hann var marka- kóngur auk sjö marka í undankeppninni. Lukas Podolski skoraði þar átta mörk en Mario Gomes, markakóngur Þýskalands á síðasta tímabili, gæti einnig spilað frammi. Með menn á borð við Michael Ballack og þrumufleyginn Bastian Schweinsteiger á miðjunni eru Þjóðverjum allar dyr opnar. Þeir skoruðu 35 mörk í undankeppninni og fengu aðeins á sig sjö. Pólverjar eru með Þjóðverjum í riðli en þjóðirnar eiga sér langa sögu. Bæði Klose og Podolski eru fæddir í Póllandi en þjóðin hefur fáar stór- stjörnur innan sinna eigin raða. Leo Beenhakker hefur náð ótrúlega langt með liðið og er lýst sem þjóðhetju í landinu. Euzebiusz Smolarek leikur lykilhlutverk en hann skoraði níu mörk í undankeppninni. Beenhakk- er notar hraða kantmenn á borð við Jacek Krzynówek og með góðan markmann í Artur Boruc gætu þeir svo sannarlega komið á óvart. Til að gera það er lykilatriði að þeir vinni Króata. Slaven Bilic hefur byggt upp gott lið Króata en fjar- vera Eduardos da Silva er gríðarlegt áfall fyrir liðið. Hann var markahæstur í undankeppninni hjá þjóð- inni sem treystir nú mikið á Luka Modric sem genginn er til liðs við Tottenham. Niko Kranjcar hefur sýnt góða takta með Ports mouth og reynslumikil vörnin er feikiöflug. Jálkar á borð við Dario Simic og Niko Kovac eru illviðráð- anlegir og Stipe Pletikosa er öflugur mark- maður. Króatar eru líklegir til að komast áfram en líklegt má telja að það verði hreinn úrslitaleikur milli þeirra og Pólverja 16. júní um hvorir fylgja Þjóðverjum áfram. Austurríki er lakasta þjóðin á EM að þessu sinni. Heimamenn eru með veikt lið sem komst á mótið vegna heimavallarins. Austurríki er í 92. sæti á heimslistanum en til samanburðar er Ísland í sæti númer 85. Raunar komust Austurríkismenn upp fyrir sæti 100 í síðustu viku í fyrsta skipti í langan tíma. Þeir léku tólf vináttuleiki árið 2007 og unnu aðeins einn. Austurríska liðið er einn höfuðverkur út í gegn, allt frá markmanni sem var valinn rétt fyrir mót til slakra markaskor- ara. Þeir ætla að treysta á unga menn á borð við Joach- im Standfest og René Auf- hauser en líklegt má telja að þeir tapi öllum leikjum sínum í riðlinum. Þeir njóta þó væntanlega augna- bliksins enda fyrsta Evr- ópumót sem þeir taka þátt í frá upphafi. Zorawski Smolarek Dewlakow LewandowskiDudka Krzynowek Gargula Wasilewski Bak Boruc Bronowicki © GRAPHIC NEWS © GRAPHIC NEWS HERT ÞÝSKT STÁL Þjóðverjar eru af fl estum taldir líklegir til að ná langt á EM í ár. Þeir eru með afar vel mannað lið en eru í snúnum riðli með Króötum og Pólverj- um. Bæði þessi lið eru líkleg til að stríða Þjóðverjum en berjast líklega um annað sæti. Austurríkismenn eru heppnir ef þeir fá stig. E VRÓ PU M E I STAR AM ÓTI Ð Í FÓTBO LTA - R I Ð I LL B SPURT OG SVARAÐ Hverjir vinna EM? Hvaða leikmaður slær í gegn? ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR: „Held með Tékkum en veit ekki hvaða lið gæti farið alla leið. Það verður gaman að fylgjast með Torres og Ronaldo.“ HJALTI „ÚRSUS“ ÁRNASON: „Portúgal hefur alla burði til þess að vinna mótið og ég held að Ronaldo verði þar klárlega lykilmaður.“ INGVI HRAFN JÓNSSON: „Hef það á tilfinn- ingunni að Þjóð- verjar vinni mótið en hinn franski Thi- erry Henry verður maður mótsins.“ HALLDÓR „HENSON“ EINARSSON: „Ég ætla að spá því að Króatar verði óvænt Evrópumeistarar og það bendir allt til þess að Ronaldo verði stjarna mótsins.“ AUSTURRÍKI Líklegt byrjunarlið Austurríkis (4-4-2) Harnik Leitgeb Pogatetz Aufhauser Ivanschitz Standfest Kuljic Garics Stranzl Manninger Prodl Luka Modric - 25 ára miðjumaður Hjarta Króatíu og lykilmaður þeirra í velgengni á mótinu. Snjall miðju- maður sem hefur oft verið líkt við Johan Cruyff . Hefur gott auga fyrir spili og skýtur á markið þegar hann sér það. Segist spila best undir pressu og hún verður svo sannar- lega til staðar á mótinu. FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Bastian Schweinsteiger - 24 ára miðjumaður Getur leikið allar stöður á miðjunni. Sívinnandi vél sem ógnar mikið með frábærum langskotum sínum. Aukaspyrnusérfræðingur mikill og spyrnur hans gætu leikið lykilhlut- verk hjá Þjóðverjum. Var nálægt því að gerast atvinnumaður á skíðum á árum áður. FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Andreas Ivanschitz – 24 ára miðjumaður Hinn austurríski Beckham, eins og hann er gjarnan kallaður í heima- landinu. Fyrirliði og leiðtogi á velli þrátt fyrir ungan aldur en tækni og vinnusemi eru helstu kostir hans. Snjall tónlistarmaður sem spilar á óbó, píanó og trommur og er um leið helsta stjarna heimamanna. Gomez Ballack Jensen Schweinsteiger Frings Odonkor Klose Lahm Metzelder Lehmann Mertesacker Olic Kranjcar Simunic Modric N. Kovac Srna Petric Corluka Simic Pletikosa R. Kovac N ik o Kr an jc ar (K ró at ía ) Euzebiusz Smolarek – 27 ára sóknarmaður Markahæstur Pólverja í und- ankeppninni og þeirra aðal- markaskorari. Er nefndur eftir portúgölsku goðsögninni Eusébio og er undir mikilli pressu. Skoraði ekkert á síðasta HM og lítið með Racing Santander á tímabilinu. Pólverjar treysta á mörkin hans og þau þurfa að koma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.