Fréttablaðið - 08.06.2008, Side 66

Fréttablaðið - 08.06.2008, Side 66
42 sport Torbinsky Zyryanov V. Berezutsky Semshov ArshavinPavlyuchenko BylialetdinovBystrov Ignashevich Akinfeev A. Berezutsky RÚSSLAND FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Rússlands (3-5-2) Torres Silva Capdevila Xavi Fabregas Senna Iniesta Ramos Puyol Casillas Marchena SPÁNN FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Spánar (4-1-2-3) Kim Källström 25 ára miðjumaður Frábærar sendingar og góð skot hans eru stöðug ógn af miðjunni. Vinnuhestur mikill sem stjórnar spilinu á miðju Svía. Kallaður Kongo-Kim af Svíum og skoraði stórbrotið mark í 2-1 sigri þeirra á Íslandi 2006. Gæti leikið lykilhlut- verk líkt og hann gerir hjá Lyon. Ibrahimovic Larsson Dorsin WilhelmssonKallstrom Linderoth Ljungberg NilsonHansson Isaksson Mellberg SVÍÞJÓÐ FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Svíþjóðar (4-1-3-2) Fanis Gekas 27 ára sóknarmaður Skaust upp á sjónarsviðið með tuttugu mörkum fyrir Bochum á þarsíðasta tímabili þegar liðið féll. Keyptur til Leverkusen og er orðinn aðalsóknarmaður Grikkja í stað Angelos Charisteas. Er oftar en ekki á réttum stað á réttum tíma og virðist þefa upp mörkin. Þarf að vera í formi ef Grikkir ætla sér langt. S víar eru eina Norðurlandaþjóðin sem spilar á EM í ár. Henrik Larsson dustaði rykið af lands-liðsskónum og spilar á sínu síðasta stórmóti við hlið Zlatans Ibrahimovic sem hefur raunar ekki skor- að fyrir landsliðið frá því í október árið 2005. Svíar eru sóknarsinnaðri með hverju árinu sem líður og með Kim Källstrom á miðjunni og Fredrik Ljungberg og Christian Wilhelmsson á könt- unum gætu þeir leikið flottan fótbolta. Tobias Linderoth gæti aftur á móti verið lykilmaður liðsins en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Hann verndar vörnina vel en markmannsstaðan hefur verið höf- uðverkur hjá Lars Lagerbäck. Andreas Isaksson spilaði lítið á síðasta tímabili og hefur þjálfarinn viðurkennt að staðan sé ekki eins og best verður á kosið. Grikkir eru ríkjandi Evrópumeistarar og skyldi enginn vanmeta þá. Líkurnar á því að þeir verji titil sinn eru þó taldar afar litlar. Theodoros Zagorakis er hættur en hann var valinn besti leikmaður EM 2004. Þeir skarta þó mörg- um frambærilegum knatt- spyrnumönnum sem flestir bera skemmtileg nöfn. Antonios Nikopolidis markmaður er silfurrefur mikill og fyrir framan hann eru reynslumiklir og sterkir menn í flestum stöð- um. Grikkir unnu undanriðil sinn með glæsibrag og hlutu flest stig allra þjóða í riðlakeppninni, 31 talsins. Margir úr Evrópumeistaraliðinu spila á EM í ár, fjórum árum reynslumeiri en í Portúgal árið 2004. Rússar eru af fáum taldir líklegir til afreka. Guus Hiddink er samt sem áður meðal færustu þjálfara í heimi en hann er að byggja upp nýtt og spennandi lið. Ígor Akinfeev er magnaður markmaður sem er vænt- anlega á leiðinni til stærri liða í Evrópu. Rússar spila afar þéttan varnarleik og beita síðan skyndisóknum með skemmtilega kantmenn. Andrei Arsjavin er lykilmaður hjá Rússum en hann er í leikbanni í fyrstu tveimur leikjunum. Er það skarð fyrir skildi og eru Rússar nokkuð stórt spurninga- merki. Spánverjar hafa oftar en ekki valdið vonbrigðum. Á pappírun- um eiga þeir að vera með einn sterkasta hópinn, með stórkostlega leikmenn í öllum stöðum, en þeir hafa ekki orðið meistarar síðan 1964. Frá Iker Casillas í markinu, Puyol í vörninni, Xavi, Fabregas og Iniesta á miðjunni og eins heitasta fram- herja Evrópu, Fernando Torres, eiga Spánverjar svo sannarlega að klára sinn riðil og komast mun lengra. Hvort það tekst verður svo að koma í ljós. Þeir unnu riðil sinn í undankeppninni sem Ísland var ein- mitt í. Þar urðu Svíar í öðru sæti en liðin unnu innbyrðis hvort sinn leikinn þar. E VRÓ PU M E I STAR AM ÓTI Ð Í FÓTBO LTA - R I Ð I LL D SPURT OG SVARAÐ Hverjir vinna EM? Hvaða leikmaður slær í gegn? © GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS PRESSA Á SPÁNVERJUM Spánverjar eiga að öllu óbreyttu að komast áfram úr sínum riðli. Svíar og ríkj- andi Evrópumeistarar Grikkja eru líklegir til að berjast um annað sætið. Guus Hiddink hefur þó sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti með rússneska liðið sem margir gleyma. ÓLAFUR JÓHANNESSON: „Held að Hollend- ingar taki þetta og ég er hrifnastur af Sneijder þar og held að hann verði stjarna mótsins.“ TRYGGVI GUÐMUNDSSON: „Þetta stendur á milli Þýskalands og Frakklands og annað hvort Ballack eða Henry verður maður mótsins.“ KRISTJÁN MÖLLER: „Spánn vinnur Portúgal, 2-1, í úrslitaleik og Fern- ando Torres mun verða besti maður mótsins.“ HELENA ÓLAFSDÓTTIR: „Ég vona að tími Spánverja sé kominn. Ég held hins vegar að Ronaldo geti ekki klikkað og hann verð- ur stjarna mótsins.“ Andreas Isaksson (Svíþjóð) BasinasKatsouranis Torosidis Gekas Giannakopoulos Seitaridis Amanatidis Karagounis Kyrgiakos Nikopolidis Dellas GRIKKLAND FYLGSTU MEÐ ÞESSUM Líklegt byrjunarlið Grikklands (4-3-3) Daniel Güiza 27 ára sóknarmaður Markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar á síðasta tímabili. Kona hans er fyrrum undirfatamód- el og kom oft nakin fram. Hún er einnig umboðsmaður þessa snjalla framherja. Á eftir Torres í gogg- unarröðinni en gæti vel fengið tækifæri til að sýna snilli sína. Hélt Raúl úr hópnum. Róman Pavljútsjenkó 26 ára sóknarmaður Snjall framherji sem skoraði meðal annars tvö mörk í sigri Rússa á Englendingum, sem á endanum komust ekki á EM. Markahæsti leik- maður í rússnesku deildinni síðustu tvö tímabil. Gæti spilað stóra rullu hjá Rússum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.