Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2008, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 08.06.2008, Qupperneq 82
26 8. júní 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Á undanförnum mánuðum hafa fjölmargir viðskiptavinir óskað eftir hækkun dælulyklaheimilda. Af þeim sökum hefur Atlantsolía ákveðið að sólarhringsheimildir allra dælulykla með 5.000 krónum verði hækkaðar í 10.000 og sólarhringsheimildir með10.000 verði hækkaðar í 15.000. Þeir viðskiptavinir okkar sem vilja halda eldri sólarhringsheimild er bent á að hafa samband við skrifstofu okkar, í síma eða með tölvupósti. Athygli er vakin á því að viðskiptavinir geta hvenær sem er breytt sólarhringsheimildum í 5, 10,15 eða 25 þúsund kr. Dælulyklahafar hækkun sólarhringsheimilda Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar www.atlantsolia.is, með því að hringja í síma 591 3100 eða með því að senda okkur tölvupóst á atlantsolia@atlantsolia.is Lónsbraut 2 / 220 Hafnarfirði / Sími 591 3100 / atlantsolia@atlantsolia.is / www.atlantsolia.is P IP A R • S ÍA • 8 1 0 0 0 Evrópumótið í fótbolta Sviss-Tékkland 0-1 0-1 Václav Sverkos (70.). Portúgal-Tyrkland 2-0 1-0 Pepe (61.), 2-0 Raul Meireles (90.+2). Undank. EM í handb. kvk. Rúmenía-Ísland 33-23 (16-12) Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 2, Sara Sigurðardóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 25 skot. Landsbankadeild kvenna KR-Stjarnan 2-0 1-0 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (35.), 2-0 Agnes Þóra Árnadóttir (89.). Keflavík-Valur 1-9 0-1 Pála Marie Einarsdóttir, 0-2 Vanja Stefanovic, 0-3 Sif Rykær, 0-4 Hallbera Guðný Gísladóttir, 0-5 Málfríður Erna Sigurðardóttir, 0-6 Margrét Lára Viðarsdóttir, 0-7 Málfríður Erna Sigurðardóttir, 1-7 Björg Ásta Þórðardóttir, 1-8 Rakel Logadóttir, 1-9 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir. Breiðablik-Fylkir 4-0 1-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (31.), 2-0 Elín Anna Steinarsdóttir (46.), 3-0 Berglind Björg Þorvalds- dóttir, 4-0 Berglind Bjög Þorvaldsdóttir (86.). Fjölnir-Þór/KA 3-3 0-1 Bojana Besic (37.), 0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (45.), 1-2 Kristin R. Hextall (52.), 1-3 Rakel Hönnudóttir (60.), 2-3 Rúna Sif Stefánsdóttir (80.), 3-3 Birna Sif Kristinsdóttir (88.). Afturelding-HK/Víkingur 0-0 ÚRSLIT FRJÁLSÍÞRÓTTIR Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Sveinn Elías Elíasson eru í forystu í sínum aldursflokkum eftir fyrri dag á Norðurlandamóti unglinga í fjölþraut í Finnlandi. - óþ NM unglinga í fjölþrautum: Sveinn og Helga í forystu > Sigrún Brá á leið til Peking Sigrún Brá Sverrisdóttir, sundfélagi Fjölnis, náði B-lágmarki í 200 metra skriðsundi á Mare Nosturm-mótaröðinni í Mónakó í gær og fær því að taka þátt í Ólympíu- leikunum í Peking í lok sumars. Sigrún Brá tvíbætti Íslandsmetið í greininni en Lára Hrund Bjargardóttir átti áður Íslandsmetið í greininni á tímanum 2.04.86 sem hún setti árið 2001. Sigrún Brá synti fyrst á tímanum 2.03.79 í undanrásum og gerði svo enn betur í úrslita- sundinu og synti á tímanum 2.03.35. KR lenti í talsverðum erfiðleikum með Stjörnuna í hellirigningu á KR-vellinum en vann á endanum sanngjarnan 2-0 sigur. KR komst í 1-0 á 35. mínútu þegar markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hjá Stjörnunni missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Hólmfríðar Magnúsdóttur beint í hlaupa- leið markadrottningarinnar Hrefnu Huldar Jóhannesdóttur sem hreinlega gat ekki annað en skorað. Landsliðsmarkvörð- urinn Sandra átti þó eftir að bæta fyrir mistök sín svo eftir var tekið þar sem það var ekki síst fyrir frábæran leik hjá henni sem KR-stúlkum gekk illa að bæta við öðru marki þrátt fyrir þungar sóknarlotur þeirra. Það var ekki fyrr en á 89. mínútu sem seinna mark KR kom og það var af dýrari gerðinni. Hrefna Huld og Hólm- fríður áttu fallegt þríhyrningsspil úti á vinstri vængnum, Hólmfríður átti svo sendingu inn í teiginn á varamanninn Agnesi Þóru Árnadóttur sem afgreiddi boltann í markhorn- ið efst og þar við sat. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, var sátt við þrjú stig. „Við áttum náttúrulega að vera búnar að klára leikinn miklu fyrr en mér fannst engin hætta stafa að okkar marki. Maður er hins vegar náttúrulega aldrei róleg í stöðunni 1-0 og það má lítið út af bera í þessari deild og því eins gott að koma vel undirbúin fyrir alla leiki,“ sagði Helena. Það var sannarlega meistarabragur á Valsstúlkum í gær en þær fóru illa með Keflavík og rassskelltu þær 1-9 í Keflavík og Elísa- bet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var því í skýjunum í leikslok. „Við komum vel undirbúnar fyrir leikinn og vissum að við þyrftum að sýna góðan leik til þess að taka stigin þrjú og það má segja að það hafi allt verið að smella hjá okkur sem gat smollið,“ sagði Elísabet sem kvað Valsliðið vera stöðugt að bæta leik sinn. „Það er búinn að vera stigandi í okkar leik í sumar og við erum að fá leikmenn aftur úr meiðslum og ég er bara mjög ánægð með hvernig þetta er að spilast og það stefnir allt í hörkuleik í næstu umferð,“ sagði Elísabet. Valur og KR mætast á Vodafone-vellinum á næstkomandi miðvikudag kl. 19.15 í einum af stórleikjum sumarsins. LANDSBANKADEILD KVENNA Í FÓTBOLTA: 5. UMFERÐ FÓR FRAM Í GÆR ÞAR SEM KR OG VALUR UNNU BÆÐI SÍNA LEIKI Línurnar að skýrast í Landsbankadeild kvenna HANDBOLTI Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Makedóníu í fyrri leik liðanna í undankeppni HM í dag en leikurinn fer fram í Skopje í Makedóníu. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, á von á erfiðum leik. „Ég á von á því að Makedóníu- menn eigi eftir að reyna að keyra í bakið á okkur og beita hraðri miðju og þeir reyna eflaust að leggja mikið upp úr hraðaupp- hlaupum, þannig að við verðum að vera á tánum og fljótir til baka. Þetta er mjög vel spilandi lið hjá Makedóníu og það verður uppselt í höllinni og allt brjálað og við eigum von á óblíðum mót- tökum,“ sagði Guðmundur vit- andi að íslenska liðið er búið að vera lengi á ferðalagi. „Leikurinn á ekki síst eftir að reyna á hópinn í ljósi þess að við erum búnir að vera á löngu ferða- lagi og það tekur sinn toll. Það kemur í ljós og reynir á menn að gíra sig upp í erfitt verkefni eftir góðan árangur í Póllandi en við stefnum að sjálfsögðu á sigur,“ sagði Guðmundur. - óþ Ísland mætir Makedóníu í undankeppni HM í dag: Erfitt verkefni HÓPURINN Íslenska liðið stillir sér upp á hóteli sínu í Skopje í Makedóníu í gær. ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI Kvennalandslið Íslands í handbolta tapaði 33-23 í seinni leik sínum gegn Rúmeníu í undankeppni HM í handbolta í Rúmeníu í gær. Þrátt fyrir stórt tap Íslands mátti greina bata- merki á leik íslenska liðsins frá fjórtán marka tapinu í Laugar- dalshöll um síðustu helgi og Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var ágætlega sáttur við leikinn. „Maður vill náttúrulega aldrei tapa en það er samt stór munur á því hvernig þú tapar. Ef við berum þennan leik saman við fyrri leikinn í Laugardalshöll þá má með sanni segja að það hafi verið batamerki á liðinu. Það var mun meiri barátta í liðinu og stelpurnar voru að leggja sig 100% fram og gerðu sitt besta gegn mjög sterkum andstæðingi,“ sagði Júlíus sem telur að íslenska liðið geti lært mikið af leiknum. „Mér fannst við vera að fá góða markvörslu og náðum að keyra hraðaupphlaupin ágætlega í framhaldi af því og það er eitthvað sem við verðum að byggja á,“ sagði Júlíus. - óþ Undankeppni EM í handb.: Batamerki á leik Íslands MARGT JÁKVÆTT Júlíus Jónasson lands- liðsþjálfari var ánægður með margt í leik íslenska liðsins. TIHI JOVANOVIC FÓTBOLTI Tékkar sigruðu heima- menn Sviss, 1-0, í opnunarleik Evrópumótsins og Portúgalar báru sigurorð af Tyrkjum, 2-0, í seinni leik gærdagsins. Svisslendingar veittu Tékkum mikla mótspyrnu í gær og voru í raun sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Alex- ander Frei fór fyrir sínum mönn- um og var þeirra hættulegasti maður og Peter Cech mátti hafa sig allan við að verja frá honum í tvígang. Frei þurfti svo að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla. Tékkar voru alls ekki sannfær- andi í sóknaraðgerðum sínum en vörnin hélt velli og staðan var því 0-0 í hálfleik. Það dró svo til tíðinda á 70. mín- útu þegar varamaðurinn Vaclav Sverkos kom Tékkum yfir eftir að boltinn barst inn fyrir vörn heima- manna. Sverkos tímasetti hlaup sitt fullkomlega og átti ekki í mikl- um vandræðum með að leggja boltann framhjá markverði Sviss. Sviss fékk þó kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn á 80. mín- útu en skot Johans Vonlanth- en hafnaði í markslá Tékka. Tékkar héldu út og upp- skáru mikilvægan sigur þrátt fyrir að vera langt frá sínu besta. Portúgalir voru talsvert meira með boltann í leiknum gegn Tyrkjum án þess þó að skapa sér nógu afgerandi marktæki- færi. Cristiano Ronaldo komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar aukaspyrna hans var naumlega varin í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu þegar portú- galski varnarmaðurinn Pepe tók sig til og fann loks glufu á varnar- múr Tyrkja eftir glæsilegt þrí- hyrningsspil við Nuno Gomes og skoraði einn á móti Volkan Demir- el. Gomes var nálægt því að bæta öðru markinu við stuttu síðar en skalli hans fór þá í slá. Annað mark Portúgal kom ekki fyrr en í uppbótartíma þegar varamaður- inn Raul Meireles skoraði af stuttu færi eftir stoðsendingu Joaos Moutinho. Góður sigur hjá Portú- gal sem gefur fögur fyrirheit um framhaldið. omar@frettabladid.is Úrslit samkvæmt bókinni Engin óvænt úrslit voru í fyrstu leikjum EM í fótbolta í gær þegar Tékkland sigraði Sviss og Portúgal, sem þykir sigurstranglegt á mótinu, sigraði Tyrkland. FYRSTA MARKIÐ Vaclav Sverkov skoraði fyrsta mark EM. NORDIC PHOTOS/GETTY FÖGNUÐUR Portúgalir virkuðu beittir í fyrsta leik sínum á EM í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af Tyrkjum. Hér fagna Cristiano Ronaldo og Deco markaskoraranum Pepe sem skoraði fyrra mark Portúgal í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.