Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 2
2 14. júní 2008 LAUGARDAGUR FÓLK „Já, sennilega er þetta lengsta brú landsins í einkaeigu,“ segir Guðjón Júlíus Halldórsson á Fitj- um, sem er að byggja tuttugu metra langa brú yfir Leirvogsá. Fitjar eru norðan Leirvogsár á móts við flugvöllinn í Mosfellsbæ. Þaðan er drjúgur spölur upp á Vesturlandsveg, sem nú þarf að fara til að komast inn í Mosfells- bæ. Guðjón segir hvorki hægt fyrir börn hans að hjóla né ganga þá löngu leið vegna hættu af umferðinni. Þá sé fjölskyldan með hesta og vilji komast á reiðleiðir handan árinnar. „Brúin er hugsuð fyrir gang- andi, ríðandi og hjólandi fólk neðan við húsið hjá okkur. Þegar ána leggur er ekki einu sinni hægt að komast ríðandi yfir hana þannig að það varð úr að fá að byggja þessa brú,“ útskýrir Guðjón. Fitjar tilheyra Reykjavík frá því Kjalarneshreppur sameinaðist höfuðborginni. Mun styttra er þó fyrir börn á þessum slóðum að sækja skóla í Mosfellsbæ en alla leið upp á Kjalarnes og á nýja brúin einmitt að greiða fyrir því eins og öðrum erindum fjölskyld- unnar inn í bænum. Búið er að steypa stöpla brúar- innar en eftir er að hlaða að henni grjót og leggja að henni reiðveg. Guðjón segir að gert verði hlé á verkinu þar til laxveiðitímabilinu ljúki í haust til að trufla ekki fiski- gengd. „Við vonumst til að taka brúna í notkun áður en frystir. Það sem er annað sérstakt við þessa brú er að hún er að ég held sú eina á landinu sem verður með snjó- bræðslukerfi. Það verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta allt kemur út.“ Guðjón segir það hafa kostað mikla vinnu að fá brúarsmíðina leyfða. „Þetta er auðvitað að mörgu leyti stórmerkilegt verk- efni. Þetta er brú sem einkaaðilar standa fyrir og er á milli tveggja sveitarfélaga. Það þótti framandi og tók hartnær þrjú ár að fá hana samþykkta. Á endanum úthlutuðu þeir landi undir þetta og málið er í höfn. Nú er brúin loks komin á stöplana og verður vonandi mörg- um til gagns og góðs.“ gar@frettabladid.is Það sem er annað sérstakt við þessa brú er að hún er að ég held sú eina á landinu sem verður með snjóbræðslukerfi. Það verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta allt kemur út. GUÐJÓN JÚLÍUS HALLDÓRSSON BRÚAREIGANDI Á FITJUM Byggir 20 metra brú fyrir fjölskyldu sína Guðjón Júlíus Halldórsson á Fitjum reisir lengstu brú landsins í einkaeigu yfir Leirvogsá eftir margra ára baráttu. Brúin, sem verður með snjóbræðslukerfi, mun greiða hestafjölskyldunni á Fitjum leið inn í Mosfellsbæ. Bergur, ertu mjög köttaður? „Já ég er helköttaður, með gott „herkött“ og kattliðugur.“ Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur og söngvari Sprengjuhallarinnar, hyggst gefa Kattholti 50 þúsund krónur sem hann fékk til úthlutunar sem gestaritstjóri Grapevine. EFNAHAGSMÁL Tekjuafgangur ríkis og sveitarfélaga nam 16,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er um fjórðungs samdráttur frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra þegar tekjuafgangurinn nam 21,5 milljörðum. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar. Tekjuafgangurinn á fyrsta fjórðungi ársins mælist 1,2 prósent af landsframleiðslu, eða 10,2 prósent af tekjum hins opinbera. Tekjur ríkis og sveitarfélaga hafa vaxið um 3,2 prósent að meðaltali milli hvers ársfjórð- ungs frá árinu 2004. - bj Tekjuafkoma hins opinbera: Verri afkoma á fyrsta fjórðungi LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á pókermóti sem fram fór 16. júní í fyrra er enn ekki lokið. Dráttur á rannsókninni er óheppilegur, en kemur til vegna manneklu, segir Karl Ingi Vilbergsson, lögfræðing- ur hjá lögreglu höfuðborgarsvæð- isins. „Ef þetta lægi ljóst fyrir væru þeir löngu búnir að ákæra mig,“ segir Sindri Lúðvíksson, sem stóð fyrir mótinu. Þar greiddu um 150 spilarar 4.000 króna þátttökugjald, samtals um 600 þúsund krónur. Gjaldið átti að renna óskipt í vinn- inga. Á milli 20 og 30 sátu að spilum þegar lögregla stöðvaði mótið. Aðgerð lögreglu hefur ekki stöðvað aðra í því að halda póker- mót. Þau eru þó smærri í sniðum og gjarnan haldin fyrir afmarkaða hópa fólks. Sindri var yfirheyrður í kjölfar aðgerða lögreglu og hald lagt á verðlaunafé og spilabúnað að and- virði um 400 þúsund króna. Fyrir sex mánuðum var sagt frá því í Fréttablaðinu að lögregla hyggðist yfirheyra Sindra öðru sinni. Karl Ingi staðfestir að það standi til, en hafi ekki enn verið gert. Sindri segir málið fordæmisgef- andi, en ekki hefur verið haldið opinbert pókermót á höfuðborgar- svæðinu síðan lögreglan skarst í leikinn fyrir ári síðan. Hann hyggst ekki standa fyrir öðru móti á meðan á rannsókn lögreglu stendur. Þrátt fyrir það sé hann handviss um að engin lög hafi verið brotin með mótinu. - bj Lögreglan viðurkennir óheppilegan drátt á rannsókn á pókermóti fyrir ári: Mannekla tefur rannsóknina PÓKER Þátttakendur á pókermótinu voru um 150 talsins. Mót með svipuðu fyrirkomulagi hafa farið fram annars staðar á landinu án afskipta lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐJÓN JÚLÍUS HALLDÓRSSON Eigandi Fitja við uppsteypta einkabrú sína yfir Leir- vogsá. Lokið verður við frágang brúarinnar eftir laxveiðitímabil sumarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PARÍS, AP George Bush forseti Bandaríkjanna sagði í gær að Evrópa og Bandaríkin þyrftu að halda áfram þrýstingi í Afganist- an og láta hryðjuverkamenn aldrei ná þar aftur völdum. Hann fagnaði ákvörðun Nicolas Sarkozy að senda fleiri hermenn til Afganistan og tók fram að önnur Evrópulönd þyrftu að láta meiri peninga og herlið í baráttuna gegn hryðju- verkum. Forsetinn hefur verið í opinberum heimsóknum í ýmsum löndum Evrópu og heimsótti páfann í gærmorgun. -vsp Evrópuferð George Bush: Vill meira her- lið í Afganistan SIMBABVE, AP Uppgjafarhermenn, sem börðust í sjálfstæðisstríði Simbabve gegn Bretum, munu berjast á nýjan leik beri stjórnar- andstaðan sigur úr býtum í forsetakosningunum þann 27. júní. Þetta sagði forseti landsins, Robert Mugabe, á föstudag. Mugabe sagðist jafnvel vera tilbúinn til að ganga til liðs við hermennina. Í síðustu viku var sjálfstæðum hjálparstofnunum í Simbabve skipað að hætta störfum. Í vikunni var svo matarsendingu frá Bandaríkjunum stolið og hún gefin stuðningsmönnum Mugabes. - þeb Uppgjafarhermenn Mugabes: Hóta andstæð- ingum stríði IÐNAÐUR Vinna við umhverfismat vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka við Húsavík er hafið. Í drögum að tillögu að matsáætlun kemur fram að álverið verði 250 þúsund tonn. Þar segir að fáist orka til stækkunar geti framleiðslugetan aukist. Fari svo verði kannað hvort nýtt umhverfismat þurfi. Byggingartími mun ákvarðast af áætlunum um orkuframleiðslu. Áformað er að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð orkuframboði. Áætlað er að álverið nái fullum afköstum 2015. Hægt er að skila athugasemd- um við drögin til 5. júlí. - bj Matsferli vegna Bakka hafið: Álver stærra en 250 þúsund tonn mögulegt LÖGREGLUMÁL Skýrslutökum efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra í Byrgismálinu er um það bil að ljúka, að sögn Helga Magn- úsar Gunnarssonar saksóknara. Rannsókn er þar með að mestu lokið. Síðan verða gögn málsins yfirfarin með tilliti til ákæru. Rannsókn efnahagsbrotadeild- ar RLS beinist að meðferð fyrr- verandi forráðamanna, einkum Guðmundar Jónssonar fyrrver- andi forstöðumanns meðferðar- heimilisins Byrgisins, á fjármun- um þess. Guðmundur var nýverið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að misnota fjóra skjólstæð- inga Byrgisins. Skattamál Byrgisins eru einn þáttur í meðferð fjármuna fyrr- um meðferðarheimilisins sem rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra beinist að. Embætti skattrannsóknarstjóra hafði þann þátt til rannsóknar og kærði niðurstöður hennar til efna- hagsbrotadeildarinnar. Þetta þýðir að talið er að um sé að ræða stórfelld refsiverð brot hvað varð- ar skattamálin sem ekki hafi verið hægt að afgreiða í yfirskatta- nefnd, heldur yrði málið að fara til rannsóknar hjá lögreglu. - jss Rannsókn á meðferð forráðamanna Byrgisins á fjármun um þess: Rannsókn efnahagsbrotadeildar á fjármálum Byrgisins á lokastigi GUÐMUNDUR JÓNSSON Rannsókn á fjármálaþætti Byrgisins langt komin. Tvennt slasaðist í árekstri Árekstur varð á Sæbraut við Laugar- nes í gærkvöldi þegar bíll klessti á staur á milli akreina. Tvennt slasaðist og var flutt á slysadeild. Ekki er vitað um líðan þeirra. LÖGREGLUFRÉTTIR SKIPULAGSMÁL Hafist hefur verið handa við að mála tvö illa farin hús í miðborginni. Annað þeirra er Bergstaðastræti 20. Að sögn Magnúsar Sædals Svavarssonar, byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar, leit ekki út fyrir að úrbætur yrðu gerðar á húsinu og því greip Reykjavíkurborg til þess að mála húsið. Húsið við Frakkastíg 16 var svo málað í gær, en þar var tónlistarverslunin Rín til húsa. „Húseigendur tóku vel í það að gefa húsinu hressingu,“ sagði Jón Halldór Jónasson, upplýsingafull- trúi Reykjavíkurborgar. -vsp Reykjavíkurborg lætur mála: Hresst upp á miðbæjarhús BERGSTAÐASTRÆTI 20 MÁLAÐ Tvö hús fá nýtt útlit nú um helgina SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.